Vísir - 07.02.1963, Qupperneq 13
V1 S I R . Fimmtudagur 7. febrúar 1963.
13
★
Það virðist hafa vakið mikla
athygli manna í Gloucester í
Massachusetts, Bandarikjunum,
þegar Lagarfoss var þar í fyrra
mánuði á dögum „hafnarverk-
fallsins í New York og öðrum
hafnarbæjum á austurströndinni
og við Mexikóflóa", eins og
sagt var í fréttunum þá, en hafn
arverkfallið náði bara ekki til
Gloucester — þar var ekkert
verkfall, þar var unnið og vel
unnið, og er það haft eftir skip-
stjóranum á Lagarfossi, Birgi
Thoroddsen, í viðtali við hann,
að meðal hafnarverkamanna
þar og sjómanna riki félags-
lyndi og glaðlyndi, og svo vel
sé unnið, að til fyrirmyndar sé.
Nú mun það ekki alveg eins
viðtalinu, að bæði hinn
eygi skipstjóri, sem lítur
ir að vera miklu yngri
árs“, eins og hann kveðst
— og skipið sjálft, hafa vakið
athygli fyrir glæsileik. Er skip-! A
inu lýst í viðtalinu, aldri þe--,
og hvar það sé smíðað og stærð
— að það hafi komið til Glou-
cester eftir 7 daga rólega ferð ! *
frá íslandi með eina milljón
punda af frostnum fiskflökum,
— að skipið hafi farþegarúm
fyrir 12, farþegaklefarnir séu
búnir öllum nútímaþægindum
og á því séu tvær þernur — og
síðast en ekki sízt hefur það
vakið mikla aðdáun og athygli,
hve skipið sjálft og allt á því
var tandurhreint, „sparklingly
clean“, eins og það er orðað í
viðtalinu.
Eftir að blaðið hefur getið
nokkru nánara um skipið og
siglingar þess og annarra skipa
E^,í. segir,
Lagarfoss
ÞAR SLA ENN ÍSLENZK HJÖRTU
Fáninn við hún á Gloucester.
dæmi, að skip frá Eimskipafé-
lagi íslands komi til Gloucester
— Lagarfoss kom þar sem sé
einnig 7. des og hafði stutta
viðdvöl — en koma hans nú í
janúar s. 1. þótti nógu mikill
viðburður þar til þess að „Glou
cester Daily Times“ birti viðtai
við „skipper Thoroddsen" í til-
efni af komunni, og er það birt
undir þriggja dálka fyrirsögn
með tveimur myndum af skip-
inu. Og mjög greinilega kemur
fram í fyrirsögn greinarinnar og
að í þessari ferð hafi verið
landað úr Lagarfossi meira
fiskmagni en dæmi séu til
í sögu Gloucester og hafi
tollurinn numið 38.000 doli
„GLOUCESTER ER
GÓÐ HÖFN“.
Birgir segir í viðtalinu, að
Gloucester sé góð höfn og hafi
hann aldrei séð eins snör hand-
tök við affermingu og þar, og
hann segir við blaðamanninn:
„Þið getið haft það eftir mér,
að það sé mjög líklegt að við
komum hingað aftur“.
ÞAR ER ÍSLENZK
„NÝLENDA"
En meðal annarra orða, Glou-
cester er fiskimannabær, fræg-
ur í söng og sögu, bær, sem
hefur átt sína seglbáta- og
skútuöld og hefur lengi verið
mikill togarabær. Um áratuga
skeið hafa íslendingar hjálpað
þar til að gera garðinn frægan.
Þar er nefnilega íslenzk ný-
lenda. Þangað réðu sig íslenzkir
sjómenn. Það er orðið langt síð
an þeir fyrstu settust þar að.
Og fleiri komu í kjölfarið. Ýms-
ir stofnuðu þar heimili og þar
slá ennþá íslenzk hjörtu, sem
hrifust af íslenzka fánanum á
Lagarfossi, eins og fréttamað-
ur Gloucester Daily News seg-
ir, sem birtir meðfylgjandi
mynd af fánanum við hún í
blaði sínu.
A.Th.
Aðalfundur Sjálfstæðis
félags Strandasýslu
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Strandasýslu var haldinn í Hólma-
vik föstudaginn 26. janúar. Var
fundurinn fjölsóttur og komu
nokkrir félagsmenn langt að. Starfs
svæði félagsins er Strandasýsla
sunnan Árneshrepps, en þar er
starfandi annað Sjálfstæðisfélag.
Auk þess er starfandi í sýslunni
„Ingólfur“, félag ungra Sjálfstæð-
ismanna.
Sjálfstæðisfélag Strandasýslu
stóð í sumar fyrir Héraðsmóti Sjálf
stæðismanna í sýslunni og var það
fjölsótt.
Á aðalfundinum var stjórn fé-
lagsins endurkosin, en hana skipa:
Séra Andrés Ólafsson, prófastur í
Hólmavík, formaður, Kristján Jóns
son, kennari, Hólmavík, frú Sjöfn
Ásbjörnsdóttir, kennari, Hólmavík,
Guðjón Jónsson, bóndi á Gests-
stöðum og Magnús Guðmundsson,
afgreiðslumaður á Drangsnesi.
