Tölvumál - 01.05.1990, Page 10

Tölvumál - 01.05.1990, Page 10
Tölvumál Maí 1990 Pascal staðall FyrirlesturTómasar Gíslasonar, tölvunarfræðingsfrá ráðstefnu SÍ 8. mars 1990 Staðallinn leyfir ekki einingaforritun, og er það lítið í anda nútíma-forritunaraðferða. Að undanfömu hefur mikið verið talað um staðla, og nauðsyn þeirra með tilliti til alþjóðlegs samstarfs. Forritun hefur ekki farið varhluta af þessari stöðlunaráherslu, og nægir þar að nefna forritunarmálið Ada. Ég tel að allir geti verið sammála um nauðsyn þess að aðilar með ólíkan bakgmnn geti gengið út frá sameiginlegum gmnni, en þá er líka nauðsynlegt að þessi sameiginlegi gmnnur sé í takt við tímann. Pascal hefur fengið sinn staðal, eins og ýmis önnur forritunarmál, og er sá staðall tekinn til umfjöllunar í þessari grein. Staðallinn er að gmnni til frá því fyrir 1983, en þá var hann samþykktur sem ISO 7185 - 1983, og var svo tekinn upp óbreyttur sem Evrópustaðall árið 1987. Staðallinn er gefinn út í hefti upp á 73 síður, og er af því ljóst að ekki er mikið farið út í smáatriði. Ekkert er fjallað um skjávinnslu, og lítið sem ekkert um strengjameðhöndlun. Ég hef að undanfömu skoðað tvo Pascal þýðendur með tilliti til staðalsins, Vax Pascal og Turbo Pascal. Vax Pascal getur þýtt forrit eftir staðli (ISO 7185- 1983, eða ANSI/IEEE), og þá er hægt að velja hvort þýtt er með villutilkynningum eða viðvörunum. Efþýttermeð villutilkynningum er ekki hægt að þýða forrit sem víkja frá staðlinum, en ef viðvaranir eru notaðar, kemur þýðandinn einungis með ábendingar um það sem betur mætti fara. Þegar ég prófaði að taka forritasafn sem ég hafði verið að vinna mcð kom í ljós að ekki var hægt að þýða eitt einasta forrit ef reynt var að þýða eftir staðli. Villumar voru þess eðlis að helst var að skilja að þýðandinn hefði búist við einhverju allt öðru forritunarmáli. Turbo Pascal 5.0 (TP5), er reyndar minn uppáhaldsþýðandi, en þegar hann er skoðaður, kemur í ljós að hann ber afar lítinn svip af staðlinum. Ef ég reyni að orða þetta aðeins betur, þá má segja að staðallinn beri einna mestan svip af fomsögunum. Til að styðja þetta aðeins ætla ég að nefna nokkur dæmi um ósamræmi á milli Turbo Pascal 5.0 og staðalsins. Staðallinn leyfir ekki einingaforritun, og er það lítið í anda nútíma-forritunaraðferða. Staðallinn gerir þá kröfu að öll föll (Function) innihaldi að minnsta kosti eina tilvísun (assignment) í nafn sitt. Staðallinn gerir þá kröfu til “Case” setninga að alltaf sé eitt valatriði til fyrir hvem vísi (index), annars komi villumelding. í TP5 er hreinlega hoppað yfir “Case” setninguna ef ekki finnst valatriði á móti vísi. Einnig býður TP5 upp á “else” hluta, sem er þá villa samkvæmt staðli. í “For” lykkjum em ekki leyfðar aðgerðir sem ógnað gætu stýribreytu lykkjunnar. Rökyrðingar verður alltaf að meta til enda samkvæmt staðli, en TP5 leyfir einnig skammhlaup á rökyrðingum. Staðallinn telur upp öll þau föll og stef sem eiga að tilheyra málinu, og við yfirlestur á þeim lista saknar maður ýmissa hluta. Staðallinn gerir ekki ráð fyrir skipunum eins og: concat, copy, length, pos, val, str, insert, delete, move, getmem, freemem, ofl. 10

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.