Vísir - 04.03.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 04.03.1963, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Mánudagur 4. marz 1963. Körfuknattleikur: Stórsigur IR Vann KFR með 30 stiga mun, þrdtt fyrir jufnun fyrri húlfleik 1 gærkvöldl vann KR stóran sig ur yfir Ármanni og ÍR ennþá stærri sigur yfir KFR. Fyrri leikinn léku KR og Ár- mann í II. flokki. KR-ingar tóku leikinn strax f sfnar hendur og voru allan tfmann betra liðið. Lið þeirra, sem er létt og leikandi, ræður yfir miklu meiri hraða en Ármenningarnir. KR skor aði fyrstu 12 stigin í leiknum og voru þeir að smá auka forskot sitt og höfðu 17 stig yfir í hálfleik, en þft rtóðu leikar 29:12. 1 seinni hálf \A Holmen kollen Þrfr ungir Isfirðingar verða. , meðal keppenda á Holmenkoll- cnmótinu, sem hefst eftir rúma I I viku. Þetta eru þeir Hafsteinn Sig-1 urðsson, Samúel Gústafsson og Sverrir Jóhanncsson, og munu ' I þeir fara utan um næstu helgi. I Þremenningarnir taka þátt í | i Alpagreinum mótsins. ■«-- leik endurtók sama sagan sig, nema að Ármenningarnir veittu KR nokkurt viðnám í byrjun hálf leiksins, en sfðan ekki söguna meir og KR vann leikinn með 26 stiga mun. f liði KR var Kolbeinn áber- andi beztur, en annars er liðið jafnt og ræður það miklu um vel- gengni liðsins. Af Ármenningunum bar mest á Guðmundi Ölafs. Stig- in í leiknum skoruðu: Kolbeinn 25, Þorsteinn 15, Kristinn 10, Hjörtur 8, Gunnar 5 og Halldór 4, allir f KR. Af hálfu Ármenninga skoruðu Guðmundur 18, Páll 6, Jón Þór 6, Sigurður 6 og Finnur 3. f seinni leiknum áttust við fR og KFR í meistaraflokki, Fyrri hálf leikur var jafn og spennandi. Vel leikinn af beggja hálfu. í lið KFR vantaði Einar Matthíasson, og var almennt búizt við, fyrir leikinn, að það myndi veikja liðið. Svo virtist þó ekki vera og stóðu leikar í hálfleik 41:36 fyrir fR. Ekki meiri munur en svo, að útlit var fyrir jafnan leik. KFR byrjaði allsæmi- lega, en svo var sem úr þeim væri allur máttur og ÍR tók leik- inn f sínar hendur og skoraði 20 stig í röð og gerði þar með út um leikinn. Leikinn vann ÍR með 30 stiga mun, skoraði 90 60. Af KFR-ingum var Marinó einna beztur í fyrri hálfleik, en virtist úthaldslaus og því hálf mið ur sfn f seinni hálfleik. Jafnastan leik af KFR-ingum átti Hörður, stór og sterkur leikmaður, sem vex ásmegin með hverjum leik. Þor- steinn Hallgrfmsson hafði sig óvenjumikið f frammi og voru hann og Guðmundur Þorsteinsson beztu menn fR-inga. Einnig átti Agnar góðan leik, en hann er nokkuð ein- hæfur á skot. Stigin skoruðu fyrir KFR Hörður 20, Ólafur 18, en hann átti mjög lG’gan leik í seinni hálf leik, Marinó 18, Sigurður Sfmonar- son 2 og Ásbjörn 2. Þorsteinn var stigahæstur ÍR-inga með 27 stig. STAÐAN: fR 4 4 0 0 288:185 8 Ármann 3 2 0 1 165:155 4 KFR 4 2 0 2 236:237 4 KR 3 1 0 2 1581165 2 ÍS 4 0 0 4 141:240 0 Næsti leikur keppninnar er á laugardaginn kemur, en þá leika KR—Ármapn. Skíðamóti frestað Keppni Reykjavíkurmótsins á skfðum, sem halda átti áfram um helgina, varð að fresta vegna stöð ugra rigninga í Hamragili þessa dagana og er nú að verða nær snjólaust, samkvæmt upplýsingum sem við fengum hjá skíðafólki í gærkvöldi. Reynt mun verða að halda áfram með mótið um næstú helgi, "en aðeins keppni í stórsvigi er lokið sem kunnust er. Knattspyrnumót innanhúss Afmœlismót Víkings f knatt- spyrnu, innanhúss, hefst í kvöld kl. 8.15 að Hálogalandi. Leiknir verða eftirfarandi leikir: Haukar A-lið móti Bliði Vfkings, Bikarinn, sem keppt verður um. Leikur kanadiska liðsins TRAIL SMOKE EATERS og spænska heimsmeistaraliðsins frá í fyrra í ísknattleik endaði með sigri „EIdætanna“ með 5:2, en einnig með hinum mestu ólátum og hreinustu slagsmálum. — Myndin sýnir þetta gjörla. Ólætin upphófust eftir 6 mínútna leik í sfðara hálfleik, en þá rákust þeir illa' saman hinn litli kanadiski leikmaður Mclntyre og hinn risastóri Svíi Roland Stolz. Frá áhorfendapöllunum kom flaska fljúgandi og lenti f höfði forstjóra kanadiska liðsins. Loftið var lævi