Þá voru kosnir eftirtaldir full-
trúar félagsins í Fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélaganna i Strandasýslu:
Jörundur Gestsson, Hellu, Jakob
Þorvaldsson, Drangsnesi, Magnús
Guðmundsson, Drangsnesi, Vígþór
H. Jörundsson, Friðjón Sigurðsson,
Kristján Jónsson og Þórarinn Ó.
Reyndal, allir í Hólmavík, Jóhann
Rósmundsson, Gilsstöðum, Ingi-
björg Jónsdóttir, Gestsstöðum, Guð
brandur Benediktsson, Broddanesi,
Jón Lýðsson, Jkriðnesenni og Jón
Kvaran, Brú, en formaður félags-
ins, séra Andrés Ólafsson, er sjálf-
kjörinn sem einn stjórnarmanna í
stjórn Fulltrúaráðsins.
Þeir Jörundur Gestsson og séra
Andrés Ólafsson voru kjörnir full-
trúar félagsins á Landsfund Sjálf-
stæðisflokksins, sem haldinn verð-
ur í Reykjavík dagana 18.—21.
apríl n. k.
Að loknum venjulegum aðalfund
arstörfum talaði Högni Torfason,
erindreki Sjálfstæðisflokksins í
Vestfjarðakjördæmi, um stjórnmála
viðhorfið.
Nýlega kom til landsins, ncrskur
dægurlagasöngvari að nafni Barry
Lee, sem gengur einnig nafninu
Pat Boone Norðurlanda. Hann
mun syngja á Röðli næstu þrjár
vikurnar eða svo. Barry Lee, hefur
öðlast miklar vinsældir þar sem
hann hefur komið fram sem söngv-
ari og einnig í sjónvarpi. Hann
hefur haft söng að aðalatvinnu í
um það bil tvö ár. Ferill hans sem
söngvara hófst þegar hann sigraði
í 500 manna hóp á söngkeppni
sem fór fram á Rundö.
Barry hefur aldrei lagt stund á
Aðalfundur Kfördæmurúðs
Sjólfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi
söngnám og er rödd lians aðeins
mótuð eftir „músíkeyra" hans
sjálfs sem hlýtur eftir söngnum að
dæma vera allgott.
Hann hefur stundað ýmis störf
um ævina og „brallað“ ýmislegt,
var hann til dæmis Noregsmeistari
í hnefaleikum 1956.
Barry hefur komið fram opin-
berlega á flestum stærstu og beztu
skemmtistöðum á Norðurlöndum.
Einnig hefur hann haft sjónvarps-
þætti og sungið inn á plötur, tvö
af lögunum hefur hann samið
sjálfur.
Eins og áður var að vikið er
rödd hans stundum mjög lík rödd
Pat Boone, án þess að þar sé á
nokkurn hátt um stælingu að ræða,
og gætir þess einkum í rólegum
Iögum eins og t. d. „I’ll be home“
sem hann syngur mjög vel.
Annað lag, sem hann syngur,
„All of me“, fer hann líka ein-
staklega skemmtilega með. Rödd-
in er hljómmikil og honum tekst
mjög vel að beita henni. Þeir sem
bregða sér á Röðul á næstunni,
munu áreiðanlega ekki verða fyrir
vonbrigðum með söngvarann.
Aðalfundur kjördæmaráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi var haldinn í Sjálfstæðis-
húsinu í Kópavogi 24. f.m.
Formaður kjördæmaráðsins Einar
Halldórsson, bóndi á Setbergi setti
fundinn, fundarstjóri var kjörinn
Axel Jónsson og fundarritari Karl
Bergmann Guðmundsson.
Einar Halldórsson flutti skýrslu
um störf fráfarandi stjórnar.
I Stjórn Kjördæmaráðsins var end |
urkjörin, en hana skipa: Einar Hall
j dórsson, formaður, Oddur Andrés-
son, Hálsi Kjós, Kristinn G. Wiurn,
Kópavogi, Guðmundur Guðmunds-
| son, Hafnarfirði, Kristján Guðlaugs
son, Keflavík.
i I varastjórn voru kjörin: Jakob-
ína Mathiesen, Hafnarfirði, Sess-
elja Magnúsdóttir, Keflavík, Sig-
urgeir Sigurðsson, Seltjarnarnesi,
Sigurður Helgason, Kópavogi og
Pétur Jónsson, Vögum.
í flokksráð voru kosnir: Ólafur
Bjarnason, Brautarholti, Kjalarnesi,
Axel Jónsson, Kópavogi, Stefán
Jónsson, Hafnarfirði, Karvel Ög-
mundsson, Njarðvíkum og Alex-
ander Magnússon, Keflavík.
Á fundinum var kosið í kjör-
nefnd vegna alþingiskosninganna í
sumar. Fundarmenn þágu veitingar
í boði Sjálfstæðiskvennafélagsins
Eddu, Kópavogi.
Fundinn sóttu um 80 fulltrúar
kjörnir af flokksfélögum og full-
'rúaráðum í kjördæminu.
Barry Lee.