Tölvumál - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.05.1990, Blaðsíða 8
Tölvumál Maí 1990 COBOL og stöðlun, kostir og gallar. Erindi Bergs Jónssonar frá ráðstefnu Si 8. mars1990 Ofl er því haldið fram að stöðlun COBOL hafi gert það að verkum að auðvelt sé aðfœraforrit milli tölva afmismunandi gerðum. Fljótlega eftir að þriðjukynslóðar- mál komu fram var farið að huga að einu stöðluðu viðskiptaforritunarmáli, sem hægt væri að beita á allar tölvur. Þann 28. mai 1959 var haldinn fyrsti formlegi fundurinn í þróun forritunarmálsins í því fræga húsi Pentagon. Stofnaður var stýrihópur, CODASYL, og hafin hönnun máls, sem fyrst bar nafnið CBL, en fljótt var ákveðið að kalla COmmon Business Oriented Language eða COBOL. Fyrsta heillega málið varð til árið 1961 og fljótlega eftir það komu fyrstu þýðendumir. Fyrsti ANSI staðallinn kom 1968 og bandaríska stjómin ákvað að kaupa ekki tölvubúnað nema að til væri COBOL þýðandi fyrir hann. Þetta leiddi til þess að COBOL varð mest notaða forritunarmálið í Bandaríkjunum. Næsti ANSI staðall kom árið 1974 og varð hann að alþjóðlegum staðli árið 1978. Reynt er að endumýja ANSI staðalinn á fimm ára fresti og var það gert árin 1981 og 1985. CODASYL nefndin og undimefndir hittast reglulega og er því málið í stöðugri þróun. Oft er því haldið fram að stöðlun COBOL hafi gert það að verkum að auðvelt sé að færa forrit milli tölva af mismunandi gerðum og mismunandi COBOL þýðenda. Hjá Verslunarbankanum var reynt á þetta fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári síðan, en þar hafði verið forritað í COBOL á VAX tölvur. Staðlinum var ekki fylgt eftir sem slíkum, en nýttir kostir forritunarmálsins, sem á tölvunni var, auk þess sem reynt var að nýta kosti tölvunnar sjálfrar. Þýðandinn fylgir ANSI 1985 staðli. Við vildum vita hvort hugbúnaður okkar væri vélarháður. Athugun leiddi í ljós að forritin vom ekki færanleg milli tölva nema með mikilli vinnu. Nokkrar ástæður valda því að þýðendur em mismunandi. í fyrsta lagi er stöðlun mjög seinvirk. Sérstaklega þegar verið er að hanna jafnhliða stöðluninni. Sem dæmi um þessa tímafreku vinnu má geta þess að ISO staðallinn, sem gefinn var út árið 1978 er alfarið byggður á ANSI staðli frá 1974, sem aftur er algjörlega byggður á ANSI1968 staðlinum og tillögum frá CODASYL nefndinni dagsettum 31. desember 1971. Þama liðu 7 ár frá því að búið var að hanna málið þar til það varð að alþjóðlegum staðli. Þó má ekki ásaka það fólk, sem stendur að COBOL fyrir “embættismannaviðhorf ’ því t.a.m. var COBOL fyrsta staðlaða málið með innbyggðum gagnagmnnsskipunum. í öðru lagi er staðallinn byggður á þrepum, þannig að auðga má málið innan staðalsins. Einföldustu COBOL þýðendur hafa einfaldan kjama og einfalda vinnslu á mnuskrám á meðan fullkomnustu COBOL þýðendumir hafa fullkominn kjama og runuskrármeðhöndlun og allt að 9 aðra þætti, sem ekki em í einfalda COBOL þýðandanum. í raun er hægt að búa til 100.000 mismunandi COBOL þýðendur innan staðalsins. Þá leyfir COBOL viðbætur frá framleiðendum þýðenda. Þetta gerir það að verkum að framleiðendur setja eigin viðbætur við þýðenduma bæði til að nýta eiginleika vélbúnaðarins og útfæra nýjar hugmyndir og tækni. Þetta hefur bæði kosti og galla. T.a.m. reyna framleiðendurþýðenda að innleiða nýja hluti sem koma frá CODASYL nefndinni eins fljótt og þeim er unnt áður en þeir verða að stöðlum. Að lokum má benda á að stöðlunin nær ekki nema til hluta forritunarumhverfisins, sem sést á meðfylgjandi mynd. Forritunarumhverfi hefðbundinna þriðjukynslóðarmála byggist á forritunarmálinu sjálfu, sem stjómar atburðarrásinni, gerir útreikninga og "lógískar" aðgerðir auk þess sem það þarf að hafa samskipti við notendur, gagnageymslur og stýrikerfi tölvunnar. 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.