Vísir


Vísir - 28.01.1963, Qupperneq 9

Vísir - 28.01.1963, Qupperneq 9
VlSIR . Mánudagur 28. janúar 1963. 9 MMiðlWW. lega sú að innst inni eru þau nákvæmlega eins þrátt fyrir ó- líka skapgerð og þjóðernis- venjur. Þegar þau líta hvort á annað er eins og þau horfi í spegil. Hvort þeirra fyrir sig hefur fundið sjálft sig í fari hins. XTöfundi þessa leikrits hefur tekizt að glæða það sér stæðum töfrum þrátt fyrir hið ömurlega viðfangsefni. Leikrit- ið er mjög vel skrifað. textinn er lifandi og mjög sterkur. Hann skilur persónur sínar t'.l hlítar og leggur örlagagötu þeirra af nærfærni en jafnframt festu. Einkennilegast af öllu er ef til vill hvað/honum tekst að gera þær persónur að lifandi hluta af leiknum sem aldrei sjást. Áhorfandinn kynnist þeim ekki síður en hinum. Ég gæti trúað að margir áhorfend- ur hefðu ríkari samúð með þeim. Höfundur dæmir hinar ó- gæfusömu persónur sínar ald- rei til algers falls. Hanri gefur þeim alla tíð tækifæri til að snúa við og ganga til baka. Síðustu setningar leiksins — hvert förum við nú? — hvert sem við viljum — skilja að vísu við vandann óleystan. Það er áhorfandinn sem verður að Ijúka leiknum eins og honurr finnst sjálfum réttast. Tjað hefur vafalaust verið erf- itt verk að snúa leiknum á íslenzku og ég fæ ekki betur séð en Sigurði Grímssyni hafi yfirleitt tekizt það verk með á- gætum. Textinn er viðkvæmur og afar blæbrigðaríkur, hleypur miili gáska, alvöru og yfir í hálfkæring. Þýðing Sigurðar hljómaði vel en stundum hefur hann ekki varað sig nægilega ð því hve erfitt er að nota ís- lenzku sem beint talmál. ís- lenzkan er í eðli sínu hátíðleg og einstöku sinnum hrekkur textinn upp úr talmáli yfir í hátíðleika. En ég get engan veginn fellt mig við þýðinguna á nafninu. Á undanhaldi segir of mikið, í því er fól; 'nn dóm- ur sem ég trúi ekki að höfund- ur kæri sig um þvi það er ekki í samræmi við skilning hans 6 persónum sínum. Miklu betra hefði verið að láta nafnið halda sér óbreytt og kalla leik inn TCHIN-TCHIN eins og gert hefur verið annars staðar Ekki er það verra en My Fair Lady eða Nitouche. Leiktjöld og sviðsbúnaður er leystur af miklum hagleik og hugkvæmni af Gunnari Bjarna syni en ekki af listrænni smekk vísi að sama skapi. Hliðarvegg irnir sem alltaf eru eins verða mjög þreytandi þegar á líður og mér finnst þeir þreng]a um of að leikritinu og sníða þvl þröng an stakk. Sannleikurinn er sá að sjálft verkið er svo lifandi og frjálst að það krefst lítilla leik- tjalda og hefði farið bezt á því að hafa þau sem frjálslegust. Sums staðar hefði jafnvel mátt sleppa þeim með öllu til þess að leggja áherzlu á umkomu- leysi, tilgangsleysi og tímaleysi persónanna. jgaldvin Halldórsson hefur leikstjórn á hendi og túlk un hans og skilningur á leikn- um í heild er með ágætum. Sums staðar hefði mátt vera meiri hraði í sýningunni, t. d. í fyrsta útiatriðinu undir ljós- kerinu. Skiptingar milli atriða eru of hægar úr því að leiktiöld in voru leyst á svona einfaldan hátt. I leikslok gerir hann full- mikið úr niðurlægingu Pamelu. í leikritinu er hún látin finna veski sonar síns á götunni en Idikstjórinn lætur hana taka veskið úr vasa hans. Á þessu er mikill munur. Einnig er ekki nægileg grein gerð fyrir brevt- ingunni á Pamelu. Þetta er þó smærri atriði en hitt vekur at- hygli hve heildarsvipur sýn- ingarinnar er góður og ég mundi vilja skipta þeim sigri jafnt á milli leikstióra og leik- ara. Guðbjörg Þorbjarnardóttir fer með hlutverk Pamelu og er það þriðja aðalhlutverk hennar á þessu leikári af fimm við- fangsefnum Þjóðleikhússins. Guðbjörg er einhver fjölhæf- Framh ð bls 7 eftir Njörð P. Njarðvík Tjegar þessir