Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Miðvikudagur 29. ágúst 1962. y Kynnið yður gæði og siílfegurð Valbjarkar Vandið valið: Ef þér prýðið heimili yðar með húsgögnum frá Valbjörk, þá hafið þér valið rétt. húsgagna Skoðið þau á Iðnsýningunni á Akureyri 1962. Valbjörk fékk viðurkenningu fyrir húsgögn á Iðnsýningunni í Reykjavík 1952. Bætt aðstaða — Betri húsgögn í Valbjarkar-húsgögnum sameinast: Notagildi og fegurð. Enda útfærð í nýjustu tízku úr völdu efni. Valbjarkar-húsgögn fara því sigurför um landið. Sníí'o^is'6010 5 Húsgagnaverksm. Valbjörk hf 3. HÆÐ SÍMI 2 4 2 0. GLERÁRGÖTU 28, AKUREYRI Myndsjó — Framhald af bls. 3. inni, er nú Ráðhústorgið, og fyrir aftan hann sést Hótel Odd eyri, en þar stcndur nú hið reisulega hús Landsbanka ís- lands. I beinu framhaldi af Hafnarstræti sést norðui á klappir og vinstra megin við götuna má sjá tröppurnar á gamla Útvegsbankahúsinu. — Skemmtileg svipmynd af dag- legu Iífi, sem eitt sinn var sjálfsögð eign þjóðarinnar allr- ar, en kemur nú fyrir sjónir sem undarlegur, fjarlægur heimur. Minni myndin er tekin, þar sem nú er Ráðhústorg, beint fyrir framan Hótel Oddeyri. — Þrír góðbændur innan úr firði búast til helmferðar með varn- inginn á burðarklárum, heldur lotlegum. Þeir eru uppábúnir, efnahag þeirra má greina að nokkru af svörtum kúluhatti, silfurbúnu keyri. Ekki má held- ur gleyma hinum ómissandi six- pensara. Athygli skal vakin á auglýsingunni i glugga veitinga stofunnar: — Vindlar, Bjór, Whisky, Cognak. Ekki er frá- leitt að hugsa sér, a3 bændum- ir þrir hafi komið við í þessari ágætu veitingastofu, áður en halda skyldi af stað. Bannlögin ekki komin til sögunnar né síð- arl tíma reglugerðir gegn aug- lýsingum á áfengi. Nú státar engin veitingastofa norðanlands af þvflíkri auglýsingu. Nýr tími er genginn í garð, og það er orðinn langur vegur frá þessum svipmyndum til hins glæsilega höfuðstaðar Norðurlands, eins og við þekkj- um hann nú. PRENTSMIÐJA HINNA VANDLÁTU Hringið til okkar oða lítið inn í P.O.B. Þér eruð óvallt vel- koniinn og við munum með á- nægju gera tillögur um útlit á því, sem þér þurfið að láta prenta. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Haínarstræti 86 . Sími 2500 . Akureyri Setjið fallegt útlit og vandað- an frágang í hásætið, og látið okkur síðan loysa vandann. Það borgar sig. í full sextíu ár höfum við leyst af hendi alls konar prentverkofni. Notfærið yður reynslu okkar og þekk- ingu. Þaulæfðir og sérmenntað- ir starfsmenn eru reiðubúnir að glíma við verkefni yðar, bæði stór og smá. Þeir gota gert bréfsefnin yðar fallegri og um- búðirnar glæsilegri, sem mun skapa yður aukið álit út á við og örari sölu á framleiðsluvör- unum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.