Vísir - 26.09.1962, Qupperneq 4
VISIR
Miðvikudagur 26. sept. 1962.
B
Heimsóke
msmmmmmm.
HALSI
Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og kona hans Kristín
Guðmundsdóttir ásamt tveimur bömum sínum.
Rætt við
ungan prest
um prest-
..-...... .. L...
skup, bluðu-
mennsku
og ræktun
öldum saman hefur Háls í
Fnjóskadal verið prestssetur og
mestur virðingarstaður sveitar
sinnar, og er svo enn. Presta-
kallið er fámennt, enda er sveit
in fremur harðbýl og víða mið-
ur fallin til jarðyrkju. En dal-
urinn á sfna grænu skóga og
sín fögru fjöll, að ógleymdri
ánni, sem líður með miklum
yndisþokka í ótal bugðum milli
bakka sinna.
Háls er mjög miðsveitis og
óneitanlega fagur staður. Þar
hefur löngum verið gestkvæmt
af ferðamönnum, bæði sumar
og vetur, enda í þjóðbraut.
Margir merkisprestar hafa gert
garðinn frægan á liðnum árum
og öldum, og yrði of langt upp
að telja. Eins má þó geta af
þeim liðnu án þess að kasta
rýrð á aðra, en sá er séra Lár-
entíus Kálfsson, síðar biskup
á Hólum, mikill og dyggur
þjónn Guðs kristni á íslandi.
Nú situr staðinn ungur prestur,
séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son, ásamt konu sinni Kristínu
Gunnlaugsdóttur og tveim
börnum þeirra.
Nýlegt íbúðárhús prýðir stað
inn, en kirkjan er rúmlega
hundrað ára gömul, smíðuð af
hinum fræga manni Tryggva
Gunnarssyni síðar bankastjóra.
Hún er lítið hús og turnlaus, en
engu að síður fagur hélgidóm-
ur. Það dylst engum, að henni
er vel við haldið af söfnuði og
sóknarpresti. Pílárar milli kórs
og kirkju gefa húsinu sérkenni-
legan svip. Slík milligerð mun
ekki hafa verið óalgeng í
kirkjum áður fyrr, einkum á
Norðurlandi. Væri fróðlegt að
vita, hvernig sá stíll hefur hing-
að borizt, sem mun fremur
austrænn en vestrænn.
Fyrir skömmu síðan átti ég
leið hjá Hálsi. Það var sunnu-
dagsmorgun. Það er illa gert að
ónáða presta á slíkum morgn-
um, en ég gat samt ekki stillt
mig um að kveðja dyra. Hvað
sem heimsóknartímanum leið
voru móttökurnar hlýjar og
hjartanlegar. Það hefur löngum
þótt gott að koma að Hálsi, og
hér hefur sannarlega ekkert
sett ofan hvað gestrisni snertir.
Meðan frúin snerpir á katlinum
og rennir á könnuna, hreiðrum
við prestur um okkur á skrif-
stofu hans, vistlegri og vel bú-
inni. Úr gluggum skrifstofunn-
ar er hið fegursta útsýn.
Áður en varir er ég vopnað-
ur penna og skrifblokk. Það
— Frá 1. júní 1955, og allan
tímann hér að Hálsi.
Hvernig er að vera prestur
í fámennu kalli? Er ekki stund-
um skortur á verkefnum og við-
fangsefnum?
— Nei, það þarf sannarlega
ekki að vera svo. Að vísu má
segja, að 1 fámennum köllum
sé meiri hætta á, að presturinn
verði að beita kröftum sínum
að ýmsu, sem er fyri/ utan
hans raunverulega starfssvið.
En enginn prestur þarf að ótt-
ast iðjuleysi, hversu fámennt
sem kallið er. Kirkjunni er
skylt að leggja hverju málefni
væri fróðlegt að kynnast við-
horfurn og verkefnum hjá ung-
um og áhugasömum presti.
Prestur lítur vopn min fremur
.óhýru auga, en lætur þó kyrrt
liggja. Hann er ekki alveg ó-
kunnugur blaðamennsku sjálf-
ur.
Engin þörf á iðjuleysi.
— Hve lengi hefur þú verið
prestur, séra Sigurður?
Kirkian að Hálsi í Fnióskndal
lið, sem stuðlar að heill safn-
aðanna og meðlima þeirra. Öll
þjónusta, í hverju sem hún er
fólgin, er boðun út af fyrir sig.
Hið prentaða orð.
— Það er mörgum kunnugt,
að þú hefur,'auk preststarfsins,
mikinn áhuga á blaðamennsku
og útgáfustarfsemi.
— Já, ég álft, að á þeim
vettvangi séu ærin verkefni
Prestsetrið.
fyrir þjóðkirkjuna og tækifær-
in óendanleg. Með prentuðu
máli náum við áreiðanlega bet-
ur til þjóðarinnar en úr préd-
ikunarstólunum.
Ég varð meðritstjóri Æsku-
lýðsblaðsins fyrir nokkrum ár-
um, en í ársbyrjun 1961 tók ég
einn við ritstjórn þess. Þetta
er í raun og veru eina æsku-
lýðsmálgagn þjóðkirkjunnar, og
þyrfti að vera bæði stærra í
sniðum og betur úr garði gert.
Blaðið er prentað á Akureyri,
og þótt ekki sé langt þangað,
getur aðstaða mín stundum
orðið erfið til að sinna þessu
eins og vert væri og tíminn of
naumur. Þetta er mikið verk,
ef vel á að vera. Blaðið þyrfti
að stækka og koma oftar út, og
þá veitti ekkert af sérstökum
ritstjóra ,sem gæti helgað sig
þessú eingöngu. Fjárhagsörðug
leikar hafa líka verið talsverðir
við útgáfuna. Enn er aðalút-
breiðsla blaðsins hér nyrðra,
en þyrfti að verða miklu al-
mennari um allt land. Útbreiðsl
an hefur þó vaxið, en mest það
sem af er þessu ári. Stuðningur
sér P’éturs Sigurgeirssonar á
Akureyri hefur verið mér ómet-
anlegur, en hann var stofnandi
blaðsins og ritstjóri þess lengi
vel. Prentsmiðja Bjöms Jóns-
sonar á Akureyri hefur líka
sýnt blaðinu mikla velvild og
Framh. á bls. 6,