Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. ágúst 1962 11 'f i SIR Véla- og raftækjasalan h/f var stofnuð 1958, og hóf starfsemi sína í 30 ferm. húsnæði í Strandgötu 6. Um miðjan aprílmánuð 1961 flutti fyrirtækið í núverandi húsnæði. Hafnarstræti 100. Stofnendur Véla- og raftækjasölunnar eru Anton Kristjánsson, sem er forstjóri fyrirtækisins, og Stefán Snæbjörnsson, sem unnið hefur við það síðustu 2 árin. Fyrirtækið hefur nú urn 100 ferm. húsnæði, en full þörf er á aukningu þess. Starfsemi fyrirtækisins beinist fyrst og fremst að sölu raf- magns heimilistækjum og öðrum rafmagnstækjum, verkfærum, varahlutum og efni til raflagna. Ennfremur leggur verzlunin sérstaka áherzlu á sölu á ljósalömpum í loft, á veggi og borð, og hefur þar að auki hið fjölbreyttasta úrval af ljósaperum, enda er verzlunin orðin ein hin stærsta Norðanlands á þvi sviði. Sendum allar v'órur hvert á land sem er — Verðið er ávalt hið hagstæðasta VéSa- og raftækjasalan h.f. Hafnssrsfræfi 106 Akureyri Byggingarvöruverzlun Tómasar Björnssonar GLERÁRGÖTU 34 . AKUREYRI Byggingarvöruverzlun Tómasar Björnssonar var stofnuð 1923. Stofnandi og stjórnandi var Tómas Björnsson, og rak hann verzlunina fyrstu árin að Hafnarstræti 71, en byggði þá sérstakt verzlunarhús, þar sem verzlunin var til húsa fram til 1934 að hún flutti í enn stærra húsnæði við Kaupvangs- stræti. Auk venjulegrar efnissölu til húsbygginga var aðal- áherzla lögð á sölu efnis til hitalagna og hreinlætistæki, auk þess sem Tómas annaðist uppsetningu þeirra tækja og miðstöðvarlagnir í stórum stíl. Árið 1958 tót Árni Árnason við stjórn fyrirtækisins, en hann er jafnframt aðaleigandi þess. Á undanförnum árum hefur fpjölbreytni verzlunarinnar auk- izt að miklum mun. Árið 1960 flutti fyrirtækið í nýbyggingu að Glerárgötu 34 og rekur þar byggingarvöruverzlun, sem er mjög smekklega fyrirkomin. Timbursala fyrirtækisins er mjög umfangsmikil og í nánustu framtíð mun það stækka athafnasvæði sitt að miklum mun. Fyrirtækið tekur að sér verkefni bæði á Austur-, Vestur- og Norðurlandi og leitast við að leysa vandamál viðskiptavina sinna á sem hagkvæmastan hátt. TIMBUR - SEMENT - JÁRN Efni til hitalagna — Hreinlætistæki Málningavörur ALMENNAR BYGGINGARVÖRUR BYGCINCAVðRUVERZlUN TÓMASAR 3JÖRNSS0NAR Glerárgötu 34 . Akureyri . Sími 1960

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.