Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. ágúst 1962. VISIR 7 Kaupvangstorg og Grófin kringum 1910. Um það leyti var Akureyri í miklum uppgangi og miðbærinn að myndast hér. Á þessu svæði hafa byggingar KEArisið. ■fjrátt fyrir það höfðu kaup- " staðarréttindin nokkra þýð- ingu, þar sem þau hleyptu fjöri í byggðina. Nú var verzlunar- svæðið ákveðið, það var að vlsu mjög takmarkað, náði aðeins yfir hina þröngu Akureyri og Fjöruna þar fyrir innan, inn að Krókeyri, en af þessu svæði var Akureyrin ein talin byggileg, þó síðar væri farið að byggja í Fjörunni. Við verzlunarfrelsið sem gekk í garð um sama leyti fór líka svo að verzlunum fjölg- aði og urðu þær nú að jafnaði þrjár. Við það kom upp nokkur samkeppni, sem varð lands- mönnum stundum til hagsbóta. Og nú fór það einnig í vöxt, að verzlunarmenn settust að á Ak- ureyri' með fjölskyldum sínum. Þessar fjölskyldur og þó eink- um fjórar þeirra Möller, Thyrr- estrup, Havsteen og Levers settu brátt svip á þennan litla bæ, sem'var að byrja að vaxa þarna. Hann var eins og Reykja- vík á þessum sömu árum, að miklu leyti danskur bær, en meðal þessara dönsku íbúa reyndist margt ágætis fólk. Það má t. d. geta þess, að H. W. Lever hóf kártöflurækt á Akur- eyri 1808 og kenndi öðrum að rækta þær, en kartöflurækt reyndist bæjarbúum síðar mjög arðsöm. Ekki er samt hægt annað að segja en að vöxtur bæjarins hafi verið hægur. Árið 1804 voru fbúar um 30, 1813 eru þeir orðn- ir 48, 1835 eru þeir aðeins 56, en úr því fer bærinn að vaxa örar. Þá eru einkum fjórar verzl- anir á Akureyri: Thyrrestrup- verzlun sem J. G. Havsteen stjórnaði, Gudmanns-verzlun sem A. Mohr var faktor fyrir, Örum & Wulff sem E. E. Möller var faktor fyrir og verzlun H. W. Levers. Árið 1821 var danskur maður Hoffmann að nafni skipaður fjórðungslæknir 1 Norðlendinga- fjórðungi og settist hann að á Akureyri. Við embættinu tók Eggert Johnsen 1832 og var hann fyrsti íslenzki embættis- maðurinn sem settist þarna að. Árið 1835 var Þórður Jónasson síðar háyfir'.ómari sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og settist hann að á Akureyri og árið 1840 settist Oddur Thorarensen lyfsali að á Akureyri. Þannig hófst sókn íslendinga inn í hinn danska bæ, þó í smáum stíi væri. Lýsingar á Akureyri frá þess- um dögum eru annars ekkert fagrar. Hún fær orð á sig fyrir að vera slúðurhola full af ná- búakrit og óskírlífi. 'p’n upp úr 1840 fer fyrst að færast líf í bæinn. Á ára- tugnum 1840 til 1850 fjölgar íbúunum úr 107 upp í 160 manns og nú eru það mest ís- lendingar, ágætisfólk, fslenzkir handverksmenn, sem flytur til bæjarins. Og með þessu fólki er farið áð huga meira en áður að ýmsum framförum bænum til þrifa og þroska. Eitt fyrsta framfaramálið var smíði kirkju, en bæjarbúar áttu kirkjusókn að Hrafnagili, sem var rösk klst. reið. En þáver- andi sóknarprestur á Hrafna- gili sr. Hallgrímur Thorlacius var heldur á móti þessu, óttað- ist óþægindi af því enda var hann kominn á efri ár. Stóðu deilur um smíði hennar í rúman áratug og komst hún ekki upp fyrr en árið 1862, eða sama ár og Akureyri fékk kaupstaðar- réttindi. Þessi gamla Akureyr- arkirkja var byggð I Fjörunni fyrir sunnan Akureyri og var það góður staður þá, því að allir bæjarbúar bjuggu þá á þeirri Eyri. Stóð hún fram til 1940, þegar nýja kirkjan yfir Grófinni var reist. / Tjá vannst einnig merkilegt framfaramál árið 1852, þeg- ar Akureyringar komu sér upp fyrstu prentsmiðju sinni og á því sama ári fór fyrsta blaðið Norðri að koma þar út. Aðal- hvatamaður að stofnun prent- smiðjunnar var Björn Jónsson eldri, en Jón Sigurðsson forseti annaðist kaup á prentvélum úti í Kaupmannahöfn. Nokkrum