Tölvumál - 01.05.1990, Blaðsíða 14
Tölvumál Maí 1990
Port
í Tölvuorðasafninu var port þýtt
með stunpa. Okkur fannst það
eðlilegt því að tölvunotendur sjá
port á tölvunum sínum sem eins
konar innstungur. Nú virðist þó ljóst
að flestir nota orðið tengi. Við
höfum ekki neitt á móti því orði.
Það fer einnig vel í samsetningum,
t.d. prentaratengi. samskiptatengi.
samhliðatengi og raðtengi.
Postscript
Postscript mun vera heiti á staðli
fyrir sérstaka tegund af frálagi fyrir
prentara. Lagt var tii að kalla það
eftirskrift. Postscript form, sem
stundum heyrist, héti þá
eftirskriftarform.
Nand-gate, nor-gate
í Tölvuorðasafninu hét nand-gate
néog-gátt og nand-operation hét
néogun. Nor-gate hét néeða-gátt og
nor-operation hét néeðun. Þessi
orð eru þannig til komin að or-
operation fékk heitið eðun og and-
operation fékk heitið ogun. Síðan
var reynt að fínna heppilegt
neitunarforskeyti. Við fengum
fyrirspum frá eðlisfræðikennurum í
Menntaskólanum í Hamrahlíð þar
sem þeir spurðu hvort nor-gate gæti
heitið “hvorki-né-gátt”. Það tilefni
varð til þess að við fórum að hugsa
um þessi orð aftur. Til er
atviksorðið hvorkinlegur. ‘sem
heyrir hvorugum til’. Því datt okkur
í hug að nor-gate mætti heita
hvorkineátt og nor-operation
hvorkinaðgerð. En þá þurfti að finna
heppilegt heiti á nand-operation.
Hugsum okkur að til sé fomafnið
eifíáðir. þ.e. ekki báðir. Þá yrði
nand-gate eibeggiagátt og nand-
operation eibeggiaaðgerð. Þessu er
varpað fram til umhugsunar.
Casual user, power user
Nýlega var ég spurð að því hvemig
ætti að þýða casual user og power
user. Eg spurði þá á móti hvers
konar notendur það væm. Casual
user mun vera sá sem notar tölvur
stundum og þá ekki til neinna
stórátaka. Hann gæti heitið
ígripanotandi. Power user er hins
vegar einhver sem notar tölvur að
staðaldri og þarf aflmiklar tölvur. Sá
gæti heitið þaulnotandi eða
sfnotandi.
Support
í Tölvuorðasafninu er enska sögnin
support þýdd með annast.
Verknaðamafn yrði þá önnusta. Rétt
þykir að benda á þetta þar sem
ýmsir hafa notað þessi orð og líkað
vel.
Þetta verður ekki lengra að sinni. Ég
hvet alla áhugamenn um íslenskt
mál að skrifa eða hringja. Formaður
orðanefndar hefur nú aðsetur í
Hagstofu íslands, Skuggasundi 3,
150 Reykjavík, s:609828.
14