Vísir - 02.02.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 02.02.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR 53. árg. — Laugardagur 2. febrúar 1963. — 28. tbl. Arekstur fíugvéla yfír miðri borg Sjóuvarpstækii sjúkrahús Tækin seljast mjög ört Nú er verið að taka upp at- hyglisverða nýbreytni á sjúkra- húsum eftir því sem við á. Það er setja upp sjónvarpstæki í þeim eftir því sem aðstæður leyfa. Nú fyrir nokkru gaf Lions-klúbburinn í Njarðvíkum sjúkrahúsinu í Keflavík vandað sjónvarpstæki, sem er af sér- stakri gerð, sem ætluð er sjúkrahúsum. Þá hefur Visir frétt að sjón- varpstæki séu komin á hæli, þar sem þau eru mikilvæg til að veita fólki afþreyingu, svo sem á Kópavogshælinu. Þar var eitt sjónvarpstæki tekið í notk- un á s.l. ári en á næstunni mun tveimur tækjum verða bætt við. M. a. munu þær þrjár holds- veiku konur, sem þar dveljast fá tæki, þar sem það gæti orðið útsýn í mannlífið sem þær hafa þeim til ánægju og gefið þeim verið einangraðar frá. Ennfremur hefur Vísir frétt að hugsanlegt sé að Klepps- spítalinn fái sjónvarpstæki, en þó mun það vera erfiðara þar en í Kópavogi, þar sem hætt er við að hlustunarskilyrði séu ekki eins góð. Er sjónvarpið sérstaklega hentugt á hælum, þar sem fólk dvelst 'íangdvölum. En einnig gæti það verið sjúk- lingum á öðrum spítölum til af- þreyingar, þó aðstæðúr vanti á þeim t. d. fyrir sjónvarpsher- bergi. Blaðið hefur átt tal af út- varpssölum hér í bænum og ber þemi saman um að eftir- spurnin eftir sjónvarpstækjum sé gífurleg. Það má heita að hver sending veljist upp sam- stundis jafnvel sendingar upp á 50 sjónvarpstæki. Að minnsta kosti 60 manns létu lífið og 50 særð ust alvarlega í hörmulegu flugslysi, sem varð yfir Ankara, höfuðborg Tyrk- lands. Siysið varð með þeim hætti, að Viscount farþegaflugvél rakst á tyrkneska herflugvél af Dakota-gerð yfir miðborg Ankara. Það er óttast að tala látinna sé enn hærri. Viscount flugvélin var eign eg- ypzka flugfélagsins Middle East Airlines og ætlaði að fara að lenda á flugvellinum hjá borginni eftir flug frá Kairo. 4* MIÐSVtTRARPROF ISKOLUM Báðar flugvélarnar fóru í mél við áreksturinn og féll brakið úr ■ þeim yfir allstórt svæði í aðalvið- skiptahverfi borgarinnar, bæði yf-, ir stræti og hús. Benzíngeymarnir sprungu ýmist í lofti eða um leið ; og þeir féllu brennandi niður á húsin. Mestur hluti braksins úr Viscount flugvélinni féll á götu fyrir framan bankahús og á hús- hliðina. Eldar komu upp í bygg- ingum og fyrir framan umræddan banka kviknaði m. a. í sjö leigu- bílum og fjórum herbílum. Mikill mannfjöldi safnaðist í kringum slysastaðinn og truflaði björgunar- starf. um pessar mundir standa ytir miðsvetrarpróf í gagnfræða- skólunum. Við skruppum í Gagn fræðaskóla Austurbæjar og feng um leyfi skólastjórans, Svein- bjarnar Sigurjónssonar, til að taka mynd af þrem deildum 4. bekkjar í bókfærsluprófi í leik- timissalnum. Fjórir kennarar sátu yfir nemendum, sem voru milli 60—70 i salnum. Prófin hafa staðið yfir síðan á mánu- dag og lýkur á laugardag. Kcnnsla byrjar aftur á þriðju- dag, (Ljósm. Vísis B.G.). Iðju-samningar s ueigiunni Kona stígur í stólinn Æskulýðsguðsþjónusta verður á morgun í Neskirkju kl. 2 e. h. með sama sniði, svo sem víxllestri og samlestri, og við æskulýðsguðs þjónustuna s.l. sunnudag, að öðru leyti en því að kona, sem er leik- maður, prédikar. Hún er frú Hrefna Tynes skátaforingi. guðsþjónustur, svo sem Laufey Olson safnaðarsystir, við guðs- þjónustu í kapellu Elliheimilisins Grundar í fyrrasumar o. fl., en það er í fyrsta sinn á morgun, sem ís- lenzk kona, þjóðkunn sem leiðtogi .æskunnar, stígur í stólinn við guðsþjónustu. Það er athyglisverð og góð nýbreytni. Undanfarið hafa staðið yfir við- ræður milli samninganefndar Iðju — félags verksmiðjufólks annars vegar og fulltrúa iðnrekenda hins vegar um hækkun á kaupi. Samningaumleitunum þessum er nú þar komið að náðst hefur sam- staða um 5% kauphækkun og þann taxta sem áður var unnið fyrir. Þó hefur enn ekki náðst samkomulag um tilsvarandi kröfu verkafólks um að einnig verði greidd 5% kauphækkun á ákvæðisvinnu. Láta mun nærri að um 25% af með- limum Iðju vinni f ákvæðisvinnu. Væntanlega takast samningar í þessari kaupdeilu hið bráðasta. Það er fátítt að íslenzkar konur stigi í stólinn við guðsþjónustur hér á landi, en eins og kunnugt er hefur Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem er guðfræðikandidat gert það, og einnig hafa konur úr leik- mannahópi stigið í stólinn við Hrefna Tynes. Sýnir fyrsta slysið ú Kefíavíkur- vegi að hann verði hsettulegur? í fyrrinótt varð fyrsta slysið á nýja steypta Keflavíkurveg- inum. Það gerðist þannig, að um kl. 3 var nýjum Ford Taun- us 12M bíl elcið eftir veginum fyrir sunnan Hafnarfjörð áleið- is til bæjarins. Bíllinn var full- setinn, fimm ungt fólk í hon- um. Þegar bílinn kom niður í slakkann hjá Þorlákstúni, gpetti ökumaðurinn þess ekki að veg- urinn var launháll, en ísing myndast einkum í lægðurn á slíkum steyptum vegum. Allt í einu missti ökumaður- inn stjórn á bifreiðinni á hálk- unni og hún hentist út af veg- inum, fór V/2 veltu. Verður það að teljast mikil mildi, að meiðsli á fólkinu voru ekki stórvægileg, aðallega voru það meiðsli öku- mannsins á höfði. Hins vegar virðist þessi nýja og glæsilega bifreið gereyðilögð. Þegar lögreglumenn höfðu lokið rannsókn á staðnum, staðnum, veittu þeir því athygli að ísingin á veginum var svo hál, að þeir ætluðu ekki að komast af stað á veginum og höfðu þó snjódekk á bifreið sinni. — Það lítur út fyrir, sögðu þeir, að Keflavíkurveg- urinn verði hættulegur þegar hann er kominn steyptur alla leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.