ár- um síðar var ungur, gáfaður maður Sveinn Skúlason fenginn til að taka að sér ritstjórn Norðra. Með komu hans má segja, að íslenzk stjórnmálabar- átta hefji innreið sína í hinn danska bæ. Varð Norðri áhrifa- mikill undir ritstjórn hans. Fylgdi hann m. a. Pétri Havstein amtmanni I niðurskurðarstefn- unni og beindi þá svæsnum á- rásum á Jón Sigurðsson. Þegar á þessum árum komu fram hugmyndir um að flytja verzlunarstaðinn út á Oddeyr- ina, vegna Iandþrengsla á Akur- eyri en ekkert varð þó úr því að sinni. Tl/Teð stækkun bæjarins og x fjölgun íbúanna fór það að verða æ tilfinnanlegra, að hafa enga sameiginlega stjórn bæjar- málanna. Akureyri var aðeins hluti af Hrafnagilshreppi og þyrfti eitthvað að framkvæma urðu menn að gera það sem sjálfboðaliðar. Varð það nú brátt óhjá- kvæmilegt, að Akureyri yrði sjálfstætt bæjarfélag og gerðist það með konunglegri reglugerð frá 29. ágúst 1862, að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi. Þá var íbúatala Akureyrar 286 manns og var bæjarsvæðið enn hið sama og áður, Akureyrin sjálf og Fjaran þar fyrir innan. Tj’ngin stórfelld þáttaskil urðu í bæjarllfinu þótt staðurinn yrði sjálfstæður kaupstaður. Eftir sem áður voru það fáeinir kaupmenn, sem áttu nær allt bæjarlandið og réðu þar af leið- andi mestu. Mannflutningar til bæjarins voru sára litlir,- aðalút- gjöldin voru til fátækrafram- færis og helzta áhugamál bæj- arstjórnar að varna því að fá- tækraframfærið yxi. Það er ekki fyrr en 1870 sem barnaskóli er stofnaður og 1874 er spítali stofnaður að mestu leyti með gjöf frá Fr. Gudmann stórkaup- manni og var spítalinn kallaður eftir honum „Guðmanns Minde“. Þetta voru helztu við- fangsefni bæjarstjórnar ásamt smávægilegum vegagerðum og hafnarframkvæmdum. Auðvitað voru þetta almenn- ir fátæktartímar. Flóttinn úr landi til Ameríku var að hefj- ast. Hinir dönsku kaupmenn réðu í raunir.ni öllu í bæjarfélag inu. Þeir áttu allar beztu lóðirn- ar og hjá þeim hafði fólkið at- vinnu sína. Og auðvitað hugs- uðu kaupmennirnir fyrst og fremst um það að draga sem mest úr öllum útgjöldum. T7n einmitt um þetta sama leyti sem Akureyri fékk kaupstaðarréttindi voru að ger- ast atburðir sem urðu upphaf að deilum en jafnframt að fram- förum. Baráttan var að hefjast um verzlunina, með þv£ að verzlunin hafði verið gefin frjáls og fyrsta húsið var reist á Oddeyrinni rétt áður en Ak- ureyri fékk kaupstaðarréttindi. Síðan áttu deilur eftir að magn- ast milli Akureyrar og Oddeyr- ar. Rétt fyrir 1860 kom til Ak- ureyrar sem fulltrúi Gudmanns- verzlunar danskur maður að nafni Carl Johan Hoepfner. Hann hafði ekki lengi 'dvalizt hér þegar auðsýnt varð, að hann hugðist ná öllum Akureyr- arverzlunum undir sig. Keypti hann smámsaman upp hinar verzlanirnar og um 1870 var hann búinn að ná þeim öllum undir sig. Hoepfner var ákaflega duglegur og ákveðinn maður. Það verður ekki frá honum tek- ið, að hann rak verzlunina af meiri dugnaði en nokkur annar, sá ætíð um að hún væri vel birg af öllum nauðsynjum. Kom það sér vel fyrir viðskiptamenn hans, því að hann átti birgðir jafnvel þó ís lokaði siglingu. Hins vegar beitti hann vafasöm- um aðgerðum með lánastarf- semi til að tjóðra viðskiptamenn við sig. . sT: : Cvar norðlenzkra bænda við ° þessari nýju einokunar- stefnu danskra kaupmanna var að reyna að koma á eigin verzl- un. Og kringum 1870 bundust þeir samtökum undir forustu þeirra Arnljóts Ólafssonar og Tryggva Gunnarssonar og stofn uðu skipa- og verzlunarfélag. Þeir keyptu skip er Emilie hét og strandað hafði í Eyjafirðin- um og gerðu það upp. Var skip- Framhald á bls. 9. ; .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.