Vísir - 15.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 15.12.1962, Blaðsíða 7
VFSTR . Laugardagur 15. 7 IMERKI og SAFNARAR Ssienzkur frímerkjalisti ^auðsynlegasta hjálpargagn allra frímerkjasafnara er frímerkjaverðskrá (katalog). Út- gáfa frímerkjakataloga erlendis, sem ná ýmist yfir Evrópuríkin eða allan heiminn, er geysistórt fyrirtæki. Oft eru þetta bækur á stærð við biblíuna með 1500— 2000 bls., gefnar út í tugþús- unda upplagi. Halda þær þó eigi gildi sínu nema eitt ár. Þá kem- ur ný verðskrá og hinni gömlu verður að kassera. Frægustu frímerkjakatalogar heims eru Scott í Bandaríkjun- um, Gibbons í Bretlandi, Zum- stein í Sviss, Yvert í Frakklandi og Michel í Þýzkalandi. En danski AFA er Iíka dágott verk, og er hann einna vinsælastur hér á landi. ★ Fyrir íslenzka frímerkjasafn- ara er þetta þó ekki nóg. Það er nauðsynlegt fyrir þá að hafa íslenzkan spesíal-lista. Til skamms tíma var hann ekki til, en árið 1958 réðist ísafoldar- prentsmiðja í að gefa hann út og fékk Sigurð H. Þorsteinsson til að semja hann. Þótti þetta djarft og vafasamt að markað- urinn væri nógur til að þetta bæri sig. •Síðan hefur bókin „íslenzk frímerki“ þó komið út á hverju ári, og þar sem frímerkjasöfn- urum hefur á sama tíma mjög fjölgað, ætti útgáfa þessi að vera tryggð áfram. Er það sann arlega vel farið, því að þetta er nauðsynjamál fyrir safnarana. ★ Verðákvarðanir Sigurðar hafa stundum verið umdeildar, en yf irleitt virðast mönnum þær þó vel íhugaðar. Hann verður og að fylgja heimsmarkaðsákvörðun- um, en virðist t. d. hafa þann sið að lækka þó verðið veru- lega á þeim merkjum, sem eru mikið í notkun, en hækka þau svo aftur eftir fimm til sex ár. Nú sést það hjá honum, að Evrópumerkin, sem mestur slag urinn varð um í fyrra og kom- ust upp í 90 krónur, hafa lækk- að niður í 60 krónur settið. Ætlil það sé jafnvel ekki of hátt, því ] að hægt er að fá þau á 40 krón-l ur. Og verðið á græna Evrópu- hjólinu, 20 krónur, er of hátt.l því að alls staðar er nóg af því.j ★ Yfirleitt hafa talsvert miklarl verðhækkanir orðið á íslenzkuml merkjum, mestur þó á yfirprenti unum „I gildi“. Þessar yfirprent 1 anir, sem allar voru meira ogi minna vitlausar, eru eitt mestal hneykslið í íslenzkri frímerkja-l útgáfu, og er vafasamt hvort áj að sýna þessum afbrigðum svol mikla virðingu að sækjast eftirJ þeim og láta verð þeirra hækkal um nokkrar þúsundir króna áj hverju ári. 1 þessum hópi er m. a. dýr-] asta skráða íslenzka merkið, 10Í aura, rautt með rauðri yfirprentl un „í gildi“. Það er nú skráðí á 10 þúsund krónur og hefurl hækkað síðan í fyrra úr 6 þús.l krónum eða um 4 þús. MörgJ önnur „1 gildi“ merki hafa hækkl að þetta úr 3 —4 þús. kr. í 7500 i krónur. Svona skyndileg hækk- un nær í rauninni engri átt og er hætt við að hún sé gervi- hækkun. ( í Þ R Ó T T I R ) Nýársdvöl í lósefsdal IJrit, h€*ifjina Á sunnudag kl. 2.05 hefst fyrsti leikur íslandsmótsins í handknatt- ieik að Hálogalandi. íslandsmótið að þessu sinni er leikið með tvö- faldri umferð og markar því tíma- mót í íslenzkum handknattleik. Leikirnir á morgun eru: Kl. 2.05 ÍR - KR. Dómari: Daniel Benjamínsson. Kl. 3.15 FH—Þróttur. Dómari: Axel Sigurðsson. 