Vísir - 15.12.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 15. desember 1962.
9
☆
í Reykjavík er starfandi útgáfu-
fyrirtæki sem heitir Þjóðsaga og
hefur á stefnuskrá sinni að gefa
fyrst og fremst út þjóðsögur og
þjóðleg fræði.
Það voru þeir prentsmiðjustjór-
arnir Hafsteinn Guðmundsson í
Hólaprenti og Gunnar Einarsson
í Leiftri, sem stofnuðu þetta út-
gáfufyrirtæki árið 1954 og hófu
jafnframt heildarútgáfu á þjóð-
sögum Jóns Ámasonar 1 sex mikl
um bindum, en þeirri útgáfu lauk
í fyrra. Síðan hefur það gerzt, að
Hafsteinn keypti hlut Gunnars í
fyrirtækinu og er nú orðinn einn
eigandi þess.
í tilefni af því að þessa dagana
em að koma út ný rit á vegum
Þjóðsögu, hefur Vísir leitað á
fund Hafsteins prentsmiðjustjóra
og beðið hann að segja blaðinu
nokkuð frá fyrirhugaðri útgáfu-
starfsemi.
— Það sem nú er þegar komið
1 framkvæmd, svaraði Hafsteinn,
er fyrst og fremst útgáfa á Grá-
ír. Síðan hefur Þorgeirsboli ekki
látið á sér kræla — en hver veit
hvað hann kann að taka til
bragðs seinna. Hann er f fullu
fjöri ennþá. Það er auðséð.
— Hvað verður eintakafjöldinn
af Gráskinnu mikill?
— Það er venjan að það sé
hernaðarleyndarmál hjá útgefend
unum hvað upplögin eru stór. En
mér er hins vegar engin launung
á þvf að ég læt prenta Gráskinnu
í 2000 eintökum til að byrja með,
auk 101 eintaks, sem prentað
verður á gráan úrvalspappír, tölu
sett frá 0 til 101 og undirritað af
báðum útgefendunum. Þessi ein-
tök verða öll bundin inn f hand-
bundið skinnband. Sjálfur hef ég
séð um útlit bókarinnar og teikn-
að bandið, en káputeikningu gerði
Gísli Björnsson.
— Hvers vegna tölusettirðu
ekki heldur frá 1 til 101? Hvað
á þetta núll að þýða?
— Núll þarf endilega að vera.
Mér finnst það táknrænt fyrir
mig, enda ætla ég mér eintak
númer núll.
— Ætlarðu að tölusetja fleiri
bækur?
— Það hef ég hugsað mér, og
þá í sama eintakafjölda, helzt
Mynd þessi var tekin í gær, er tilkynnt var útkoma þessarar merku bókar. Talið frá vinstri: Þórbergur
Þórðarson, Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri, og Sigurður Nordal. (Ljósm. Vfsis, I. M.)
„Þorgeirsboli réðist á pappírinn"
skinnu hinni meiri, sem þeir dr.
Sigurður Nordal prófessor og Þór
bergur Þórðarson rith. hafa
séð um útgáfu á, safnað og skrá-
sett.
— Er hér um endurútgáfu á
Gráskinnu að ræða?
— Því má svara bæði játandi
og neitandi. 1 þessari nýju útgáfu
er allt það sem stóð í þeim gömlu,
en einnig kom þar til jafn mikið
eða meira af gömlu efni, sem þeir
félagar hafa safnað síðan og ekki
hefur birzt áður. Af þeirri ástæðu
verður Gráskinna hin meiri í
tveimur bindum.
— Og margt góðra sagna þar
að sjálfsögðu?
— Um það þarf ekki að efast.
Þeir sem þekkja gömlu Grá-
skinnu, sem kom út á árabilinu
1928—’36, vita það, að hún er
eitt bezta þjóðsagnasafn okkar
íslendinga frá því er Jón Áma-
son safnaði í hið stóra safn sitt
íslenzkar þjóðsögur og ævintýri,
&—-100. Þannig hef ég t. d. hugs-
að mér að gefa út heildarútgáfu
af Þjóðsögum Jóns Ámasonar,
þeirri sem nýlega er komin út f
6 bindum á vegum þjóðsöguút-
gáfunnar. Sú útgáfa verður á
öðruvísi pappfr og með breyttu
titilblaði, auk tölusetningarinnar.
