Vísir - 15.11.1962, Side 16

Vísir - 15.11.1962, Side 16
/ Fimmtudagur 15. nóvember 1962 ÁÆTLUN UM STÓR VIRKJUN VIÐ DETTIFOSS AÐ UÚKA Sjónvarpsloftnet á Bjarkargötu 6. SJÓNVARPSNET RÚSSANNA Sjónvarpsloftnetum fer fjölg- andi í Reykjavík. Eitt þeirra er á húsi rússneska sendiráðsins í Bjarkargötu 6. Þar hafa aðsetur noklcrir starfsmenn sendiráðs- ins. Margt hefur verið skrifað og skrafað um hætturnar af bandarísku sjónvarpi, sem stað sett er á Keflavíkurflugvelli. Einkum Þjóðviljinn, blað komm Eldur í fornsölu Slökkviliðið í Reykjavík var j kvatt að fornsölunni í kjallaranum j að Traðarkotssundi 3 í gær. Brunakvaðningin barst rétt eftir klukkan háLf sjö f gærkveldi og var þá eldur í rúmdýnu í fornsölunni. Eldurinn var strax slökktur og varð ekki annað brunatjón en e. t. vill einhverjar skemmdir af reyk. Unf það bil klukkustundu áður :hafði slökkviliðið verið kvatt að Gnoðavogi 72, vegna elds sem kviknað hafði út frá olíukyntri aniðstöð. Par munu litlar skemmdir pafa orðið. ......1 i • iLVi ii. j Un.‘ ' i > * ». v' v' \ f * \ | únista, hefur gagnrýnt sjón- varpiö. Þess vegna datt okkur í hug að athuga hvort Þjóð- viljamenn hefðu sjónvarp, heima hjá sér eða á blaðinu, en athugun leiddi f Ijós að svo var ekki. Hins vegar komum við auga á loftnetið á Bjarkar- götunni, á húsi, en svo vill til að þar búa meðal annarra nokkrir áróðurssérfræðingar sendiráðsins. Okkur hefur aldrei dottið í hug að væna Þjóðviljamenn um að vita ekki livað þeir eru að segja um sjónvarpið, þótt margt sé að okkar dómi byggt á misskiln- ingi í skrifum þeirra um það. Það hefur sannazt á Bjarkar- götunni. Undanfarið hafa veríð gerðar at- huganir og jarðboranir í námunda við Dettifoss með stórvirkjun fyr- ir augum. Verkfræðingafirmað Harza í Chicagó vinnur nú að áætl- un um 110 — 140 þús. kílóvatta frá þeirri áætlun á næstu mánuð- um. Þegar sú áætlun er fullgerð er ráðgert að gera frekari áætlanir um fullnaðarvirkjun Jökulsár á Fjöllum frá Selfossi niður að Ás- virkjun við hinn fræga foss og er [ byrgi. ráðgert að gengið verði til fulls I Ekki er unnt að fullyrða neitt ! um það hvenær ráðizt verður £ þessar miklu framkvæmdir, en á- ætlanir þær, sem unnið er að, eru að sjálfsögðu grundvöllurinn, sem fyrst þarf að leggja. Vonandi líður eigi langur timi áður en farið verð- ur að hagnýta hina gífurlegu orku, \sem Jökulsá á Fjöllum býr yfir, til hagsbóta fyrir þjóðina. EL Tl LANDHELGISBRJÓT í ALLA NÓTT Klukkan tæplega tíu í morgun tók varðskipið Albert brezkan tog- ara frá Fleetwood fyrir norðan Hom, en hafði eltst við hann í alla nótt. Málsatvik eru þau, að síðdegis í gær kom gæzluflugvélin Rán að bv. Lord Middleton, sem er frá Fleetwood, þar sem hann var að kasta vörpunni mílu innan fisk- veiðitakmarkanna út af Dýrafirði. Togarinn svaraði ekki, þegar reynt var að ná sambandi við hann, og hann sinnti heldur ekki skipunum um að nema staðar, dró aðeins inn vörpuna og stefndi til hafs. Varðskipið Albert var skammt undan og hafði Garðar Páisson, skipherra á Rán, samband við Lár- us Þorsteinsson