'O. 4.25 Fram—Víkingur. Dóm- ari: Valur Benediktss. Dvalizt verður í Jósepsdal milli jóla og nýárs. Ráðskona verð- ur með mötuneyti. Allir þeztu skíðamenn félagsins munu ann ast almenna skíðakennslu jafnt fyrir unga sem gamla. Skíða- keppni verður haldin í lok nám skeiðisins. Skíðabrekkan verð- ur upplýst og dráttarbraut í gangi. Dráttarvél á snjóbeltum mun flytja fólk og farangur i öllum auglýstum ferðum. Kvöld vökur öll kvöld. Ef ður leyfir verður gamlárskvöldsbrenna á toppi Vífilsfells. Ferðir frá BSR Kirkjulýsing'' til umræðu ú fundi Ljóstæknifélugsins // „Lýsing í kirkjum“ var umræðu- efnið á fundi, sem Ljóstæknifélag íslands hélt 27. nóv. s. 1. Fund þennan sóttu 60—70 manns, en fé- lagið hafði boðið prestum, sóknar- nefndum og arkitektum í Reykjavík og nágrenni að sækja fundinn. Eins og kunnugt er, er mikill fjöldi kirkna nú í byggingu og víða er líka verið að endurbæta eldri kirkjur. Á fundi þessum flutti Jón Á. Bjarnason, verkfræðingur, inn- gangsorð og Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri, flutti einnig hugleiðingar um kirkjulýsingu. Þá voru sýndar margar myndir af lýs- ingu í ýmsum kirkjum, erlendum og innlendum. Framkvæmdastjóri félagsins, Aðalsteinn Guðjohnsen, verkfræðingur, flutti skýringar með myndunum. Geysimiklar umræður urðu um málið, og stóðu þær fram yfir mið- nætti. Auk frummælenda tóku m. a. þessir þátt í umræðunum: Fogur inlnja- gripur Akureyringar hafa látið gera mjög fagran bollabakka með ná- kvæmri eftirprentun af 100 ára gömlu málverki, sem sýnir bæinn og höfnina eins og hún þá var. Þetta er tilvalin jólagjöf til allra sem unna garnla tímanum og sögu þjóðarinnar. En alveg sérstaklega ætti það að vera kærkominn minja gripur öllum eldri Akureyringum og öðrum Eyfirðingum. Bakkinn er seldur til ágóða fyrir Byggðarsafnið á Akureyri. I Reykjavík fæst hann hjá S.Í.S. í Austurstræti 10, Húsbúnaði Laugaveg 26 og Smiðjubúðinni við Háteigsveg. Ó MUNIÐ jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar 2. jóladag kl. 2 og þriðja í jól- um kl. 10. Laugardaginn 29. des. kl. 2 og 6. Sunnudag 30. des. kl. 10 og gamlársdag kl, 2. Uppl. á skrifstofu félagsins, Lindargötu 7, (íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar), mánudag 17, briðjudag 18 og miðvikud. 19. Sími 13356, kl. 8-10 e.h. Enn- fremur hjá Þorsteini Bjarnasyni síma 12765 eftir kl. 8 á kvöidin. Biskupinn yfir ísland, sr. Sigur- bjöm Einarsson. Prestarnir sr. Ósk ar Þorláksson, sr. Jón Guðjónsson og sr. Gunnar Árnason. Arkitekt- arnir Hannes Davíðsson, Skúli Norðdal og Jón Gauti rafffræðing- ur. Félagið hefur í hyggju að gefa út rit um kirkjulýsingu á næstunni, og verður þar m. a. greint frá um- ræðum á þessum fundi. Sýning Guðmundur Einarsson frá Miðdal hefir undanfarið haft sýningu í vinnustofu sinni að Skólavörðustíg 43. Margt rnanna hefir komið á sýninguna og nokkrar myndir hafa seízt, en þær eru einkum af fuglum og dýrurn, flestar af íslenzkum fyrirmyndum, en sumar frá Grænlandi. Myndin hér að ofan er tekin í vinnustofu Guðmund- ar, þar sem hann stendur við eitt málverk sitt. Sýningin er opin dag hvern frá klukkan 14 — 22 siðdegis. „ jfýil/OXrUNUM f SKULUD Þ/Ð ÞIKKJA ÞA Jólaávextir Jólaeplin Appelsínur Vínbér Mandarinur Ananas Sítrónur Grap aldin Amerísk: Byrd, Delicious, cap Delicious. ítölsk: Kössler, Delicious, Rome Beauty. Spænskar Naval, ný uppskera. Dolores frá Spáni. frá Spáni. nýr frá Brasilíu frá Tyrkiandi. Amerísk, Spænsk. Valhnetur, Parahnetur, Bl. hnetur, Konfektrúsínur, Coctailhnetur. lilUaUöldi,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.