Ég er búinn að fá pappfrinn í
þessa sérútgáfu, en hins vegar
dregst það enn um stund að hún
komi út.
— Hvemig hefur almenna út-
gáfan selzt?
- Vel. Ég hef orðið að iáta
prenta viðbót við þrjú fyrstu bind
in, enda er þetta höfuðverk ís-
lenzkra þjóðsagna fyrr og sfðar.
Þegar Jón Árnason gaf út tveggja
binda safn sitt 1862—’64, opnað-
ist þjóðinni í fyrsta skipti innsýn
í þessar einstöku perlur fslenzkra
bókmennta. Þegar útgáfufyrirtæk
ið Þjóðsaga réðist fyrir sjö árum
í það þrekvirki að gefa út heild-
arsafn Jóns Árnasonar af íslenzk-
og út var gefið á árunum 1862 —
’64. 1 viðbótinni eru margar af-
bragðssögur, enda töldu útgefend
umir að oft hafi reimt verið f
skrifborðsskúffunum, þar sem
handritin vom geymd. Einn
lengsti þátturinn í Viðaukanum er
frásagnir um Þorgeirsbola, langur
og ítarlegur þáttur sem próf. Sig
urður Nordal skrifaði eftir áður
óprerttuðum heimildum. Nú er
Þorgeirsboli kominn út úr skrif-
borðinu hjá Sigurði, enda virðist
hann þegar kominn f fullan gang.
— Ekki þó f prentsmiðjunni
hjá þér?
— Sama sem. Hann réðst á
pappírinn sem átti að prenta sög-
una af honum á, réðist á hann
niður á hafnarbakka í sumar og
eyðilagði 23 þúsund arkir. Ég
varð að sfma út eftir nýjum papp
um þjóðsögum og ævintýrum,
fékk hún til þess tvo valda menn,
Þá Bjarna Vilhjálmsson og Árna
Böðvarssón, sem leystu starf sitt
með ágætum af hendi. Er í þessu
sex binda ritsafni allt að finna
sem máli skipti í Þjóðsagnasafni
Jóns Árnasonar, enda er þetta
langsamlega stærsta þjóðsagna-
safn, sem til þessa hefur verið gef
ið út hér á landi.
— Hvað ertu með fleira þjóð-
sagnakyns á döfinni?
— 1 undirbúningi er endurút-
gáfa á þjóðfræðaritinu Grímu,
sem Þorsteinn M. Jónsson skóla-
stjóri á Akureyri gaf út í 5 bind-
um á sínum tíma. Þessi nýja út-
gáfa verður talsvert aukin frá
hinni fyrri og efninu raðað skipu-
legar niður. Gamla Grfma er upp-
seld nema síðustu heftin og að-
eins fá eintök til af þeim. Þor-
steinn M. Jónsson sér sjálfur um
hina nýju útgáfu. Hún verður
tölusett f 101 eintaki eins og þau
tvö þjóðsagnasöfn, sem áður get-
ur.
Svo sem kunnugt er, gaf Þjóð-
saga út safnrit þeirra Finns Sig-
mundssonar Iandsbókavarðar og
Steindórs Steindórssonar mennta-
skólakennara, „Amma“, út að
nýju fyrir tveimur árum. Það fjall
ar um þjóðsögur og þjóðleg fræði.
Nú er hugmyndin að gefa út við-
bótarbindi við ömmu á næsta
ári.
— Eru fleiri þjóðsagnasöfn á
döfinni?
— Ég hef ráðið Bjarna Vil-
hjálmsson magister til að velja
þjóðsögur sérstaklega fyrir böm.
Þetta geri ég ekki sfzt fyrir ein-
dregin tilmæli frá mætum mönn-
um, sem telja brýna nauðsyn bera
tii þess að koma úrvali úr þjóð-
sögum okkar á framfæri við börn,
sem valin séu við þeirra hæfi.
þjóðsagnasafnið af öðru. Seinna
tók ég að safna þeim og á orðið
gott safn íslenzkra þjóðsagna.
Mér þótti sannarlega vænt um
það þegar ég heyrði það haft eft-
ir einum mesta þjóðsagnafræð-
ingi, sem nú er uppi, D’hlarga,
að íslenzkar þjóðsögur eigi vart
sinn lfka í nokkru þjóðsagnasafni
veraldar, svo mjög beri þær af
um ágæti. Ég fyrir mitt leyti tel
að þessi orð hins merka þjóð-
safnafræðings séu réttmæt og
sönn.
