Vísir - 09.11.1962, Blaðsíða 10
w
□SS32
V í SIR . Föstudagur 9. nóvember 1902
ari listgrein. Nokkrum dögum síð
ar keýpti hann sér fullkomið log-
suðutæki, og nú vinnur hann ein-
göngu úr steypujárni og ryðfríu
stáli. — Þessi efni eiga sér ekki
langa ævi innan listasögunnar,
segir hann, en það, sem réttlætir
tilvist þeirra, er, að þau búa yfir
svo miklum einkennum þessarar
aldar: krafti, formfestu, hreyf-
ingu, hörku o. s. frv. Járn og stál
eru iðnaðarefni, og það verður
að vinna þau í samræmi við það.
Á sama hátt og ég sæki efni mitt
til iðnaðarverksmiðjunnar, þannig
eru verkefni mín einnig hin sömu
og þar eru notuð.
David Smith, sem býr fjarri stór
borgum og tæknilífi þeirra, velur
sér verkefni úr hinu hversdags-
lega lífi og býr til myndir byggð-
ar á Iandslagi, kyrralífsmyndir
(Stilleben) og hugarflugsmyndir.
List hans ber stundum keim þjóð-
félagsvandamáia, en er einnig
táknræn, súrrealistísk eða blátt
áfram byggð á leik frjálsra lína
og forma. En það er alveg sama,
hvað hann tekur sér fyrir hendur
að gera, verk hans — með örfáum
undantekningum — eru alltaf lík
vélum, Mannsandlit hans, sem bú
in eru til úr vélahlutum, likjast
vélum úr fjarska.
í fyrstu freistaðist David Smith
oft til að sýna tæknikunnáttu
sína, en nú leitast hann við að
hafa verk sín sem einföldust í
sniðum. Tjáningarform hans er
hreint og hnitmiðað, og það verk-
ar stundum á mann með rudda-
legri áleitni, af því hann skapar
ekki til að verða mönnum til
geðs, heldur til að ýta harkalega
við áhorfanda sínum langt inni í
sál hans.
KAUPMENN og KAUPFÉLÖG
Hurðarskrár og húnar
ýmsar gerðir aftur fyrirliggjandi.
TRÉSKRÚFUR teknar upp í þessum mánðui.
HEILDV. SIG. ARNALDS
Stýrimannastíg 3 . Sími 14950
TIL SÖLU
H jólbarðaverkstæði
Til sölu er hjólbarðaverkstæði á góðum stað,
mjög hentugt fyrir þá, sem vilja skapa sér
sjálfstæða atvinnu.
Góðir greiðsluskilmálar. Tilboð sendist af-
greiðslu Vísis fyrir 17. þ. m., merkt: „Hjól-
barðaverkstæði“.
- BÍLAVAL -
Nýi sýningarbíllinn DKV (Das Kleine Wunder) frá
Mercedes Benz-verksmiðjunum er til sýnis og sölu
ó sölusvæði okkar í dag. Kynnið yður hina hagstæðu
skilmála.
BÍLAVAL
Laugavegi 90—92 . Símar 18966, 19092 og 19168
Hfolbarðaverkstæðið Millan
Opin tlb daga trá 'U 8 að morgni til Kl 11 að kvöldi
Viðgerðii á ails konai njólbörðum - Seljum einmg allai
stærðii hjólbarða — Vónduð vinna — Hagstætt ve.ð -
Gróska —
Frh. af bls. 7.
til að tjá sig á listrænan hátt,
lírddi það til þess, að hann „fann
upp“ hinar svokölluðu „hreyfan-
legu“ höggmyndir.
Aðrir hinna yngri bandarísku
framúrstefnumanna, t. d. Stankie-
wicz og Chamberlain, byggja
höggmyndalist sína á alls kyns
hlutum, sem fleygt hefur verið.
Þessi listtjáningaraðferð hefur
sætt harðri gagnrýni fyrir að
„hafa flutt öskuhaugana inn í lista
heiminn". Þessari gagnrýni munu
„skranhaugalistamennirnir" senni
lega svara á þá lund, að skran-
haugarnir séu partur af banda-
rísku þjóðlífi rétt eins og Frelsis-
styttan og Hvíta húsið.
Frá málarapensli
Hl logsuðutækja.
Þætti tækninnar í framúrstefnu-
iist Bandaríkjamanna verður kann
ski bezt lýst með sögunni um
David Sjmith. Hann gekk ungur í
skóla fyrir listmálara í New York,
en sakir styrjaldarinnar varð
hann að hætta námi og hefja starf
sem logsuðumaður I verksmiðju,
sem framleiddi skriðdreka. Þegar
hann að stríði loknu tók aftur til
við listnám sitt, hvarf hann ósjálf-
rátt frá málverkum til högg-
mynda. — Litirnir urðu að fjall-
háum haugum á léreftinu, segir
hann.
Einn góðan veðurdag rakst
hann á nokkrar myndir af járn-
höggmyndum Picassos, og hann
tók sjálfur að spreyta sig á þess-
•7' ií. >-•
í<'\\
i i
■
.
Lesandabréf:
Fá óprestlærð-
ir vígslu?
Nýlega var smágrein í Vísi frá
kirkjuþingi, sem þá'stóð yfir með
fyrirsögninni, Fá óprestlærðir
vígslu?
Vissulega er hér um athyglis-
verða hugmynd að ræða, sem er
full ástæða til að gefa gaum þó
fyrr hefði verið. Um tuttugu ára
skeið hefi ég velt fyrir mér þessu
atriði hvers vegna hefur ekki verið
hægt fyrir trúhneigða leikmenn að
fá aðgang að Guðfræðideild Há-
skólans og öðlast vígslu á einfald-
an hátt sem meðalgangar milli
Guðs og manna, nema með löngu
námi, sem verðandi fræðimenn.
