Vísir - 08.08.1962, Page 3

Vísir - 08.08.1962, Page 3
Miðvikudagur 8. ágúst 1962. VISIR 3 Iih.jiikw ■; -- ; ; ... - ■>"s'^ t- •: ' ' . ................ .................................................• i 1 ' J Siðastliðinn mánudag hafa danskir kvikmyndatökumcnn farið víða um borgina og ná- grenni hennar við upptöku á kvikmyndinni 79 af stöðinni. Þeir hafa oft tekið kvikmyndir útivið og þá hefur það komið fyrir að svo mikill hópur fólks hefur safnazt saman til að horfa á upptökurnar, að umferð hefur jafnvel stöðvazt. Upptökurnar hafa farið víða fram inni á bílastöðvum og ben- sínstöðvum, á einkaheimilum inni f Hlíðum og á Melunum, austur á Þingvöllum, uppi á Uxahryggjum, við Gljúfurá f Borgarfirði og á Keflavíkur- flugvelli. Stundum hefur fólkið á staðn um verið spurt, hvort það vilji ekki taka þátt i hópatriðum, gerast kvikmyndaleikarar. Það sé enginn vandi, aðeins að ganga fyrir framan kvikmynda- vélina og ekki að stilla sér upp, vera eðiiiegur. Síðasta upptaka kvikmyndar- innar fór fram niðri í Austur- stræti um hclgina. Það var tal- inn bezti tími til að vinna í strætinu, þegar helmingur borgarbúa var farinn út úr bænum. Sviðið var gangstéttin breiða fj'rir framan Austur- stræti 10. Einn sélegur herra, Bessi Bjarnason er þar á „rúnt- inum“ og í sýningarglugganum á bak við stendur eins og af til- viljun ritað stórum auglýsinga- stöfum: — allt til veiða. Myndsjá í dag er frá þessu atriði. Við sjáum, að í þessari, kvikmynd, þegar hún kemur fram verður margt úr borgar- lífinu, sem við könnumst við. í gærkvöldi voru einstakir hlutar úr kvikmyndinni sýndir í Háskólabíói. En sú sýning fór fram fyrir læstum dyrum. Engir fengu að koma inn til að sjá myndirnar nema leikstjór- inn, aðstoðarmenn hans og nokkrir íslenzkir trúnaðarmenn. Og sum þeirra atriða, sem þar voru sýnd fá kvikmynda- húsgestir aldrei að sjá. Nú er búið að taka 15 km. af kvik- myndafilmu. Eftir er að klippa niður og þegar því er lokið á filman aðeins að vera um 2 km á lengd. Það er sagt í kvik- myndaheiminum að erfiðasta verkið sé að klippa niður. ' ' Vv <■ v ^ . f<, .........I........ Þarna eru tvær laglegar Hæ, þiur Áhorfendur safnast saman og horfa á kvikmyndaupptökuna. Hvar hef ég séð þig áður?

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.