Vísir - 15.01.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 15.01.1963, Blaðsíða 6
6 V 1 S I R . Þriðjudagur 15. janúar 1963. Unnið áfram að aðild Breta aðEBE þráfí fyrir ummæli De Gaulle í gær Óbilgjörn afstaða De Gaulle Frakklandsforseta varðandi aðild Bretlands að Efnahagsbandalaginu mun í engu breyta ásetn- ingi brezku stjórnarinnar, að vinna áfram af þolin- mæði að því að aðild með viðunandi skilyrðum nái fram að ganga. Þessu lýsti Edward Heath aðal- samningamaður Bretlands yfir i Brussel í gærkvöldi, eftir að hann hafði hlustað á ræðu De Gaulle, en fulltrúar Ítalíu og Hollands á ráðherrafundinum, sem þar hefst í Eagir farþegar á Grænlandsförum Rfkisstjórn Dana hefir neitað stjóm Grænlandsverzlunarinnar um leyfi til að láta Grænlandsför flytja farþega til Grænlands að vetrarlagl. Það eru nú brátt 3 ár, síðan Hans Hedtoft fórst við Grænlands- odda 30. janúar 1959 með 95 manns, og var þá sett á laggir svonefnd Vedel-nefnd, sem benti á ýmsar öryggisráðstafanir, sem gera mætti, ískönnun o. þ. h., en auk þess átti að styrkja þau skip sérstaklega til íssiglinga, sem höfð yrðu í þessum ferðum. Nú eru í notkun tvö skip, sem fullnægja skilyrðum, sem sett voru um traustleika Grænlandsfara, og ér ánnað Nanok S., sem er eign útgerðarfélagsins A. E, Sörensen í Svendborg og Erika Dan, sem er í eigu J. Lauritzen-félagsins, en Grænlandsverzlunin hefir bæði þessi skip á leigu. Með tilliti til þess, hvað hér væri um traust og góð skip að ræða, sótti stjórn Grænlandsverzlunarinnar um heimild til að láta skip þessi flytja farþega. Málinu var skotið til stjómmálaflokkanna dönsku, og voru allir nema einn því með- mæltir, að farþegaflutningar skyldu heimilir, en þar sem einn snerist öndverður treystir ríkis- stjórnin sér ekki til að veita um- beðna heimild. Málið mun verða tekið upp aft- ur síðar, en um farþegaflutninga verður a. m. k. ekki að raéða í vet- ur, hvað sem síðar verður... dag, kváðu lönd þeirra áfram sam þykk fullri aðild Bretlands að bandalaginu þrátt fyrir ummæli De Gaulle. De Gaulle vék að aukaaðild Bretlands, en Heath sagði að það væri alkunnugt, eins og De Gaulle vissi manna bezt, að Bretland féll- ist ekki á neina aukaaðild. Ráðherranefndin tekur í dag fyr ir skýrslu undirnefndar um land- búnaðarmálin, en ekki búist við, að farið verði að ræða þau I ein- stökum atriðum fyrr en á fimmtu- dag og föstudag. De Gaulle sagði í ræðu sinni, að Bretland yrði að falla frá skilyrð- um stnum varðandi samveldislönd in og kröfum um sérréttindi til handa brezkum Iandbúnaði, ef þeir ætluðu sér að fá aðild framgengt, svo og yrðu þeir að hætta að halda því fram, að önnur ríki í Fríverzl- unarsamtökunum yrðu að fá að- ild að EBE. Hann kvað aðild Bret- lands að EBE, eins og Bretar vildu hana, og annarra ríkja, sem Bret- ar vilja I það, mundu gerbreyta bandalaginu, og yrði það þá allt annað en í upphafi var til stofnað af Frakklandi, og I staðinn koma mikið samfélag Atlantzhafsríkja, háð Bandaríkjunum og stjórnað af því og gleypa EBE um það er lyki. De Gaulle vék því næst að þvi, að það væri ekkert háskalegt, þótt Bretar vildu ekki skipta um skoð- un og ekki orðið af aðild, og gæti þá komið til greina aukaaðild. Ætla má, að ummæli De Gaulle valdi erfiðleikum í Brussel, þar sem samkomulagsumleitanir eru hefjast þar um þau mál, sem . -að Harðar deilur milli Listons og Pattersons Nú eru þeir hnefaleika- kapparnir Sonny Liston og Floyd Patterson komnir í hár saman, farnir að rífast um það, hvar og hvenær þeir eigi að hittast i annað sinn, Eins og menn minnast sigr- aði Sonny Liston heimsmeist- arann Patterson á mjög skömm um tíma i Chicago sl. haust og er yfirleitt ekki búizt við að hann verði lengur að afgreiða hann næst. --o— Það tíðkast í hnefaleikaheim- inum, að sá sem sigrar heims- meistarann gefi honum fyrstum leyfi til að keppa við sig aft- ur. Þannig tókst Patterson að vinna heimsmeistaratitilinn aft- ur frá Svíanum Ingemar Jo- hansson. En nú eru svo miklar deilur upp komnar milli Listons og Pattersons, að hugsazt getur að Liston neiti yfirhöfuð að keppa aftur við Patterson. Þessum köppum hefur alltaf verið