— Gefur Þjóðsöguútgáfan
aðrar bækur út en varðandi
þjóðsögur?
— Hún er ekki einskorðuð við
þjóðsögur, en leggur þó megin
áhe'rzlu á þær, svo og önnur rit
um þjóðleg fræði. Ný bók á veg-
um ÞjóðsÖgu er „Hrafnkels saga
og Freysgyðlinga”, sem Hermann
Pálsson lektor í Edinborg hefur
samið um Hrafnkelssögu og höf-
und hennar sem hann telur að
vera muni Brandur ábóti Jónsson
og sfðar biskup á Hólum. Þessi
bók verður, eins og flestar Þjóð-
sögubækur, gefin út í 101 tölu-
settu eintaki.
— Nokkuð fleira í takinu?
—■ Að minnsta kosti dreymir
mann um það. Það sakar ekki. Ég
.hef t. d. látið mér koma til hugar
að gefa út heildarrit Gfsla Kon-
ráðssonar fræðaþuls. Gfsli var
einn mikilvirkasti fræðaþulur og
safnari á öldinni sem Ieið. Ýmis-
legt af því sem hann skráði hef-
ur þegar verið gefið út, en ó
grynni liggur enn óprentað,
mest í skræðum sem hann skrif-
aði sjálfur og nú eru geymdar í
Landsbókasafninu flestar. Það
verður mikið verk að vinna úr
þessu öllu saman og gefa út, en
þarna er hins vegar um mikinn
fróðleik að ræða, sem almenningi
yrði vafalaust kærkominn, enda
segir Gfsli jafnan skemmtilega
og læsilega frá. Enn er það samt
óráðin gáta hvort úr útgáfunni
getur orðið eða ekki.
eftir Þorstein Jósepsson
Þessi útgáfa verður myndskreytt,
en ekki er ennþá ákveðið hver
teiknar myndimar. Þetta úrval á
að koma út á næsta ári.
Enn eitt rit, sem reyndar er
ekki þjóðsögur, en fjallar um
þær, hef ég á prjónunum. Það er
skrá yfir allar íslenzkar þjóðsög-
ur og skyld efni, svo sem sagna-
þætti, drauma, draumaráðning-
ar o. fl. sem prentaðar hafa verið
á Islandi eða fslenzku frá fyrstu
tíð og fram til þessa. Það er
Steindór Steindórsson mennta-
skólakennari á Akureyri sem
samið hefur þessa skrá og er
handritið komið í mína vörzlu.
— Hvenær vaknaði áhugi þinn,
Hafsteinn, á útgáfu á íslenzk-
um þjóðsögum?
— Ég hef haft yndi af þjóðsög-
um og öðrum þjóðlegum fræð-
um frá því er ég var barn. Las
þær með áfergju, fyrst úrval
Björns Jónssonar úr þjóðsögum
Jóns Árnasonar og síðan hvert
Keyptí bækur fyr-
ir um 30 þús. kr.
Á bókauppboði Sigurðar Bene-
diktssonar f Þjóðleikhúskjallaran-
um f vikunni keypti einn maður
bækur fyrir um 30 þúsund krónur,
eða talsvert meir en þriðjung þess
verðmætis sem þar var selt.
Segja má að mikið fjör hafi ver-
ið f uppboðinu, enda var þar mikið
góðra bóka og ritsafna, þótt ekki
væ.ru þau öll að sama skapi fá-
gæt. Flest þessara rita fóru á
fyllsta söluverði og fáir sem gerðu
þar happakaup. Þó má segja að rit
Þorvaldar Thoroddsen hafi öll far-
ið fyrir neðan sannvirði nema Ár-
ferði á Islandi, sem slegið var á
1600 kr. Andvari, Ný'jar kvöldvök-
ur og Fornbréfasafnið fóru einnig
á lægra verði en búast hefði mátt
við.
Dýrasta ritið sem slegið var á
uppboðinu var Jarðabók Árna
Magnússonar, 11 bindi, sem seld-
ust á 12 þús. kr. Þar næst voru
Sýslumannaævir I—V á 7200 kr.,
Framh. á 10. sfðu.
—j .