Tölvumál - 01.09.1990, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.09.1990, Blaðsíða 5
1990 September World Conference on Computers in Education 1990 Þar sem réttsælis var rangsælis Anna Kristjánsdóttir dósent Kennaraháskóla íslands Intemational Federation for Information Processing (IFIP) eru ein öflugustu fjölþjóðasamtök sem um getur á sviði tölvutækni. Samtökin halda ráðsteíhur á fjöl- mörgum sviðum,iðulega í sam- starfi við aðra t.d. Unesco. Einkum er lögð áhersla á fremur fámennar en hnitmiðaðar vinnu- ráðstefnur fyrir valinn hóp kunnáttumanna. Þó eru á þessu undantekningar. A fimm ára fresti heldur IFIP fjöl- menna ráðstefhu á sviði mennta- mála og laðar til sérfræðinga allt frá leikskólastigi til háskólarann- sókna. Fimmta ráðsteíhan af þessum toga var haldin dagana 9,- 13. jiílí sl. í Darling Harbour ráðstefhumiðstöðinni í Sydney, Astralíu. Undirrituð var annar tveggja íslendinga sem sóttu þessa ráðstefnu og átti jafhframt nokkum þátt í undirbúningi hennar. Því hef ég tekið að mér að greina lesendum Tölvumála frá helstu atriðum. Ráðstefhan í Sydney var sú fjölmennasta sem haldin hefur verið með liðlega 2300 þátt- takendum frá 58 löndum. Undirbúningur stóð yfir á sjötta ár og var Skýrslutæknifélagi Ástraliu og öðmm sem þátt tóku til mikils sóma. Samkvæmt hefðum IFIP sá þó alþjóðleg nefnd um undir- búning og framkvæmd dagskrár. Formaður dagskrámefhdar var Sandra Wills en undirbúning heimamanna leiddi John Hughes. Undirbúningsfundir hafa átt sér því stað um allan heim og má til gamans geta þess að næstsíðasti undirbúningsfundur alþjóðlegu dagskrámefndarinnar var haldinn hér á landi sumarið 1989. Áhugi á ráðstefhunni var mikill. Kall á fyrirlesara dró að yfir sex hundmð tilboð. Yfir 200 lesarar í fjölmörgum löndum tóku þátt í að velja þau rúmlega þijú hundmð erindi sem samþykkt vom til flutnings. Pallborðsumræður vom um liðlega þijátíu efhissvið. Þar að auki var líflegt starf á sviði tölvu- samskipta og opið fyrir áhorfendur á dagskrá fyrir böm og unglinga á hveijum degi. Efhi ráðstefhunnar skiptist í mála- flokka. Þeir vom ákvarðaðir á sama hátt og vinnuhópar IFIP innan menntamála. * Framhaldsskólastig * Háskólastig * Rannsóknir á nýtingu upplýsingatækni í menntamálum * Starfsmenntun * Tölvunotkun í námi yngri bama Auk þess var eins konar hlaðborð fyrir erindi sem ekki rúmuðust innan eins ramma. Ennfremur vom afmarkaðar ráðstefhur um sérstök málasvið. Þar var um að ræða: * Tölvunotkun innan menntamála. Mismunandi þjóðasýn. * "Computer Based Training (CBT) 90" * "Teleteaching 90" * "Prolog Education Group (PEG) 90" Að þessari lýsingu lokinni er kannske rétt að velta því fyrir sér hvað það kunni að vera í efhi ráðstefhunnar sem helst vekur áhuga lesenda Tölvumála. Augljóst er að ekki er farið á ráðstefnu sem þessa til þess að sækja tæknilegar nýjungar en hins vegar var fremur ný tækni víða í bakgmnni þar sem í forgmnni var nýting hennar í þágu menntamála. Mönnum hefur orðið um það tíðrætt undanfarinn tæpan áratug að það skipti í raun sköpum að hyggja vel að þeim akri sem tölvu- tæknin heldur innreið sína á. Og víst er um það að víða hafa komið upp samskiptavandamál þeirra sem fyrir vom á sviðinu og tæknimann- anna sem þekktu möguleikana en ekki hvemig hyggilegst væri að nota þá. Þetta er ekkert sérstakt fyrir menntamál en á þar við eins og annars staðar. Menntamál em flókin mál. Þau snúast ekki nema í litlum mæli um það að kenna nemendum að fram- kvæma tiltekið verk. M.a. fyrir tilkomu stóraukinnar tækni snúast þau æ meira um það að læra að læra (að sjálfsögðu þó að læra að læra eitthvað) og að bregðast við sér áður óþekktum viðfangsefhum og aðstæðum. Þau snúast um að skapa gmndvallar- skilning á ýmsum sviðum mann- legrar þekkingar og samskipta. En á tímum upplýsingatækni merkir gmndvallarskilningur vissulega ekki það sama og fyrir aldar- fjórðungi síðan. Tæknin skapar gjörbreytta möguleika í námi og þá einnig kennslu en úr möguleikunum þar eins og annars staðar verður því aðeins bam í brók að klæðskerinn kunni til verka. Tölvumál - 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.