skipherra á varð- skipinu, og skýrði honum frá mála vöxtum. Ætlaði Lárus að reyna að fá Bretann til að taka sönsum með góðu, en það tókst ekki, því að skipstjórinn mun hafa vérið drukk inn, og varð Albert að eltast og stympast við hann í alla nótt. 1 fyrstu hafði skipstjóri þó stöðvað skip sitt, svo að menn á Albert gerðu ráð fyrir, að nú væri elt- ingarleiknum lokið, og fóm þeir lokið, voru skipin stödd 20 mílur norður af Horni. Haldið mun verða til ísafjarðar ef veður helzt skaplegt, svo að gæzluflugvélin geti flogið þangað. í bát til að taka skipið, en þá mun skipstjóri, sem var að líkindum drukkinn, hafa fengið sér ein- hverja ■ hressingu til viðbótar, lét setja á fulla ferð og hélt sína leið. Það var ekki fyrr en komið var undir kl. 9 í morgun, að skipstjóra var svo runninn móðurinn, að hann féllst á að halda til hafnar. Hafði skipherrann á HMS Russell þá m.a. reynt að koma vitinu fyr- ir hann — en árangurslaust. Þegar eltingarleiknum var loks I Hcsndleggsbrotnaði 1 gær datt maður á hálku á götu hér i Reykjavík og handleggsbrotn- aði. Maðurinn heitir Vilhelm Sigurðs- son til heimilis að Ægissiðu 50. Hann var á gangi eftir Lynghaga þegar þetta óhapp skeði. Vilhelm var þegar fluttur til læknisaðgerðar. VISIR í Keflavík 1 gærkvöldi byrjaði áskrif- endasöfnun í Keflavik. Ræddu Vísismenn við Keflvíkinga, sem búa við Hafnargötu, Kirkjubraut og Faxabraut. Árangurinn var mjög góður. Um 50 Keflvíking- ar gerðust þegar f gær áskrif- endur að blaðinu. Söfnuninni verður haldið á- fram f kvöld og næstu daga og er takmarkið að bæta við nokk- ur hundruð nýjum áskrifendum. Síðar verður leitað til fólks i Innri- og Ytri-Njarðvíkum. Clt- sölumaður Vísis í Keflavík er Georg Ormsson, Túngötu 13, sími 1349. Eru kaupendur beðnir að snúa sér til hans er um van- skil er að ræða. mm Einn af hinum nýju byggingarkrönum, sem teknir hafa verið í notkun við húsabyggingar. SPARARIBYGGINGARKOSTNAÐI Nýjar aðferðir við byggingu stórhýsa í Reykjavík eru .að ryðja sér til rúms. Ein þeirra er notk- un stálmóta og sérstakra krana til að flytja þau. I Ljósheimum stend ur yfir bygging með þessum tækj um og stendur Páll Friðriksson, byggingameistari fyrir verkinu. Það er sameignarfélagið Ljósheim- . ■ .• • i i » * > t » ar, sem á húsið. í því verða 56 íbúðir á 8 hæðum. Byrjað var seinast í ágúst á að býggja kjallarann. Kraninn er not- aður til að færa mótin, timbur og járn. Auðveldar hann verkið til muna, gerir það léttara og sparar vjnnuafl. Páll gerir ráð fyrir að spara sér 3-5 menn með kranan- um. Páll gerir ráð fyrir að Ijúka verk inu samkvæmt áætlun, þrátt fyrir byrjunarörðugleika. Hann segir að kraninn muni spara byggingar- kostnað og gera íbúðirnar ódýrari. Er hann yfirleitt ánægður með þessi nýju tæki. Islenzkir aðalverktakar hafa krana í notkun við byggingu á Kaplaskjólsvegi og verið er að reisa krana til að nota við bygg- ingu hinnar nýju Lögreglustöðvar við Hverfisgötu. Það er Völundur, sem hefur umboð fyrir þessa krana. V . '

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.