Vísir - 28.01.1963, Side 8

Vísir - 28.01.1963, Side 8
8 VI SIR . Mánudagur 28. janúar 1963. VÍSIR Jtgetandi BlaAaútgðtan VISIR Ritstiðrar Hersteinr Pálsson Gunnar G Schram. AOstoSarrttstiörl Axel rhorstemsson Frétiast'ðri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingai og afgreifisla Ingólfsstraeti 3. Askriftargjalc! er 55 trónui 6 mánuSi f lausasölu 4 kr eint — Slmi 11660 (5 Hntir) PrentsmiSis Vlsis - Eddf h.f Nýmæli refsilaga? Níu létu lífið af slysförum í janúarmánuði. Það er há tala, ógnvænlega há. Flestir þeir sem létust voru í blóma lífsins. Meðalaldur þessarra níu manna og kvenna var aðeins 29 ár. Fimmtudagurinn í síðustu viku var sviplegur slysa- dagur. Á þeim degi biðu bana í bifreiðaslysum ung stúlka og ungur maður í nágrenni bæjarins. Það er því von að margur spyrji sjálfan sig: Hvað er unnt að gera til þess að fækka hinum ógnvænlegu slysum, sem verða í umferðinni? Vísir gerir tilraun til þess að svara þeirri spum- ingu í dag. í blaðinu birtist frásögn lögreglustjórans í Reykjavík, þar sem hann nefnir það helzta sem var- ast beri á vegunum. En hvað annað er unnt að gera til þess að koma í veg fyrir slysin? Á föstudaginn skýrði lögfræðingur sá sem kveður upp dóma i umferðarmálum hér í borg frá þeirri skoð- un sinni að hann væri sannfærður um að það yrði ta góðs ef ökuföntum yrði refsað með svipuðum hætti ig nú er farið að gera í Bandaríkjunum: að dæma þá ■II þess að horfa á þjáningar slasaðra á sjúkrahúsum. Þar em þeir neyddir til þess að horfast undanbragða- laust í augu við afleiðingar eigin kæmleyhis. Mundu slík viðurlög ekki geta átt heima í íslenzkri refsilög- gjöf? Fulltrúi yfirsakadómara vék einnig að öðru athyglis verðu atriði. Hann benti á að í Bandaríkjunum væri ekki hlífzt við því að birta í blöðum nöfn og heimilis- föng þeirra sem sekir gerast um umferðarlagabrot og taldi vel koma til greina hér á landi að birta t. d. nöfn þeirra sem eru teknir ölvaðir við akstur. Vafalaust mundi mörgum manninum þykja sú birt- ing meiri refsing en fébætur. Hér er drepið á hugsan- iega leið til þess að koma í veg fyrir slík áfengisbrot, en sem kunnugt er tók lögreglan mun fleiri ölvaða menn við stýrið síðasta ár en nokkra sinni fyrr. Það er ekki á valdi blaðanna að kveða á um hvort slfkri nafnabirtingu ætti að koma á hér á landi. ’»ar hlýtur að koma til ákvörðun dómsmálastjómar- nnar. En það er hlutverk blaðanna að vekja athygli á ídæmunum og benda á hugsanlega leiðir til úrbóta. )g þá kemur fyrst í hugann reynsla annarra þjóða ig framkvæmd sú sem þar tíðkast. iitt er fullljóst: að þörf er nýrra ráðstafana sökum sí mkinnar hættu í umferðinni. Hér duga ekki sömu við- urlög og vom eitt sinn talin góð og gild. Draumur um þjóB mei það er enginn vafi ð þvf að de Gaulle Frakklandsfor- seti lftur stórt á sig. Hann stend ur nú þvert i vegi fyrir inn- göngu Breta í Efnahagsbanda- lag Evrópu og ástæðan er ein- faldlega sú, að hann óttast að innganga þeirra i bandalagið verði til að dreifa kröftum sem vinna að sameiningu Evrópu. Hann þykist viss um það, að þau sex ríki sem eru nú Efna- hagsbandalaginu muni innan skamms sameinast í eitt vold- ugt sambandsríki ef ekkert verð- ur til að trufla þá þróun sem nú er hafin. Fái Bretar hins vegar inn- göngu, óttast hann að banda- lagið fái annan svip. Fyrir áhrif frá þeim muni draga úr samein ingarstefnunni og bandalagið stöðvist við það að verða sam- starf á efnahagsmálasviðinu. Þess vegna berst de Gaulle af hörku gegn Bretum. Innganga þeirra brýtur í bága við hug- myndir hans um Stór-Evrópu. En það er draumur hans að þau sex rfki sem nú eru 1 Efnahags bandalaginu myndi voldugasta sambandsríki heims með um 200 milljón íbúum, og tengslum við Afríku. Jgn stórveldisdraumar hans sjást á fleiri sviðum. Þeir koma m. a. fram f ræðu sem hann flutti í byrjun ársins, þar sem hann lýsti þvf yfir að Frakkland myndi innan tiltölu- lega fárra ára hafa 100 milljón íbúa. Það er stórt stökk sem de Gaulle ætlar að taka þarna þvf að nú sem stendur er fbúa- tala Frakklands aðeins um 47 milljónir. En það sést að gamla manninum er alvara á því að í sömu ræðu hvatti hann frönsk hjón til að hlaða niður börnum, yfirvöldin myndu innan skamms gera frekari ráðstafanir til að hlaupa undir bagga með barna- fjölskyldum. Þessi draumur um fólksfjölg- un f Frakklandi hefir þótt ó- trúlegur fyrir síðustu heims- styrjöld þegar frönsku þjóðinni fór fækkandi vegna þess þjóðar siðar sem kominn var á að hjón takmörkuðu barneignir. Þá var franska þjóðfélagið skipulag eins barns í hverri fjölskyldu. En vissulega er það rétt að fólksfjölgun í Frakklandi hefur verið mikil á síðustu áru. Við skulum taka síðustu átta árin. Árið 1954 var íbúatala Frakk- lands 42,7 milljónir, en er nú komin upp í 47 milljónir. I þeim fjölda er að vísu innifaldir 700 þúsund manns sem hafa flúið Alsfr og snúið heim á franska grund. En fjölgunin verður samt að teljast furðu- lega mikil. ■yið skulum einnig líta á það að við manntal árið 1861 var fbúatala Frakklands 37,2 milljónir. Það kemur því í ljós, að fólksfjölgunin á síðustu átta árum hefur verið meiri en í 90 ár þar áður. Ef svona heldur áfram, þá má reikna með því að draumur forsetans um 100 milljóna franska þjóð rætist fyrir næstu aldamót. En það þarf miklar fram- kvæmdir til að taka við svo mikilli fjölgun og einmitt nú eru framfarir og framkvæmdir meiri í Frakklandi en f flestum öðrum löndum. Ekki þarf annað en að ferðast um úthverfi París- arborgar eða annarra borga landsins. Alls staðar eru risa- stór fjölbýlishús að rfsa upp eins og gorkúlur enda veitir ekki af til að taka við fólks- fjölguninni. ■fjað er annars athyglisvert að 1 kanna fjölskylduskfrslur Frakklands. Þar kemur t. d. f Ijós, að tala ógifts fólks f Frakk Framhald á ols 7. W0 milljón íbúum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.