Vísir - 02.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 02.02.1963, Blaðsíða 15
V í S IR . Laugardagur 2. febrúar 1963. bumbur nú. — Ertu viss um það? — Nei, nei, Geórges r— þú beyrðir rétt. Nú heyri ég þær líka. — Við megum ekki örvænta. Við getum ekki átt mjög langt eftir til strandar. Við þurfum ekki á Indíánunum að halda lengur, — kannski var gott. að losna við þá, því að við ættum að geta komizt hjálparlaust til Maroukin. Kannski komumst við til Maroukin annað kvöld. Hann reyndi að rísa upp, en hneig aftur niður og andvarp- aði. Svitinn draup af honum. — Sittu kyrr, vinur minn. Við látum reka með straumnum. Ég get stýrt. Við getum ekki farið með sama hraða og áður, en við sígum í áttina, og allt fer vel, sannaðu til. Hún dró upp akkerið og greip um stýrissveifina. Georges sofn- aði. Henni reyndist talsvert erf- iðara að stýra bátnum en hún hafði haldið. Hún var þessu líka óvön og þreyttist fljótt. Fann : hún sárt til ódugnaðar síns,. er hún reyndi að leggja að bakk- anum um miðdegið, svo að Ge- . '■ orges gæti lagzt fyrir á bakkan- um og látið fara betur um sig efi unnt var í bátnum, og á meðan ætlaði hún að búa þeim máltíð. Hún reyndi að stýra inn í litla vík, en varð gripin slælf- ingu, er hún sá nokkra krókódíla á bakkanum, sem hentu sér út í og syntu mófi bátnum. Titr- andi af skelfingu greip hún byssu Georges og skaut án þess að miða, og það var eins og hún gæddist þreki við að reyna þetta — og krókódílana fældi hún frá. En hana verkjaði í öxl- ina og fann til enn meiri þreytu en áður, er þessu var lokið, og hún hugsaði sem svo, að það sem hún nú var að reyna nærri örmagna við hlið deyjandi manns, þar sem hvert andartak mátti búast við árásum villtra dýra, væri kvalafyllra en þær ógnarkvalir, sem hún hafði í- myndað sér, þegar hún var barn, að þeir yrðu að búa við, sem færu til Helvítis. Hún stýrði allan daginn og varpaði ekki út akkerinu, eða steininum réttara sagt, sem not- aður var í stað akkeris, fyrr en kvöld var komið. Hún, var of þreytt til þess að geta neytt nokkurs. Hún kældi andlit Ge- orges með vatni úr fljótinu og vætti svo varir sínar og tiingu úr því. Hún vissi, að þetta var hættulegt, - hún gæti fengið hitasótt, en hún kærði sig koll- ótta. Indíánarnir höfðu haft á burt með sér flöskurnar með lindarvatninu, sem voru meðal birgða þeirra. Um nóttina fór að rigna. Hún varð því'fegin, - en svo varð hún þess var, að bátinn tók að fylla, og það sem eftir var næt- ur stóð hún í ^ustri, og beið milli vonar og ótta, að dagur rynni. Það var koldimmt og engin stjarna sást á himni. — Regntíminn hlaut að vera byrj- aður. Hún hafði ekki heyrt neinn bumbuslátt seinasta dægur og mundi hafa endurgæðst þrek að mun, ef Georges hefði verið hress, en honum var stöðugt að þyngja, því bar andardráttur hans og útlit vitni, og hann and- varpaði í sífellu. Hann var með óráði, og stundum talaði hann ósköpin öll, eins og hann væri að halda ræðu á þingfundi sér til varnar. Karólína reyndi að Ieiða hugann frá þessu óráðs- hjali. Og loks boðaði söngur fuglanna nýjan dag. Hún dró upp steininn og lagði af stað. Að góðri stundu liðinni sá hún, að foss var neðar f ánni, og nálguðust þau hann allhratt, og hún minntist leikni Indíán- anna, er þeir reru gegnum straumiðuköst. Aldrei gæti hún freistað slíks. Það yrði henni um megn — og þau myndu bæði týna lífinu. Hún beitti öllu afli sínu til þess að sveigja bátinn nær bakkanum og loks tókst henni með herkjum að koma honum nær, þar sem straumur- inn var ekki eins harður, og leggja að. -— Georges, þú verður að reyna að fara fótgangandi með- an ég reyni að draga bátinn með fram bakkanum niður fyrir foss- inn. Það hafði bráð af honum og hann hafði aftur fengið ráð og rænu. — Þú getur það ekki, — hann er þyngri en svo. — Elsku Georges, ég veit að þú ert veikur og máttvana, en þetta er okkar eina von. Þú mátt ekki svipta mig henni.. . Hún hjálpaði honum upp úr bátnum og til þess að se^ast á trédrumb. Svo dró hún bátinn á land, eftir að hún hafði tæmt hann af