Vísir - 26.09.1962, Qupperneq 5
Miðvikuáugur 26. sept. 1962.
VISIR
Fegursti garðurinn
verksmiðjugarður?
Fegursti garðurinn í ár í Reykja-
vík er annað hvort garður við fjöl-
býlishús eða verlcsmiðju. Meira
vildu fegrunaryfirvöidin ekki segja
Vísi í morgun, er blaðið leitaði
frétta um málið. Ákvörðun hefur
þó þegar verið tekin af dómnefnd-
inni og verður skýrt frá úrslitun-
um £ kvöld eða á morgun.
Að þessu sinni ákvað dómnefnd-
in að takmarka val sitt við garða
við fjölbýlishús eða verksmiðjur.
Kom það bæði til að vegna slæmr-
ar veðráttu hafa margir einstak-
lingsskrúðgarðar ekki náð fullum
blóma og eins hitt að ástæða þyk-
ir til þess að hvetja eigendur fyrr
talinna húsa til þess að fegra kring
um þau.
Viðræður —
Framhald af bls. 1.
var upp í sumar varðandi kjör
síldveiðisjómanna, að hann gilti
aðeins um sumarvertíðina, enda
er tekið þannig til orða í úr-
skurðinum að sá samningur fer
vart milli mála.
Búast má því við að Dáðir
aðilar leggi fram sömu kröfur
og í vor, þegar ekkert gekk
saman og óttast menn að samn-
ingar strandi þvi sem fyrr og
tefji vertíðina.
Þessa dagana taka bæði sild
og sjómenn lífinu með ró, utan
þess sem Vísir skýrði frá um
Vestmannaeyinga í gær. Má
geta þess því til sönnunar að í
nótt voru öll hótel í Reykjavík
yfir full, og mestur hluti þeirra
gesta voru sjómenn nýkomnir
af síld.
Frægur
óperusöngvuri
Til Islands er kominn Tijt Kuu-
sik, sem er í hópi fremstu og
þekktustu söngvara Sovétríkjanna,
og mun hann halda hljómleika í
Reykjavlk.
Ungur söng Tijt Kuusik í kór
áhugamanna, og árið 1938 lauk
hann prófi frá Ríkistónlistarháskól
anum í Tallin, en þar hefur hann
starfað sem prófessor síðan 1944.
Að námi loknu tók hann þátt í
alþjóðlegri söngkeppni í Vín og
hlaut þar gullverðlaun. Söng hann
síðan nokkur hlutverk við Vínar-
óperuna við mikinn fögnuð. Árið
1944 réðst Tijt Kuusik til Ríkis-
háskólaóperunnar og balletleik-
hússins „Estonia", og hefur hann
starfað þar síðan. Stjórn Sovét-
ríkjanna hefur sæmt hann nafn-
bótinni „Þjóðlistamaður Sovét-
rikjanna“ fyrir frábæra listtúlkun
og störf að þróun Sovéttónlistar.
Norræna hátíðin
JT
i
ÞjóðSeikhúsinu
Rafstrengur —
FranJiald at bls. 1.
stauramir utan í Heimakletti í 207
metra hæð, en hæð Heimakletts er
annars 283 metrar. Þaðan er vírinn
Ieiddur í mjög stóru hafi yfir í \
Skansinn, hið foma virki Vest-
mannaeyinga.
Ástæðan fyrir því að raforkan
verður lítið ódýrari en áður, þótt
Sogsrafmagn komi til er sú, að
Vestmannaeyingar fá aðeins topp-
raforku. Þegar álagið er mikið á
Sogkerfinu, verða þeir að setja
dísel-rafstöðvar sínar i gang á ný
og þýðir það, að sama starfslið og
áður verður að vinna við rafstöð-
ina. Hins vegar er mikið öryggi í
þessu fólgið, þar sem dísel-raf-
stöðvar geta alltaf bilað, Vest-
mannaeyingar höfðu m. a. bundið
vonir við, að iðnaður fengi ódýrari
raforku við tilkomu nýja raf-
strengsins, en óvíst hvort úr því
getur orðið. Og meira að segja
frystihúsin, sem hafa haft sfnar
eigin rafstöðvar eru nú ekki hrifn-
ar af þvl að þær eru skyldaðar til
að taka rafmagn frá rafstöðinni
eftir þessa framkvæmd.
Mjög verður til hátíðar-
dagskrár Norræna félags-
ins vandað sem flutt verð-
ur í tilefni 40 ára afmælis
félagsins , á laugardags-
kvöldið.
Fer hátíðin fram í aðalsal Þjóð-
leikhússins en ekki í kjallara leik-'
hússins, eins og mishermt hefir
verið í útvarþi og blöðum. Auk
Reumertshjónanna og norska
söngvarans Eriksson munu sænsk-
ir tónlistarmenn einnig koma gagn
gert til hátíðarinnar. Er þar um að
ræða einn af fremstu fiðluleikur-
SíEdarverksmðð jur..
Framh at 16. síðu:
um framkvæmdum sem allra mest
svo að þær verði komnar f gagnið
þegar vetrarveiðarnar hefjast.
SJÓÐARI FYRIR
800 ÞÚSUND.
Nú er verið að koma vélum fyr-
ir í nýju verksmiðjubyggingunni á
Kletti, meðal annars 14 lesta sjóð-
ara frá Noregi, sem kostar 800
þúsund krónur. Forstjórinn kvaðst
vænta þess fastlega að stækkun
verksmiðju hans yrði lokið fyrir
vertíðarbyrjun.
um Svía, Gert Crafoord. Undir-
leik annast kona hans, frú Cra-
foord. Þá mun Kristinn Hallsson
syngja finnsk lög á hátíðarsam-
komunni.
