Vísir - 24.11.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 24.11.1962, Blaðsíða 15
V1SIR . Laugardag 24. nóvember 1962. Cecil Saint - Laurent: 15 KARÓLÍNU Hún var ekki fyrr komin á bilfar en henni var skipað niður einn bátinn. Varð hún að hend- ast niður eftir öskjunni. Nokkr- ir liðsforingjar og hásetar brugðu við, og virtust allir óð- fúsir til aðstoðar, að koma henni niður í bátinn, en á honum var mikill veltingur. Hún varð nú gripin beyg, en til þessa hafði hún aðeins litið á þetta sem for- leik að því, að hún gæti hitt Gaston á ný. Nú var hún orðin þátttakandi í leik, þar sem var um líf og dauða að tefla. Báturinn var drekkhlaðinn og var því ekki hægt að róa hon- um upp í landsteina. Aðalsmað- ur nokkur varð að bera hana í land til þess klæði hennar vökn- uðu ekki. Þegar á land var kom- ið jókst beygur hennar að mun. Á skipinu hafði henni verið sagt, að hlutverk hennar væri að njósna og koma sér í kynni við þá sem störfuðu með leynd fyrir samsærismenn, en enginn hafði haft hugsun á, að láta hana fá nein nánari fyrirmæli varðandi þau átök, sem áttu sér stað. Und ir eins__og hermennirnir voru komnir á land skipuðu þeir sér í smáhópa og hurfu milli klett- anna. Hún var skilin eftir og hún var í algerri óvissu um hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur. Hún hugleiddi hvað gera skyldi í nokkrar mínútur, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu, lagði svo leið sína eftir stíg nokkrum án þess að hafa hug- mynd um hvert hann lægi. Fyrr en varði var hún komin að litlu steinhúsi, sem ef til vill var tollvarðaskýli. í dyrunum stóð aðalsmaður, maður um fimmt- ugt sem hún mundi eftir, því að hann hafði verið í sídegis- veizlu í Plymouth daginn áður. Hann tók henni kurteislega og sagði henni, að það skynsam- legásta sem hún gæti gert væri að bíða átekta, og gæti hún setzt á þangmadressu, er þarna var, eða hallað sér út af, ef hún vildi. — Gengur allt að óskum? spurði hún. — Ég veit það ekki. Ég á að vera hér vegna sambandsins við flotann, en um gang orrustunn- ar veit ég ekkert. Það lítur út fyrir, að lýðveldissinnar hafi haft njósnir af innrásinni, og að við eigum í höggi við miklu öflugra lið en við gerðum ráð fyrir. — Hann varð allt í einu sót- rauður í framan, allar æðar þrútnuðu og hann kreppti hnef- ana: — Við eigum við ofurefli að etja, —- það eru tíu móti hverj- um okkar, en við skulum sýna þeim .... Karólína hafði enga löngun til þess að ræða við þennan mann sökum þess hve æstur hann var og- fór að ráði hans og lagðist á þangmadressuna. Hún losaði dálítið um klæði sín, át nokkrar drúfur, sem þessi gamli liðsforingi hafði boðið henni, og þegar hann var farinn sofnaði hún, enda var hún dös- uð orðin. Hún vaknaði við ákafa skot- hvelli, þegar komin var koldimm nótt, og virtist skothríðin hafa færzt nær. Hún gekk út. Um daginn hafði verið heitt, en nú fannst henni nístings kalt, enda hvasst. Hún gat ekki greint skip in úti á sjónum. Og af því að hún var ein var hún hrædd. Hún gekk nokkur skref áfram og urðu þá klettar fyrir henni. Allt í einu sá hún eins og dökk an skugga og kallað var: —- Hver er þar? ! Karólína, sem var enn dösuð og vart glaðvöknuð svaraði ekki strax, og óðar var hleypt af og byssukúla þaut með hvin fram hjá henni. Maður nokkur nálgaðist og á- varpaði hana hranalega, virtist hafa verið skelkaður, en róaðist, er hann sá hver þarna var — og eins varð Karólína rólegri, því að þetta var einn að aðalsmönn unum, sem hún hafði séð á skips fjöl. Hann sagði henni, að inn- rásarliðið væri sigrað, lið Hoche hershöfðingja hefði umkringt á 'ströndinni, og öll von væri úti, nema Warren hershöfðingi gæti komið meira liði á land. Og hann bætti við, að skytturn ar í liði Hoche væru miklu hæfn ari en skytturnar í liði innrásar- hersins. . Hann hafði varla sleppt orð- i!nu, er Karóíína brá á ný, því að byssukúla næstum straukst við hana, og nú heyrði hún köll og einnig vein særðra manna, og enn ákafari skothríð en áður. Og hún hugsaði eins og svo oft áð- 7 / ur: Sé ég ein mun allt slampast af fyrir mér einhvern veginn, en haldi ég hópinn er ég glötuð. Hún fikraði sig áfram í áttina til strandar og faldi sig þar bak við klett. Þar húkti hún langa stund hreyfingarlaus og horfði á öldurnar, sem skullu á kletta- ströndinni. Hún heyrði fótatak á stígnum, sem var skammt þar sem hún faldist, og hún taldi að þama myndi á ferð smáhópur innrásar manna á undanhaldi og ætluðu að komast til strandar. Hún lagði við hlustirnar og komst að því, að þeir voru slegnir felmstri, og þeir áformuðu að varpa sér til sunds og reyna að komast út í skipin. Greip hana nú ofsahræðsla og hljóp hún til þeirra. Fyrirliði þeirra, ofursti, heilsaði henni kurteislega, og sagði: — Frú, allt er glatað. Ef til vill hlífa þeir yður. Sjálfur mundi ég heldur hætta til lífi mínu með því að varpa mér til sunds heldur en gefast upp fyrir lýðveldissinnum. Heldur vil ég drukkna en verða lagður á högg- stokkinn. — Reynið að hjálpa mér, sagði Karólína. T A n tv J l A Þegar Tarzan hafði jafnað sig eftir svipuhöggið ætlaði hann að grípa til vopna sinna... en hann var stöðvaður af varnaðar glefsi frá einu af kattardýrunum sem voru vel á verði. Grímuklæddi maðurinn hló illkvittnislega. „Engan æsing, þér munið verða tættur f sundur nógu snemma. Barnasagan KALLB ,m super* filmu- fiskurinn Stuttu síðar stóð Kalli, meist- arinn og Bizniz fyrir framan mjög fc.nfálega eimreið. „Skiljið þér nú hvers vegna ég fór með yður á Farartækjasafnið", spurði Kalli stoltur. „Með þessu getum við dregið Feita Moby til Mud- anooze. Deal mun aldrei gruna það“. Meistarinn rannsakaði þennan gamla gufuvagn mjög nákvæmlega. „Tæl nilega er þetta framkvæmanlegt", sagði hann, „en haldið þið að þið get- ið fengið hann leigðan"? „Látið mig um það“, sagði Bizniz kátur og ílýtti sér til skrifstofu safns- stjórans. Nærfatnaður Karlmanna og drengja, fyrirliggjandi. I. H MULLEft Ódýrt KULDASKÓR og BOMSUR VERZL.Ö? 15285 16 mm filmuleiga ICvikmyndavclaviðgerðir Skuggamyndavélar .Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transi'stor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 ■ Sími 20235 Hvítor Terrylene- skyrtur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.