Vísir - 04.03.1963, Page 1
VISIR
53. árg — Mánudagur 4. marz 1963. — 52. tbl.
FJOLDl KUNNRA BORG-
ARA Á PRESSUBALUNU
Pressuballið scm haldið var á
laugardagskvöldið í Hótel Sögu
fór fram með mikilll prýði. Það
var mjög fjölmennt á þvf og
mátti sjá þar marga kunna
borgara í Reykjavík, sem komu
til að skemmta sér með blaða-
mannastéttinni. í fyrstu voru
Gunnar Gunnarsson skáld flytur ræðu sína á Pressuballinu.
Landburður í þorskanótina
VIÐIR II FEKK 76</2
TONN í EINU KASTI
í gær var landburður
af fiski í þorskanótina.
Þá setti hinn kunni afla-«>
bátur frá Sandgerði Víð-
ir II. nýtt aflamet, en
hann fékk 76‘/2 tonn af
þorski í einu kasti svo
að segja við hafnarmynn
ið í Sandgerði. Er afli
hans nær því dæmalaus.
Skipstjóri á Víði II. er
nú Víðir Sveinsson.
f •
Þeir voru 3 þorskanótabát-
arnir við sitt hvern endann á
loðnutorfu um 2 mílur út af
Stafnesi. Fékk Víðir II. sem
fyrr segir 76 y2 tonn, Eldborg-
in fékk þar 15 tonn og Skírnir
frá Akranesi 20 — 30 tonn. Þann
ig fengust úr þessari einu torfu
um 120 tonn. Víðir II. þurfti
ekki að kasta oftar en fór beint
til Sandgerðis, sem var aðeins
um 15 mín. sigling. Eldborgin
kastaði oftar og kom I gær til
Hafnarfjarðar með 63 tonn. —
Skírnir kom til Akraness með
45 tonn. Þá var og vitað að
Hafrún kom með 18 tonn og
Guðmundur Þórðarson með 16
tonn af fiski til Reykjavíkur
og höfðu þeir fengið aflann í
þorskanót. Ársæll Sigurðsson
II., sem hefur verið einn af
þorskanótabátunum gat ekki
Framh. á bls. 5.
Veríur einokun Ferðaskrif-
stofunnar afnumin?
Vísir hefur fregnað að þær
ferðaskrifstofur sem eru starf-
ræktar hér af einkaaðilum hafi
nýlega myndað samtök sín á
milli I tilefni þess, að nú mun
vera í undirbúningi að afnema
einkarétt Ferðaskrifstofunnar,
til að taka á móti erlendum
ferðamönnum og munu hlnar
íslenzku ferðaskrifstofur þá
geta starfað á sama grundvelli
og almennar ferðaskrifstofur er
lendis.
Með samtökunum er ætlunin
að hefja náið samstarf við sams
konar samtök ferðaskrifstofa er
lendis. í þessum samtökum
taka þátt fjórar íslenzkar ferða-
skrifstofur en þær eru: Sunna,
Saga, Zoega ferðaskrifstofan
og Lönd og Leiðir.
þar fjölbreytt skemmtiatriði, en
síðan hófst dans og stóð til kl.
3 um nóttina. Er Iýsing á sam-
komunni f Myndsjá blaðsins.
Þorvaldur óðalsbóndi 1 Hótel
Sögu lét framreiða dýrindis
veizlumáltíð og við lok borð-
haldsins leiddi hann fram starfs
liðið úr eldhúsinu, stóran hóp
eldamanna, og voru þeir hyllt-
ir með lófataki. Hafði yfirmat-
sveinninn m.a. skorið út fag-
urlegar dýramyndir úr glærum
ís, sem voru bornar fram með
eftirréttinum, en allt var þetta
með glæsibrag hinum mesta.
Gunnar Gunnarsson skáld
flutti ræðu kvöldsins, en Vil-
hjálmur Þ. Gíslason, útvarps-
■stjóri var veizlustjóri. —
Svala Nielsen söng einsöng.
Einnig vöktu skemmtiþættir er
fluttir voru og samdir af blaða
mönnum mikla athygli. Þeir
Stefán Jónsson og Halldór
Blöndal höfðu samið gamanvís-
ur, sem Kristinn Hallsson söng
við klassísk lög, en Bessi
Bjarnason og Gunnar Eyjólfs-
son fluttu skemmtiþátt er Har-
aldur J. Hamar hafði samið.
Flytjendur og höfundar þátt-
anna voru hylltir með lófataki.
Gamanþáttur Haraldar, sem
fjaliaði um sjónvarp á ísiandi,
vakti athygli
Þegar var liðið fram á morg
un sneri veizlugestir hejm hin-
ir ánægðustu og menn spurðu
hvort pressuball yrði ekki hald-
ið á hverju ári héðan í frá.
2ja m. djúpt vatn
á Langadalsvegi
Vegaskemmdir hafa orðið víða
um land sökum mikils vatnsveðurs
síðustu dagana. Að því er vega-
málastjórnin tjáði Vísi, hefur víða
runnið úr vegum, en hvergi orðið
verulegar skemmdir, og viðgerðir
gengið tiltölulega fljótt. Vegir eru
allir þungfærir og mjög víða orðn-
ir varhugaverðir sökum bleytu. í
nágrenni Reykjavíkur rann á
nokkrum stöðum úr vegum, þ. á.
m. Krýsuvíkurvegi, Þingvalla- og
Hvalfjarðarvegi. Ekki munu
skemmdir þó hafa orðið mjög mikl
ar og er viðgerð á þeim lokið.
Langadalsvegur er hins vegar al-
gerlega ófær. Blanda flæddi yfir
bakka sina , og er sums staðar
um tveggja metra djúpt vatn á
veginum. Sambandslaust var við
Langadal í morgun, og náðust því
ekki glöggar fréttir. Bílar munu nú
fara Svínvetningabraut inn í Langa
dal. en hún er einnig orðin mjög
þung yfirferðar. Unnið er að við-
gerðum.
Guðjón Sv. Sigurðsson.
B - LISTINN sigraði
glæsilega í IÐJU
Svo fór, að stjórnar- undir forystu Guðjóns
kosningin í Iðju um Sv. Sigurðssonar.
helgina varð mikil
traustsyfirlýsing á hina
farsælu stjórn félagsins
Alls voru bornir fram þrir
listar sem kunnugt er, þar eð
kommúnistar og framsóknar-
menn buðu fram hvor í sínu
lagi. Tilgangur framsóknar-
manna var bæði að kanna lið
sitt meðal 'iðnverkamanna, og
að fá sjálfum sér í hendur
„sönnun" fyrir því, að þeir
væru ekki þau handbendi
Framh. 1 bls, 5.