lítið um hvorn annan gefið og nálg- ast nú fullkomið hatur milli þeirra. < Fyrir nokkrum dögum til- Liston og Patterson eru litlir vinir. kynnti Patterson að hann væri reiðubúinn að keppa við Liston í Miami á Florida þann 4. apríl, en Liston segir að sá staður komi ek'.d til greina á þeim tíma, þar sem aðsókn muni verða Iítil að honum. Eini stað- urinn sem kemur til mála segir Liston að sé Baltimore og 1 maímánuði. Ennfremur segir Liston að Patterson skuldi hon- um 200 þúsund dollara síðan f Chicago-kappleiknum og ekki komi til greina að keppa við hann fyrr en sú skuld er greidd. Eftir þessar deilur lætur um- boðsmaður Listons í það skína, að hann kæri sig ekkert um að keppa við Patterson, heldur muni hann verja heimsmeistara titilinn fyrir Harold Johnson nú verandi heimsmeistara I létt- þungavigt. Siðan hyggur Liston á að mæta Ingemar Johanson i Sviþjóð i júmmánuði og yrði það í fyrsta skipti í áratugi, sem heimsmeistarakeppni v þungavigt færi fram í Evrópu. undir er komið, að af aðild geti orðið, þ.e. landbúnaðarmálin. Seinustu fréttir frá London sýna greinilega, að Heath túlkaði þeg- ar í gærkvöldi rétt viðhorf brezku stjórnarinnar. Lfmmælum De Gaulle er tekið með ró og unnið áfram af þolinmæði að því, að að- ild Bretlands að EBE nái fram að ganga. m. ^ ^ -m. ■m. ^ 'V. y*. m. ^ ^ ^ ^ ^ Það hefur komið fram við réttarhöldin, að pilturinn hafði tekið leigubíl í Helsingör og ekið með honum til bæjarins Koldsbæk. Þar hafði hann sagt bílstjóranum að túrnum væri lokið og rétt honum fram í sætið fimmtiu danskar krónur. En um leið og bílstjórinn tók við peningunum, tók pilturinn skammbyssu upp úr vasa sín- Ove Jörgensen Ungi ódæðismaðurinn forhertur í dómsal um og skaut bílstjórann í höf- uðið. Pilturinn hefur margsinnis ver ið spurður frekara um þetta ó- dæðisverk, en hann neitar að svara eða segist ekkert vita, hvað hann hafi verið að gera. Réttarhöld eru hafin yfir pilt inum sem drap danskan Ieigu- bílstjóra í Holbæk í Danmörku skömmu eftir áramótin og fór> síðan á leigubílnum yfir Eyrar- sund til Svíþjóðar og Noregs. Hann heitir Ove Jörgensen og er tvítugur að aldri. Hann hafði áður setið í unglingafangelsi í Danmörku en hegðað sér vel. Réttarhöldin fara fram í Hels ingör og vekja þau óhug í Dan- mörku, sérstaklega þar sem hinn ungi ódæðisrpaður virðist furðulega forhertur. Hann hefur að vísu já'tað á sig glæpinn, en tekki «r að finna hjá honum neina iðrun, hann svarar dóm- ara oftsinnis út úr. Klakahjáp leggur yfir meginianéið Enn versnar ástandið úti i Evrópu vegna frostanna. Mælist nú 20—30 stiga frost víðs vegar í Evrópu allt norðan frð Skandin- avíu suður til Alpafjalla og frá Bretlandseyjum austur til Moskvu. Einna verst /er ástandið nú að verða víðs vegar á Eystrasalti og í Helsingjabotni og Kirjálabotni við Finnland, þar eru allar sigl- ingaleiðir að teppast. Frá sænsku ísnefndinni berast þær fréttir, að yfir 40 sænskir ís- brjótar séu nú í notkun. Eyrar- sund milli' Danmerkur og Svíþjóð- ar er að frjósa og fjöldi báta ligg- ur nú þegar innifrosinn 1 ýmsum smáhöfnum í Suður-Svíþjóð. Nú er aðeins um að ræða að reyna að halda aðalsiglingaleiðinni til Gautaborgar, Kaupmannahafn- ar og Málmeyjar opnum, og eru allir stærstu ísbrjótar Svía og Dana að vinna að því. Suður eftir öllu Þýzkalandi ber- ast fréttir af nærri 30 stiga frosti og frá Hollandi herma fregnir að allir skurðir séu frosnir. Bretar athuga smíði nýs risafarþegaskips Brezka skipafélagið Cunard- White Star er sem óðast að athuga möguleika á að smiða nýtt risa- skip. Mundi skip þetta koma í stað in fyrir eldri „drottninguna“ — Queen Mary — sem komin er tals- vert til ára sinna, er orðin meira en 25 ára, og er ekki talin nothæl lengur en í svo sem fimm ár enn. Nýja skipið yrði þó engan veginn eins stórt og Queen Mary, sem er rúmlega 81,000 lestir, því að það mun aðeins verða 50—55 þúsund lestir, en á að geta flutt 1850 far- þega, Kostnaður við það er áætl- aður um 2,5 milljarðar króna. Queen Elizabeth er yngra skip en Mary, og er gert ráð fyrir, að það verði vel nothæft a. m. k. 10 ár enn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.