Vísir - 17.11.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 17.11.1962, Blaðsíða 6
TJ V1SIR . Laugardagur 17. nóvember 1962. SXH N\x eru það gerviperlur Fyrir stuttu var haldin í París mikil tízkusýning, en i þetta skipti sýndu sýningarstúlkumar ekki fyrst og fremst föt, heldur skartgripi. Og skartgripirnir, sem bezt verður lýst með með- fylgjandi myndum, eru flestir úr hvítum GERVI-perlum. Hrifning áhorfenda var svo mikil, að líklegt er að „ekta dömum“ fari að verða óhætt að láta sjá sig með skartgripi, sem ekki eru „ekta“. 1. Pels og perlur. 2. Einna mesta hrifningu vakti drottning tízkusýningarstúlkn- anna, Lucky, þegar hún gekk fram i „egypzkum stíl“, með djásn í svörtu hárinu, tífalt armband og hvíta perluslá. 3. „Axlanæla, með fimm steinum, og í hverjum steini hanga perlusnúrur. 4. Hálsmenið og eyrnalokkarnir eru úr handslípuðum steinum, sem brjóta ljósið og skipta því litum. 5. Ekki ber á öðru en að kvikmyndastjarnan Jean-Claude Brily kunni vei við sig f hópi sýningarstúlknanna, sem flestar bera kragastórar hálsfestar. „Teppaheiti segja ekkert um gæðin — En hversu margir sHyldu ekkl hingað til hafa hrifizt af þvf að heyra, að gólfteppið væri „ekta Axminster“ eða „ekta WiIton“ og síðan fallið fyrir þeirri freistingu að kaupa tepp- ið vegna hins „Þekkta merkis“, segir f grein i síðasta Neytenda- blaði, málgagni Neytendasam- takanna. Segir blaðið sfðan að þetta séu heiti, sem „segja alls // ekkert um gæðin, heldur gefa einungis til kynna hvaða vefnað araðferð sé beitt“. Varar blaðið kaupendur við því að kaupa teppi, sem þeir vita ekki annað u:.i. Reynir blað ið síðan að leggja fólki lífsregl- urnar við teppakaup, og undir- strika að „til eru mismunandi gæði í hverjum flokki. Skeœmtm Dansk-íslenzka félagsins ásunnud. Sunnudaginn næstkomandi 18. nóvember, klukkan 9 e. h. heldur Dansk-íslenzka félagið kvöld- skemmtun í Glaumbæ. Byrjar fé- lagið vetrardagskrá sína með þess- ari skemmtun, en í maí f vor hélt félagið síðast samkomu, þar sem efnahagsmálaráðherra Dana, dr. Kjeld Philip. talaði. Dansk-íslenzka félagið var stofnað 1918, en íslandsdeild fé- lagsins tók til starfa 1920, og var umboðsmaður félagsins hér á landi, dr. Jón Helgason biskup, kosinn formaður Islandsdeildarinn- ar. Var Jón Helgason biskup for- maður til dauðadags. Kristinn Ár- mannsson, nú rektor Menntaskól- ans í Rvík, var kosinn formaður í stað Jóns Helgasonar haustið 1942, en síðasti formaður félagsins var dr. med. Friðrik Einarsson, yf- irlæknir. Núverandi formaður er dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor. Dansk-ísienzka félagið hefir beitt sér fyrir margvíslegum mál- um til stuðnings sambandi Islands og Danmerkur á sviði menningar- mála, og með skemmtun þeirri, sem haldin verður n. k. sunnudag, vill félagið efna til kynningar- kvölds með félögum sínum og fé- lögum dönsku félaganna hér í bæ og Föröyingafélagsins, en þeim er boðin þátttaka. Aðgöngumiðar að skemmtuninni eru seldir í Bóka- búð Lárusar Blöndals og við inn- ganginn. Auglýsið í VISI KB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.