ógæfusömu aðil- ar ákveða að hittast er þeim í rauninni alls ekki ljóst hvers vegna þeir vilja hittast. Því síður vita þau hvað bau vilja gera. Þau eru andstæður. Hann er ítalskur, tilfinninga- samur, ör, sítalandi, opinskár og sjálfselskur. Hún , er brezk, kaldlynd, hæglát, þögul, inni- lokuð og sjálfselsk. Þau komast ekki niðurstöðu, hvorki á sínum fyrsta fundi né síðar. Veldur þar einkum hviklyndi Cesareos sem aldrei getur tekið beina af- stöðu gagnvart konu sinni. Hann elskar hana bæði vegna hennars sjálfrar og vill þá að hún sé háriiingjusöm og fái að njóta ástar sinnar en annað veifið kemur Sjálfselskan upp og þá lyppast hann niður í vol- æði og allt að því sefasjúka löngun til að fá konu sína til sín aftur. Hann ásakar ensku konuna Pamelu um kaldlyndi og segir upp í opið geðið á henni að öll ógæfa sín stafi af því að hún hafi ekki getað veitt manni sínum gleði í bólinu Raunar finnst áhorfandanum að sama ástæða sé fyrir brott- hlaupi konu hans sjálfs enda segir hann sjálfur að hann sé ekki fær um að lifa ástríðufullu lífi. Auk þess hefur hann van- rækt konuna vegna vinnu sinn- ar. Þannig eru þau bæði jafn- sek. Þau virðast hafa brugð'Zt mökum sínum og geta því sjálf- um sér um kennt. Hitt virðist kaldhæfni örlaganna að hin þróttmeiri hluti þessara tveggja hjónabanda skuli hafa fundið hvort annað og leitt hin getu- lausu saman. TTvað er það sem dregur Pamelu og - Cesareo hvort að öðru? Er það ást? Er það sjálfsmeðaumkun? Er bað drykkjuhneigð? Annað slagið lítur svo út sem um ást sé að ræða, að minnsta kosti frá hennar hálfu en ég held það sé uppgerð. Ég held henni finnist þau eigi að elskast. í rauninni geta þau ekki elskað neitt. Móðurást Pamelu þurrkast meira að segja út. Og hvað er þá eftir? Dugleysi þeirra sjálfra og getuleysi. Þau geta ekki horfzt í augu við veruleikann og ósigur sinn, þau veslast upp í volæði og reyna að fylla tóm- ið með áfengi en eiginlega tekst þeim það aldrei. Að vissu marki þykir þeim vænt hvort um annað, einkum þegar á lið- ur. Ástæðan fyrir þvl er senni- stóllinn oi ég hefðum eitthvað að gefa hvor öðrum. Áður fyrr mundi það hafa gerzt. Þegar ég var ungur, hefði ég, með því að fara fingrunum léttilega um taugar viðarins, getað skynjað allt tréð, sem hann var smíðaður úr, og allar greinar þess. Nú er hann aðeins stóll. Og það eina sem ég get gert er að sitja í honum — 3. þáttur. Guðbjörg Þorbjarnardóttir (Pamela) og Róbert Amfinnsson (Cesareo). Þjóðleikhúsið: undanhaldi 6 iifiv ■'úiijái'Si SÍOtí Eftir Francois Billetdoux — Leikstjóri Baldvin Halldórsson TTöfundur leikritsins Á und- anhaldi, Francois Billet- doux, fer bakdyramegin inn í hús yrkisefnis síns ef svo má að orði komast. Leikhúsgestir og skáldsagnalesendur eru van- ir því að fjallað sé um fólk sem hleypur burt úr hjóna- bsndi og lifir hina miklu ást I meinum. Hér er öfugt að farið því leikritið Á undanhaldi fjall- ar um fólkið sem eftir situr einmana og yfirgefið. Þetta bendir til þess að hér sé um ó- venjulegt verk að ræða. Það gefur auga leið að erfiðara er að skrifa um hin sorgmæddu hjú sem eftir eru skilin en hin sem fara burt vegna þess að brotthlaupið og hin mikla ást eru hvort tveggja mjög drama- tfskir hlutir. Kokkálað fólk er aftur á móti langt frá því að vera dramatískt. Það vekur miklu fremur meðaumkvun, oft með ofurlitlum keim af fyrir- litningu. Bobby: Burt með yður. Ætlið þér að fara? Burt. Eða viljið þér að ég berji yöur?Cesareo: Það mundirðu ekki gera. Ekki mann i því ástandi sem ég er. Goti og vel, berðu mig. — 4. þáttur. Róbert Amfinnsson (Cesareo) og Jóhann Pálsson (Bobby).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.