Vísir - 09.11.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 09.11.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 9. nóvember 1962 9 ☆ Með hinum beinu áætl- unarferðum Eimskipa- félagsins til Dyflinnar var bundinn endi á margra alda hlé á siglingum milli íslands og írlands, en þær voru tíðar á landnámsöld og lengur. 1961 til 7. sept. 1962: 10.905 smál. Dublln—New York (3 ársfjórð- ungar) 19. jan. 1962 til 28. sept. 1962: 15.252 smál. Alls 26157 smál. Ferðunum fjölgar. » Siglingar skipanna til Irlands eru í ár þegar orðnar jafnmargar og bæði árin 1960 og 1961. Annars sýna eftirfarandi tölur ljót aukn- inguna: 1958: Ein sigling til Belfast. 1959: Ein sigling til Belfast og 3 til Dublin. 1960: Tvær til Dublin og ein til Cork. 1961: Tvær til Belfast, 10 til Dublin, ein til Cork. Axel Thorsteinson: Goðafoss. SIGLT TIL DYFLINNAR Við brottför mfna í haust til Irlands með Goðafossi rifjaðist það upp fyrir mér, sem ég hafði lesið í írsku riti í fyrri írlandsferð, að á 9., 10. og 11. öld hafi sigl- ingar verið tíðar milli Dyflinnar og íslands. Af sögulegum ástæð- um verður það að teljast til merkra atburða, er Eimskipafélag Islands hefur beinar skipaferðir til Dyflinnar, höfuðborgar Eire eða írska lýðveldisins, og að sjálf sögðu einnig frá sjónarhólum við skipta- og siglingamála skoðað. Þótt ég hafi áður minnzt á þetta hér í blaðinu, þykir mér ástæða til að endurtaka þetta í upphafi fáeinna þátta um írlandsferð mlna í haust og ræða það nokkru frek- ara. Með fullfermi í frystilestum. I þessum ferðum er að jafnaði siglt með fullfermi í frystilestum, eins og að er vikið £ skýrslu Eim- skipafélags íslands um hag félags- ins og framkvæmdir á starfsárinu 1961 og starfstilhögun á þessu ári. Þar segir m. a.: „á miðju árinu tókust samn- ingar við kjötútflutningsfyrirtæki í Dublin á írlandi um flutning á frystu kjöti þaðan til New York. Var viðkomu í Dublin á leið frá Reykjavík til New York þá bætt við á áætlunina, og komu skipin við I 8 ferðum og tóku venjulega fullfermi af kjöti í frystilestimar, þannig að segja má að þessi skip hafi að öllum jafnaði haft svo að segja fullfermi f frystilestum sín- um báðar leiðir milli Ameríku og Evrópu, þar eð oft var einnig fluttur frystur fiskur héðan, ef autt rúm var í lestunum, Alls voru flutt um 10 þúsund tonn af frystivöru frá New York til Evrópu og rúm 11 þúsund tonn frá Dublin til New York, samtals um 21 þúsund tonn, og var flutn- ingsgjaldið fyrir þessar vörur um 31,5 millj. kr. Þrátt fyrir það, að viðkomu í Dublin var bætt á á- ætlunina, var hægt að halda hina upphaflegu áætlun með brottför frá hinum erlendu höfnum og Reykjavík á þriggja vikna fresti“. Eftir heimkomuna fékk ég eft- irfarandi upplýsingar hjá Eim- skipafélaginu um flutning milli er- lendra hafna, þeirra, sem minnzt er á £ þessari grein, á fyrstu þrem ur fjórðungum þessa árs: New York—Hamborg — Rotter- dam (3 ársfjórðungar) 29. des. 1962: Ein til Belfast, 13 til Dublin og 2 til Cork. Æskilegt, að þessar siglingar haldist. Félagið hefur þrjú skip, góð skip og glæsileg i þessum ferð- um: Goðafoss, Brúarfoss og Sel- foss, og er mér kunnugt, að þau vekja jafnan athygli £ Dyflinni, en það er sannast sagna, að það hafa skip E. I. gert i erlendum höfnum frá upphafi vega, allt frá þvl Gull- foss hinn eldri kom til sögunnar og Goðafoss, á tíma fyrri heims- styrjaldar. Minnist ég þess sem farþegi á gamla Cullfossi til New York á útmánuðum 1918, að í hinni.miklu heimsborg var sagt í‘ blöðum, að hann hefði vakið at- hygli fyrir glæsibrag sinn innan um öll stóru skipin. Fleirum en okkur íslendingum finnst hreinn og bjartur blær yfir þessum skip- um, hvar sem þau eru. Þegar ég átti tal við Sigurlaug Þorkelsson hjá E. I. laust fyrir burtför mína, spurði ég hann um horfurnar að þvi er siglingar til írlands varðaði, og kvað hann svo að orði, að nokkur óvissa rikti um framtíðina — því að það gæti reynzt nokkuð undir Efnahags- bandalagi Evrópu komið, hvað ofan á yrði, en miðað við þá reynslu, sem fengizt hefði, væri æskilegt, að þessar siglingar gætu hald ið áfram í svipuðu formi. S. Þ. gat þess, að flutningar hefðu til þessa verið öllu minni að sumrinu, en gætu glæðzt með haustinu. Þetta hefur og reynzt svo nú, því að Dettifoss, sem var í flokkun í Þýzkalandi, var látinn Siala..til D. ALýtn|r til þess að taka kjötSnritlL New York snemma í september, og var hann kominn til Dyflinnar fyrir burtför Goða- foss, og var það ánægjuleg og fögur sjón að sjá af þiljum Goða- foss, er Dettifoss sigldi upp ána Liffey og