Tölvumál - 01.09.1990, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.09.1990, Blaðsíða 9
1990 September Tilraunir meðformlega skoðun á forritakerfum. EB-löndin greiða u.þ.b. 3 ECU á mann árlega til ESPRIT- verkefnisins. sínum af fullri einurð. Þaö sama gera þeir í framleiðsluiðnaði sínum almennt og er reyndar talin undir- staðan undir velgengni þeirra í framleiðslu. Skoðunaraðferð Fagans Finn N. Svendsen hjá Alkatel KIRK í Danmörku hélt erindi, sem hann nefhdi "Experience with Inspection in the Maintenance of Software". Undanfarin þijú ár hafa verið gerðar markvissar tilraunir með notkun formlegrar skoðunar ("inspection") í viðhaldi stórra forritakerfa hjá Alkatel. Afbrigði skoðunaraðferða sem kennt er við M.E. Fagan hefur verið notað við skoðun á hönnunargögnum, frumforritum og notendaskjölum. í grófum dráttum byggist aðferð Fagans á tilteknum verklagsreglum sem fylgt er í hörgul. í grófum dráttum er ferillinn þessi: Skoðendur er 2-3 auk höfundar. Einungis er leitað að villum eða göllum en ekki orsökum þeirra. Um hveija skoðun er gerð áætlun. Efniviður kynntur á sérstökum fundi. Skoðendur yfirfara efnið í einrúmi. Skoðunin sjálf er til þess að skera úr um hvaða villur finnast og skrá þær. Á eftir fylgja aðgerðir til að leið- rétta villumar og þá til að endur- bæta framleiðsluferilinn til að koma í veg fyrir að hliðstæðar villur komi upp aftur. Hjá Finni, sem og hjá mörgum öðrum fyrirlesurum, kom fram að formleg skoðun sé mjög áhrifarík og hagkvæm aðferð til að bæta gæði í gerð og viðhaldi hugbúnaðar. ISO/DIS 9000-3 staðallinn I mars á þessu ári var lagt fram uppkast af staðli um leiðbeiningar við gæðastjómun í hugbúnaðar- gerð. Það nefhist ISO/DIS "Guidlines for the application of ISO 9001 to the development, supply and maintenance of software". Breskur þátttakandi í þeirri staðlavinnu að nafhi Antony M. Morgan hélt erindi er nefhdist "ISO 9001 versus SQA". Þar kom fram að ömggt má telja að uppkastið verði samþykkt núna í haust. Líklegt er að ISO 9000 gæða- staðlamir komi til með að hafa veruleg áhrif á hugbúnaðargerð og em reyndar nú þegar famir að gera það. Með stöðlunum kemur fastur skilgreiningarammi um gæðakerfi almennt og með ISO 9000-3 um hugbúnaðargerð sérstaklega. ESPRIT Allmargir fyrirlestrar fjölluðu um ESPRIT ("European strategic programme for research and development in information technology"). ESPRIT áætlunin hófst hjá EB árið 1984 og em veittir styrkir til rannsókna- og þróunarverkefha á sviði upplýsinga- tækni. Nú greiða EB löndin um 3 ECU á mann árlega til ESPRIT, sem samsvarar 75 milljónum ÍSK fyrir ísland. Hér á land er nú bara veitt broti af þessari upphæð til upplýsingatækni. Við Bakka- bræðumir Gísli, Eiríkur og Helgi horfum á fyrirtæki eftir fyrirtæki leggja upp laupana og segjum bara "Gísli, Eiríkur, Helgi! Faðir vor kallar kútinn". Lokaorð OIl ráðstefhan kom mér persónu- lega skemmtilega á óvart. Ljóst er að hugbúnaðariðnaðurinn stefnir nú inn á vemlega breytt tilvemstig. Aðferðafræðin í hugbúnaðargerð er að breytast yfir í beitingu formlega aðferða, markvissrar stjómunar og áætlanagerðar, notkun staðla og skilgreindra ferla og gæðakerfa, notkun mælitalna og tölfræðilegrar gæðastjómunar. Tölvumál - 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.