Tölvumál - 01.12.1997, Side 14
T 0 L V U
M Á L
®l
Skönnun og greining skattframtala
Nýjar leiðir í gagnamóttöku
Eftir Guömund Kiærnested
1. Inngangur
Aárinu 1997 innleiddi emb-
ætti ríkisskattstjóra nýja
tækni sem notuð var við
gagnavinnslu persónuframtala.
Þessi nýja tækni á eftir að gjörbylta
verklagi við upplýsingaöflun í
skattkerfinu, ekki einungis hvað
varðar upplýsingar frá einstakling-
um heldur öllum þeim aðilum
sem skila inn gögnum á pappírs-
formi. Tæknin gengur út á að tekin
er stafræn mynd af framtölum, þ.e
framtöl eru skönnuð. Myndin er
færð til tölvu sem framkvæmir
ákveðna myndvinnslu sem skilar
frá sér gagnainnihaldi framtalsins
sem skannað var. Myndvinnslan er
svokölluð ICR (e. Intelligent
Character Recognition) greiningar-
vinnsla og gengur í raun út á að
breyta mynd af staf í tölvulæsilegt
form. Þessi nýja tækni verður köll-
uð hér á eftir skönnun og greining
en hún er megin efni þessarrar
greinar. Einnig verður fjallað um
hvernig hún er hluti af heildar-
lausn fyrir skattkerfið sem embætti
ríkisskattstjóra er að þróa í sam-
vinnu við ýmsa aðila.
2. Skil á gögnum til
skattkerfisins
Á hverju ári er skilað inn miklu
magni af upplýsingum til skattyfir-
valda. Má með sanni segja að hór
sé um að ræða eina af umfangs-
mestu gagnasöfnun sem á sér stað
í landinu. Fram til þessa hefur
stærstum hluta þessarra gagna ver-
ið skilað inn á pappírsformi og
14 - DESEMBER 1997
bæði skráning og yfirferð þeirra
upplýsinga sem þar er að finna
hefur verið framkvæmd að mestu
leyti með handvirkum hætti. Erfitt
er að meta hversu margir starfs-
menn vinna þetta verk árlega en
ljóst er hins vegar að af þeim u.þ.b
200 starfsmönnum sem vinna á
skattstofum í dag, vinnur stór hluti
við þessi verkefni, þ.e að undirbúa
gögn fyrir skattlagningu opinberra
gjalda.
Tafla 1 sýnir yfirlit yfir helstu
skil á upplýsingum til skattkerfis-
ins. Hér er ekki um nákvæmar töl-
ur að ræða enda eru þær breytileg-
ar milli ára. Staðlað rekstrarframtal
er nýtt framtal sem var valkvætt í
ár en á næsta ári verður um skyldu-
skil fyrir lögaðila að ræða. Nú í ár
gátu rekstraraðilar valið um að
skila því framtali eða skila inn með
hefðbundnum hætti. Athuga ber að
skilamagn rekstraframtalsins í töfl-
unni er áætluð tala um skil á árinu
1998. Á skattskrá eru um 207.000
einstaklingar en vegna samskött-
unar minnkar skilamagnið niður í
um það bil 166.000 frantöl. Á árinu
1998 verður gerð breyting á per-
sónuframtalinu. Mun það hafa í för
með sér að fjöldi skjala í þeim skil-
um mun aukast. Tafla 1 er engan
veginn tæmandi yfirlit yfir skil á
gögnum til skattyfirvalda. Tína
mætti einnig til skil á markaðs-
gjaldsframtali, hlutafjármiðum,
ýmsum eyðublöðum sem fylgja
eiga persónuframtalinu s.s eyðu-
blað fyrir vaxtagjöld og skil á ýms-
um eyðublöðum í virðisaukaskatti.
Taflan gefur hins vegar yfirsýn yfir
umfangsmestu skilin. í dag er
heimilt að skila inn á véltæku
formi launamannasundurliðunum
í staðgreiðslu og launamiðum og
hefur svo verið í nokkur ár. Einnig
var hægt í ár að skila inn á véltæku
formi stöðluðu rekstrarframtali en
það er í fýrsta sinn sem slíkt er gert
með framtal.
3. Skönnun og greining -
Tengsl viö önnur ný upplýs-
ingakerfi
Til að auka ffamleiðni í skatt-
kerfinu ákvað embætti ríkisskatt-
stjóra að stórauka notkun á upp-
lýsingatækninni við úrlausn verk-
efna. Ákveðið var að samhliða
upptöku staðlaðs rekstrarframtals
yrði þessi háttur hafður á. Starfs-
hópur var skipaður til þess að
skoða til hvaða lausna mætti grípa.
Eftir vinnu þessa hóps fæddist
ákveðin heildarlausn á móttöku og
Tafla 1
Tegund Skilamagn Véltæk skil í %
Persónuframtal (manna og barna) 166.000 0 %
Staðlað rekstrarframtal 10.000 30 %
VSK skýrslur 180.000 0 %
Launamiðar 550.000 38 %
Launamannasundurliðanir í staðgreiðslu 108.600 61 %