Tölvumál - 01.10.1990, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.10.1990, Blaðsíða 9
Október 1990 Hvað er hlutbundin forritun? Merking hugtaksins "hlutbundið" er mjög á reiki. Upphaflega er hlutbundin forritun sprottin upp úr gerð hermilíkana. Fyrir meiraen 30 árum útbjuggu nágrannar okkar Norðmenn fyrsta hlutbundna forritunarmáhð, Simula, til að skrifa hermilíkön. Það kom fljótt í ljós að Simula er í raun mjög öflugt við hefðbundin forri tunarverkefni. Síðan hafa verið smíöuð fjölmörg hlutbundin forritunarmál og gerðar viðbætur við flest önnur mál sem eiga að gera notendum þeirra kleift að beita hlutbundnum aðferðum. En þar með er vandinn ekki leystur. Styrkur hlutbundinnar forritunar felst nefhilega ekki í forritunarmálinu sem notað er heldur þarf að nálgast verkefhin frá allt annarri hlið en venja er til. Það er grundvallarmunur á hlut- bundinni og "hefðbundinni" forritun. Þetta hefur mörgum reynst erfitt að skilja og án skilnings á þessum grundvallarmun er ekki hægt að hagnýta sér kosti hlutbundinnar forritunar. / hlutbundinni forritun er horft á forritunarverkefni út frá þeim hlutum sem tö/vukerfið þarf að vinna með. Kirsten Nygaard, sem með nokkrum rétti má kalla upphafsmann hlut- bundinnar forritunar, segir: "Ihlut- bundinni forritun er horft á forritunarverkefni út frá þeim hlutum sem tölvukerfið þarf að vinna með." Gerð hlutbundinna forrita Helstu atriði við gerð hlutbundinna forrita eru þessi: * V aldir eru þeir hlutir sem skipta máli útfrá lausn viðkomandi verkefhis. * Hver hlutur er skilgreindur útfrá þeim upplýsingum sem hann þarf að vaiðveita og þeirri hegðun sem hann þarf að sýna. * Hegðun hlutanna felst í tjáskiptum við aðra hluti kerfisins. * Tjáskipti hluta fela í sér upplýsingaskipti og beiðnir um vinnslu. í bókhaldskerfi gæti einn hlutur til dæmis verið viðskiptavinur. Hann hefúr allar þær upplýsingar um hinn raunverulega viðskiptavin, sem aðrir hlutirkerfisinsþurfaaðvita. Dæmi um tjáskipti er að þegar senda á reikningsyfirlit er hluturinn spurður um öll viðskipti hans á tímabilinu. Athugið að í hlutbundinni forritun er tölvan ekki lengur gerandinn. Hlutverk hennar er að gefa hlutunum "líf", svo þeir geti athafhað sig. / hiutbundinni forritun er tölvan ekki lengur gerandinn, heldur gefur hún hlutunum "líf" Það er sem sagt verið að vinna líkt og fólk gerir venjulega þegar það er að tala um eitt og annað sín á milli. Öflugustu hlutbundnu kerfin reyna að líkja eftir tjáskiptum manna bæði í sambandi við innri virkni forritsins og í tjáskiptum tölvu og manns. Til dæmis lýsa höfundar þróunar- umhverfisins Smalltalk hlutbundinni forritun nokkum veginn svona: "Notandinn talar við tölvuna um hina og þessa hluti. Ef tölvan þekkir ekki einhvem hlut sem notandinn er að tala um þá þarf að útskýra (skilgreina) hann og síðan má halda samræðunum áfram." Niður á jörðina Ofangreind lýsing kann að virðast fjarstæðukennd en tíföld ffamleiðni- aukning í forritun fæst heldur ekki með neinum venjulegum aðferðum. Vegna þess hversu náin samsvömn er milli forritsins og þess raunvem- leika sem það lýsir, veiður forritasmíð auðveldari. Einnig er auðveldara að leita uppi villur, og eyða þeim. En framleiðniaukningin byggist ekki eingöngu á þessu tvennu. Þegar hlutbundið forrit er skrifað myndast safn hluta sem flestir nýtast í öðmm forritum sem skrifa þarf. Þannig byggist jafht og þétt upp stórt safh hluta á því sviði sem viðkomandi forritari eða hug- búnaðarhús vinnur. Hlutbundin forritun felur líka í sér fínpússningu og endumýtingu þessara hluta. Og ef endumýtingin tekst eykst framleiðnin. Hver er reynslan? Hvemig hefúr svo gengið með hlutbundna forritun hjá þeim sem hafa tekið hana upp? Því miður víða mjög illa. Helstu vandamálin em: * Kerfi em hönnuð án tillits til hluta. * Forritarar hafa ekki tíma til að læra hlutbundna forritun og falla alltaf í sama óhlutbundna farið. * Verkstjórar skilja ekki að hlut- bundin forrit em að jafnaði betri eftir því sem þau em styttri. * Vegna tímaskorts ná forritarar ekki að byggja upp endumýtan- leg hlutasöfh (búa til "einnota" hluti). Lokaorð Ef vel er að málum staðið getur hlutbundin forritun haft veruleg áhrif, og gert hugbúnað framtíðarinnar öflugri, öraggari og ódýrari. Síðast en ekki síst ber að geta þess að hlutbundin forritun er ákaflega skemmtileg. Tölvumál - 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.