Hátíðarræðuna mun flytja for-
maður félagsins, Gunnar Thorodd-
sen, fjármálaráðherra. Hátíðin
hefst kl. 8,30 og hafst sala að-
göngumiða á morgun. I
leiðréftingar
í grein frá írlandi, sem birtist
í Vísi f gær, urðu þau mistök
undir mynd, að Lemass er aallað-
ur varaforsætisráðherra írlands, en
hann er forsætisráðherra. Þá mis-
ritaðist nafn hans á nokkrum stöð-
um í greininni, var kallaður Leman
í stað Lemass.
f gær slæddist sú leiðinlega villa
í fréttina um afkomu Hótel Garðs, j
að þar hefðu gist 750 gestir. Sú
tala er auðvitað miklu hærri og á
að vera 3750 og gildir um gesta- í
komur í hótelið.
Kennaraskólinn —
Sjö svanir á Tjöminni í
gær, en fínnntán í mergsm
„Maður má ekki stinga niður
penna um álftirnar hafi ekki
sézt á Tjörninni í tvo mánuði,
án þess að þær séu óðar komn-
ar aftur“.
Tíðindamaður Vísis var á
gangi í miðbænum í gær, og
hitti Kjartan Ólafsson bruna-
vörð á förnum vegi. „Hvað er
að frétta af álftavígstöðvun-
um?“ spurði tíðindamaðurinn,
en Kjartan hló við og svaraði
þeim orðum, sem tilfærð eru
hér að ofan. Þannig Iá nefnilega
f þessu, að f gærmorgun birti
Velvakandi Morgunblaðsins
bréf frá Kjartani þar sem hann
skýrði frá brottför álftanna í
júlímánuði. En, viti menn, í
gærmorgun, skömmu eftir að
árrisulir menn höfðu lesið pistil
Kjartans, komu sjö svanir svíf-
andi og settust á Tjörnina.
, „Jæja, ég leita nýrra frétta
hjá þér f fyrramálið," sagði
tiðindamaðurinn að skilnaði,
og þegar rætt var við Kjartan
aftur í morgun, hafði hann tfð-
indi að segja:
„Það eru fimmtán svanir á
Tjörninni núna. Það kornu
hvorki meira né minna en átta
til viðbótar um hálf-átía í
mo'rgun!"
f-.am^hald at 16 síðu:
um orðum allir þeir nemendur
skólans, sem ljúka eiga kennara-
prófi í bóklc..jiti greinum á næst-
komandi vori, sem hefja starf í j
hinu nýja húsnæði strax um mán-
aðamót, en 1., 2. og 3. bekkur
! verða væntanlega að bíða fram í
| miðjan mánuð eftir að hefja nám :
j sitt. Á hinn bóginn hefst öll handa-
j vinnukennsla í gamla húsinu og
verður þar í veturö Ýmislegt vant-
ar enn til skólastarfsins f hinu
nýja húsi, til dæmis megnið af hús-
gögnunum, og verður það mái
væntanlega leyst til bráðabirgða.
Dr. Broddi gat þess, að nú væri
ætlunin að reyna að taka við öll-
um þeim, er sótt hafa um stúdenta
deild skólans. Ekki er enn fullséð,
hvenær unnt verður að setja skol-
ann.
Prestarinn
Framh. aí 16 síðu:
Sauðanesi, sem m. a. er skammt
frá fæðingarstað hans á Þórshöfn.
Nú nýlega hefðu sóknarböm hans
Hiís rifið
í gær var eitt af elztu húsum
Reykjavíkur, Smiðjustígur 5
rifið, en helmingur þess var
byggður fyrir um 110 árum. í
þessu húsi voru fyrstu bæjar-
skrifstofur Reykjavíkur á síð-
asta áratugi nítjándu aldar,
þegar Pétur Pétursson faðir
Helga Péturs var bæjargjald-
keri. Myndina, sem hér birtist
tók ljósm. Vfsis I.M: þegar ver-
ið var að lyfta þaki hússins í
heilu lagi með krana.
skorað á hann í einu hljóði að
flytja ekki brott. Og þegar ég fór
að skoða hug minn um þetta mál
nánar, sagði sr. Ingimar, fann ég
að hér var ég bundinn jörðinni og
svo rótgróinn að ég gat ekki þegar
á átti að herða fengið mig til að
rífa mig upp.
Beiðni hans um að fá að sitja
áfram f Sauðanesi hefur verið tek-
in til greina, en kjósa verður aftur
um prest á Húsavík.
Særðir fluttir
með þyrium
í morgun komust á kreik
fregnir um að eldur hefð. kom-
ið upp í svissneska skipinu Cel-
erina, sem er á leið til lands,
með þá sem af komust úr flug
slysinu á Atlantshafi á sunnu-
daginn. Fregnir þessar . afa nú
verið bornar til baka og heldur
skipið ferð sinni áfrani.
Þyrilvængjur frá kanadiska
flugstöðvarskipinu Bonaventure
hafa nú flutt sjö slasaða menn
úr flugvélinni til Cork á írlandi
en enn eiga byrilvængjurnar
eftir að flytja f land þrettán
slasaða menn.
Tvé $§y$
í gær
’ Tvö slys voru bókuð hjá lög-
reglunni í gær. Það fyrra varð
um kl. 9 í gærkvöldi. Gömul
kona lenti utan í bifreið á gatrja
mótum Nóatúns og Laugavégar.
og var hún flutt á Slysavarð-
stofuna.
Það síðara varð um kl 11
móts við Laugáveg 116. Var
það kona sem lenti fyrir bif
hjóli með hjálparmótor >
meiddist hún á höfði og v
flutt á Slysavarðstofuna.