blandið og árangurslaust virtist að halda lelknum niðri. Ekki bætti úr skák að þegar leikmenn Smoke Trail Eaters sáu að for- stjórinn þeirra var borinn út af, héldu þeir að þar væri verið að flytja hann burtu með Iögregluvaldi, því þá komu þeir askvaðandi, en með lagni tókst að koma þeim f skilning hvers kyns var. jiLáta ekkií I* \ sJá sig j |. Tveir leikir áttu að fara fram”“ ■Jf 2. deildarkeppninni um helg-,| /ina. Aðeins annar þeirra fórji J.frath og er frá honum sagt á»' •’öðrum stað hér á síðunni. ValsJ= J«menn þurftu aðeins að bíða til-% •'skilinn tfma eftir Keflvíkingun-." Ijum. sem vitað var að mundu'» J.ekki mæta til keppni. Eins og»“ .Jskýrt var frá á dögunum, kom’1 I'sama atvik fyrir um síðustu ■Shelgi, þá mætti Keflavík ekki»“ ,*til leiks gegn Ármanni. !» \ í viðtali við forráðamenn Kefl,- •Jvíkinga mátti skilia að nokkur^ '■uppgjöf var í liði piltanna. Lið!“ •JKeflavíkur er ungt að árum ogj. V2. flokkur ÍBK er mjög efni-»“ •'legur og uppistaða meistara-”" é'flokks er úr þeim fíokki. Virð-’é •éist það bjarnargreiði við þá að/ •'senda þá út f keppni sem þessa,J. J.þar sem við ofurefli cr að etja,.J •éauk þess sem ekki virðist ganga/ é vel að nú saman liði. Ættu Keflí Vvíkingar því að einbeita sér að.J \ 2. fl. liði sínu, en barningur semj. \ þessi skaðar piltana fremur en»é J að gera þeim gott. 1“ ► Pentti Nikula, hinn frægi stangarstökkvari Finna, er nú á ferðalagi f Bandaríkjunum og nýlega keppti hann í New York og stökk „aðeins“ 4.67, sem nægði til 3. verðlauna. ► Rúmenar unnu Norðmenn í fyrrakvöld í landsleik í hand- knattleik í Njardhallen í Oslo með aðeins 2 marka mun, 14:12 Eru Norðmenn mjög ánægðir me?5 úrslitin, sem þeir telja sig- ur, enda við sjálfa heimsmeist- arana að etja. Valur B-lið gegn Keflavfk A, KR A gegn KR B, Valur A gegn Fram B, Keflavfk B gegn Haukar B, Þróttur B gegn Þrótti A og Víkingur A gegn Fram A. Keppt verður um til eignar bikar, sem Vátryggingafélagið hefur gefið í tilefni af 55 ára afmæli Víkings. Akranes Breiðablik Heldur var hann slakur bardag- inn milli Akraness og Breiðabliks úr Kópavogi og ekki laust við að sumt úr þeim leik ætti að fara fram „fyrir luktum dyrum“, eins og einhver sagði réttilega. Akurnesingar söknuðu foringja síns, Björgvins Hjaltasonar, og skaðaði það liðið mjög, enda var leikur liðsins ístöðuminni en vant er og þrátt fyrir að Akranes kæm- ist f 10 marka forskot, voru þeir til með að missa það af hreinum klaufaskap niður í þriggja marka forskot. Erlendar ★ Kanadamaðurinn Donald Mc Pherson vann um helgina í Cortina d’Ampezzo heimsmeistaratitilinn í listskautahlaupi karla og kom sig- ur hans öllum á óvænt. Frakkinn Alain Calmat var fyrir keppnina talinn sigurstranglegastur, en hlaut 4. sætið, enda stóð hann sig illa í síðustu grein keppninnar, eins og fiestir nema Kanadamaðurinn, sem var fyrir þá grein í 4. sæti, 'k í parakeppninni í Cortina unnu tékknesku hjónin Eva og Pavel Roman, en Linda Shearman Qg j Michael Phillips frá Englandi, Evrópumeistarar þessa árs hlutu 3. sætið á eftir Paulette Doan og Kenneth Ormsby frá Kanada. ★ I Mora vann Janne Stefansson frá Svíþjóð hið mikla Vasa-hlaup, en það fór nú fram f 40. skipti. Vasahlaupið er 85 km. skíðaganga og er gengið frá borginni Sælen til Mora. Yfir 3500 þátttakendur voru í hlaupinu, en aðeins 200 þeirra komu að markinu í Mora. Athygli vöktu 3 ítalir, sem voru meðal 20 fyrstu manna í mark. Beztu tímar: 1) Janne Stefansson, 4:46.25 klst. 2) Rolf Ræmgard, 4:59.52 klst. 3) ! Erik Larsson, 5:04.47 klst. 4) Sven ! Jernberg, 5:08.44 klst ★ í Östersund vann Jonny Nils- son „Kuppern“ Johannesen f 3000 metra skautahlaupi á 4.57.7, en Norðmaðurinn fékk 1/10 sek. lak- ari tíma. Hins vegar vann „Kupp- ern“ bikar þann sem keppt var um, „minningarbikar Wazuleks", en hann vann Nilsson með 8/10 úr sek. í 500 metra hlaupinu, en þeir kapparnir urðu nr. 6 og 9 í því hlaupi á heldur slökum tfmum, 49.0 og 49.8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.