Margir eru þeir sem bera þá þrá
I hljóði að verða opinber þjónn
Guðs, en hafa ekki haft aðstöðu til
skólanáms af fjárhagslegum ástæð
um sem öðrum ástæðum.
Það er óhætt að fullyrða að all-
margir leikmenn á meðal þjóðarinn
ar, innan kirkju og utan
vildu ná því takmarki í lífi sínu
að öðlast opinbera vígslu í húsi
Guðs og verða síðan leiðtogar
kristindómsins, án langrar skóla-
göngu, en fá beinar aðgang að
Guðfræðideildinni sem veitir þeim
rétt sem undirprestar héraðs-
prófasts, sem er lærðui á venju-
legan hátt. Það fer ekki á milli
mála að oft heyrist um það rætt
að kirkjusókn sé mjög í hnignun
sem veldur áhyggjum hjá kirkj-
unnar mönnum, svo ekki verður
um villzt. Við þetta vaknar sú
spurning hvað kemur hér til að
fjöldinn sinnir ekki kirkjunum nú
sem fyrr, þegar guðþjónustur voru
sem græðandi Iyf á athöfnum og
lífi þjóðarinnar um aldir. Mér er
nær að halda að veilan sé fólgin í
því að það hefur ekki verið leitað
eftir að gefa meðlimum kirkjunnar
kost á að gerast predikarar sem
óska af frjálsum vilja að glæða
þar með starf kirkjunnar með
beinni þátttöku leikmanna í predik
unarstarfi sem er vísir að aukinni
kirkjusókn til framtíðar blessunar
í þessu sambandi verður að opna
Guðfræðideild Háskólans fyrir þeim
j almenningi sem vill eiga kost á
I kennslu í Guðlegum fræðum með
j það í huga að verða kirkjunnar
| þjónar, sem gefur réttindi til prests
vígslu og inni af hendi venjulega
guðsþjónustu auk venjulegra at-
hafna.
Hin vökuli biskup landsins, ætti
að gangast fyrir þessari nýbreytni
( hjá kirkju vorri, sem og gerist á
meðal nágrannaþjóðanna og gefa
hinum ómenntaða borgara tækifæri
á hæfilegri menntun til boðunar
kristninnar í landinu. Komið verði
j í veg fyrir að trúhneigðir leikmenn
leiti í sértrúarflokka. Kirkjan á
að vinna að því að hinn trúhneigði
borgari verði kyndilberi trúar og
kærleika með frjálsri menntun sem
skapar réttindi til helgrar þjónustu.
Guðm. Guðgeirsson
rakaram. Hafnarfirði.
Bíla & búvélasalan
SELUR:
Chevrolet ’55, station.
Mercedes Benz ’57-’60.
Opel Capitan '61.
Opel Caravan ’61
Consul ’62
VÖRUBlLAR:
Volvo ’63 5 tonna.
Mercedes ’60-’61.
Chevrolet ’55-’61.
Volvo ’55.
Lóð í Kópavogi undir einbýlis-
hús: Skipti á bíl.
Blla & búvélasalan
við Miklatorg. Shni 23136
Þessi mynd var tekin fyrir
nokkrum dögum niður við höfn
er verið var að skipa upp vör-
um, og í baksýn sést stolt okkar
Reykvíkinga Esjan.
ECópavogskirkia —
Fran.hald aí bls. 1.
arnir eru gefnir af Kvenfélagi Kópa
vogs og bæjarsjóði Kópavogs.
Kirkjuklukkur eru engar til enn,
en þjóðminjasafnið hefur lánað
klukkur til bráðabirgða, sem sett-
ar verða upp fyrir utan kirkjuna.
Síðar meir er ætlunin að byggja
klukkuturn nálægt kirkjunni.
Þá hefur verið pantað pípuorgel
fyrir kirkjuna. Verður það byggt af
Davies orgelverksmiðjunum í Eng-
Iandi og verður 26 radda. Er von á
því: í næsta júnímánuði.
Höfundur kirkjuhússins er Hörð-
ur Bjarnason, húsameistari ríkisins.
Fyrsti aðstoðarmaður hans við upp
drátt kirkjunnar er Ragnar Emils-
son arkitekt. Ráðunautur um inn-
réttingu og litaval er Hörður
i Ágústsson listmálari. Alla verkfr,-
| þjónustu við bygginguna hefur
Almenna byggingafélagið annazt.
en þetta er fyrsta húsið hér á landi,
sem byggt er úr bogasteinsteypu.
Raflagnir annaðist Jón Gauti raf-
magnsfræðingur og byggingarmeist
ari er Siggeir Ólafsson.
Formaður byggingarnefndar er
séra Gunnar Árnason og gjaldkeri
nefndarinnar er Jósafat Líndal. For
maður safnaðarnefndar er frú
Hulda Jakobsdóttir.
Aðsiíenningur —
Framnalö aí bls 1
fleygt í sjóinn vegna ó-
samkomulags þessara
tveggja aðila. Almenn-
ingur hlýtur að ætlast til
þess og kref jast þess að
endir verði bundinn hið
bráðasta á þessa deilu.
Þá spurði Vísir ráðherrann
hvort ríkisstjórnin mundi ræða
hina uggvænlegu þróun sem orð
ið hefir i máli hessu nú síðasts
sólarhringinn á fundi sínum í
dag.
— Ég tel það víst, sagði ráð-
herrann.
I