lagðist við garð skammt frá honum. Takmarkað rúm fyrir farþega. Af skipunum þremur, sem eru í áætlunarferðum til Dyflinnar, hefur Goðafoss rúm fyrir 12 far- þega, en Brúarfoss og Selfpss að- eins fyrir 2 hvort skip. Með sí- vaxandi áhuga hér fyrir írlands- ferðum, má gera ráð fyrir, að margir muni kjósh að nota sér þessar beinu ferðir sjóleiðis. Menn eru nú farnir að átta sig á því betur en áður, hve hagkvæmar og skemmtilegar þær eru, og sagði mér svo Sigurður Jóhannsson skip stjóri á Goðafossi, að farþegum færi fjölgandi á sinu skipi, og í þeirri ferð, sem ég fór, var hvert rúm skipað. Munu sennilega færri en vilja komast sjóleiðis beint héð an til Dyflinnar, meðan farþega- rúm er ekki meira á þeim skipum, sem notuð eru til ferðanna. Skipaferðirnar og aukin kynni íra og íslendinga. Skipaferðirnar beinu munu að sjálfsögðu eiga sinn mikla þátt í að íslendingar kynnist betur Ir- landi nútímans og frsku þjóðinni. Einnig mun mega gera ráð fyrir, að meira verði um það í framtíð- inni, að flogið verði til Glasgow eða London og þaðan til Irlands — eða menn taki sér far á Gull- fossi til Leith og fari svo frá Bret- landi loftleiðis eða sjóleiðis, og er þá um margar leiðir að velja. Sigurlaugur Þorkelsson hefur sagt mér, að Ferðaskrifstofan Sunna hafi í huga í samráði við Eim skipafélagið og Æskulýðsráð, að skipuleggja æskulýðsferð- ir til írlands, ef til vill á næsta sumri. Er þá gert ráð fyrir, að 12 manna hópar fari á Gullfossi, og fararstjóri fyr ir hverjum hópi, og er til ír- lands kemur, gist á farfugla- heimilum. Þessar æskulýðs- ferðir yrðu ódýrar og yrðu vafalaust til mikils gagns og gamans þátttakendum og með þeim lagður grunnur að frekari auknum kynnum íra og íslendinga. Þriggja sólar- hringa ferð. Það var hinn 5. september, sem komið var til Dyflinnar, eftir þriggja sólarhringa ferð frá Akra- nesi. Þetta var í alla staði hin ánægjulegasta ferð. Ekki vár neitt að veðri alla leiðina, aðbúnaður allur í bezta lagi og kynni ánægju leg við skipsmenn og farþega. Líklega var það ný reynsla fyrir okkur flesta að ferðast á vöru- flutningaskipi, sem flytur smáan hóp farþega, en þó voru tveir eða þrír þeirra, sem þetta höfðu reynt áður og létu hið bezta af. Fannst það rólegra og næstum með heim- ilisbrag, eins og einn orðaði það. Það, sem mér fannst gera ferð- ina sérstaklega ánægjulega, auk góðra kynna við skipsmenn og far þega, var reynslan af hinu góða sjóskipi Goðafoss, að farþegaklef ar eru rúmgóðir og matur Iíkari því, sem við íslendingar eigum að venjast heima hjá okkur en á hin- um stærri farþegaskipum, sem sagt hollur og góður matur, jafn- vel saltfiskur og skata einn dag- inn, og líkaði öllum hið bezta. Þeir skipsmanna, sem við oftast hittum og gátum rætt við, voru þeir Sigurður Jóhannsson skip- stjóri og Geir J. Geirsson yfir- vélstjóri, sem borðuðu með’okk- ur, Karl Sigurðsson bryti og þern urnar Ólöf Loftsdóttir oð Guðrún Gísladóttir. Að því er þá Sigurð skipstjóra og Karl bryta varðar, var um endurnýjuð kynni að ræða, Þótt ekki séu hér þulin fleiri nöfn, má segja í stuttu máli, að á Goðafossi sé valinn maður I hverju rúmi, og kynnin við alla hin ánægjulegustu, þótt misjafn- lega mikil væru. Mun ég við fyrsta tækifæri biðja góðkunn- ingja minn, Sigurð Jóhannsson skipstjóra, fyrir kveðjur til þeirra allra, frá mér og konu minni, sem var með mér í ferðinni. Gluggað í gömul rit. Á Ieiðinni barst talið oft að Ir- landi. I borðsalnum voru íslend- ingasögurnar allar í hillu og fleiri góðar bækur, og því hægt um vik að glugga í þær og rifja upp hvað þar var sagt um íra og írland. Þar rakst ég á þetta (sem mér var gleym'.) í Landnámu: Frá Reykja- nesi á sunnanverðu íslandi er fimm dægra sigling til Jöldu- hlaups á írlandi, en hitt mundi ég, eins og við öll væntanlega, að „hann (Leifr) herjaði á írland“. Og líklega munum við flest eftir Ávangi, sem nam land í Botni,'en hann var „írskur at kyni“, Þor- móði gamla og Katli Bresasonum og Kalmani. „Þeir voru írskir“, segir um tvo þá fyrrnefndu og hinn síðast nefnda: „Kalman var ok írskr“. Og enn gat ég lesið mér til ánægju um Ólaf hvíta her- konung. Hann „vann Dyflinni á Irlandi ok Dyflinnarskíri ok gerð- ist þar konungr yfir. Hann fékk Auðar djúpúðgu dóttur Ketils flat nefs, sem nam land i Dölum og fóru með henni til íslands“. Espr og móðir hans, Murgjol, dóttir Gljómals írakonungs. Melkorka reyndist líka vera konungsdóttir, svo sem greint er I Laxdælu. Fólk Frh. á bls, 13 Sigurður Jóhannsson, skipstjóri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.