flestu lauslegu. Bátur- inn var léttur og hún hugði, að hún mundi geta dregið hann eftir bökkunum, þar sem þeir vkfttsí sléttir og Georges reyndi að hjálpa henni, en henni var lítil stoð í hjálp hans. Þegar þau nálguðust fossinn hallaði niður að ánni og á móts við hann missti hún tök á honum og hann rann niður slakkann, lenti á trjá bol og rifnaði. — Georges, hjálpaðu mér, sagði hún og henti sér á eftir honum, og hann á eftir, en þau ultu um koll, og þau þurftu ekki nema að líta á bátinn til þess að sjá, að hann var ónothæfur. Georges andvarpaði og Karólína beygði sig yfir hann, þar sem hann lá. — Meiddirðu þig? — Já, ég — ég ... Hann átti erfitt með að draga andann. Karólína þreifaði á slag æðinni. Líf hans virtist vera að fjara út, og þó var hann rjóður í kinnum. Augnalokin voru hel- blá eins og eftir mar og hálsinn rauður og þrútinn. — Nú er öllu lokið, hvíslaði hann, en hvað verður um þig, elskan mín ... Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af mér. Það er stígur hérna, sem bendir til, að við sé- um skammt frá byggð. Við er- um sennilega skammt frá Maro- ukin. Jafnvel þótt báturinn sé ónýtur munum við komast til strandar, ef þú aðeins getur hvílzt dálítið. — Karó ... Þú þarft ekki... ég á ekki margar mínútur ólif- aðar. Hlustaðu nú á mig, — þú verður að fyrirgefa mér, — ég hef víst eyðilagt líf þitt, og nú verð ég að skilja þig eftir eina, yfirgefna, þar sem ótal hættur eru. Hefðirðu aldrei hitt mig, hefðirðu kannski hitL einhvern, sem þú hefðir getað orðið ham- ingjusöm með. Mín vegna hef- irðu orðið að flakka um og lifa eymdarlífi... Hann þagnaði og greip um hönd hennar. Ó-nei, hugsaði hún, hann má segja hvað hann vill, en hann má ekki biðja mig fyrirgefning- ar, — mig, sem ... Og nú fann hún, að henni þótti vænna um hann en hún hafði fyrr gert sér ljóst. Og nú fór hann aftur að tala eins og hann væri að fá óráð aftur: — Karólína, ástin mín, ég er hamingjusamur, .mig kennir ekk ert til lengur og ég hugsa bara um þig, manstu, manstu — — Hann þagnaði, greip með hinni hendinni niður í blautan leirinn á bakkanum ... Nei, þið getið ekki talið mér trú um neitt slíkt, sagði skip- stjórinn, hættið þessu bulli. — Svarið aðeins með jái a5a nei. Komu frönsk hjón til Maroukin? Blökkumennirnir sögðu hon- um hverja söguna af annarri án þess að nefna Karólínu. Skipstjórinn, sem var sá, sem ""H wnrr P 1 A Tarzan lagði af stað til VUDU þorpsins, óvitandi um þær tvær áatæður, sem lágu til þess að friðsamlegar umræður voru von lausar. Sú fyrri var að VUDA konungurinn var valdafíkinn og til þess að koma áformum sín- um í framkvæmd vildi hann að- eins blóðsúthellingar og mann- dráp. Hin var sú, að á'öllum þeim leiðum sem lágu til VUDU þorpsins hafði Japa menn, vopnum búna. herskáa 15 Í Ég cr svo spcnnt að sjá með hvcrju þú ætlar að koma mér á óvart ástin mín! 9Z0 Innfædd brunadæla! hafði lofað að taka við þeim, var að missa alla þolinmæði. — Ef þessir svörtu djöflar gætu sagt satt orð gætum við kannski komizt til botns í þessu, sagði hann við stýrimann sinn. Við getum ekki beðið lengur. Við drögum upp segl. Það væri vitfirring að bíða lengur eftir tveimur farþegum. Hann varð allt í einu hugsi á svip. Hann var með skinn á handleggnum, sem hann var ný- búinn að kaupa af blökkumönn- um, og allt f kringum hann voru skipverjar hans að verzla við þá. Blökkumennirnir voru ánægðir yfir, að hætt var að spyrja þá spjörunum úr og brostu svo að skein á hvítan tanngarðana. Úti fyrir ströndinni lá skipið fyrir akkeri. — Ég hef tekið fé af henni og lofað acj blða,. sagði skip- stjóri eins og við sjálfan sig og fór að stika fram og aftur. Svo stikaði hann aftur til blökku- manna, horfði ógnandi á þá og mælti þrumandi raustu, og urðu þeir strax lúpulegir. — Ég veit, að þið hafið séð til þessa franska manns og konu hans. Blökkumennirnir þögðu. Hann gekk til strandar á- samt nokkrum skipsmanna sinna, en í þessum svifum kom einn háseta hans og dró með Ódýr vinnuföt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.