Vísir - 04.03.1963, Side 5

Vísir - 04.03.1963, Side 5
V V í S IR . Mánudagur 4. marz. 1&«ó. Færeyingavaka annað kvöld Annað kvöld, þriðjudag, efnir fé Iagið Ísland-Færeyjar til kvöldvöku í Breiðfirðingabúð. Þar mun Sverri Dahl þjóðminjavörður frá Þórshöfn flytja erindi um fornminjarannsókn ir í Kirkjubæ. Sýndar verða tvær nýjar kvikmyndir frá Færeyjum. Fjalla þær um gamla og nýja tím- ann. Allir vinir Færeyja, svo og allir Færeyingar, sem hér dveljast, eru velkomnír á samkomu þessa meðan húsrúm Ieyfir. Félagið Ísland-Færeyjar var stofnað fyrir tveimur árum. Til- gangur þess er sá, að efla vináttu og samskipti Islendinga og Fær- eyinga og vinna að gagnkvæmri kynningu þessara frændþjóða. Auk nokkurra skemmti- og fræðslufunda, hefur félagið tvíveg- is g'éngizt fyrir útvarpsdagskrá á Ólafsvöku, þjóðhátíðardegi Færey- lð|C8 Framhald af hls I kommúnista, sem haldið hefir verið fram. Kosningin hefir orðið mikið áfall fyrir báða þessa aðila, þar sem verkafólk vottaði stjórn- inni mjög einróma stuðning, en einkum hlýtur kosningin þó að baka foringjum framsóknar- manna mikil vonbrigði, þar sem þeir höfðu vænzt þess að geta smalað miklu meira liði að lista sínum. Úrslit kosningarinnar urðu þessi: B-listi 851 atkvæði A-listi 307 — C-listi 218 — Framsóknarmenn stóðu að C-listanum en kommúnistar að A-lista. Fróðlegt er að gera saman- burð á úrslitum þessarrar kosn ingar og þeirrar, sem fram fór 1961, þvl að þá fékk stjórnin 682 atkvæði, en sameiginlegur listi kommúnista og framsókn- armanna 557. Nú er svo komið, að kommún istar fengu aðeins'um 23% gildra atkvæða, en framsóknar- menn um 15%. Vísir hringdi I Guðjón Sv. Sigurðsson, formann Iðju og bað hann að segja nokkur orð um úrslitin í Iðju. Guðjón sagði m.a.: Ég er ákaflega á- nægður með úrslitin. Fólkið í Iðju gaf Framsókn þarna ræki Iega ráðningu. Fólk þarf bara að muna að veita Framsóknar flokknum sömu ráðningu í sumar. Ég vil sérstaklega þakka þeim mörgu, sem hafa stutt okkur með starfi sínu og atkvæði. Og fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka það mikla traust er okkur er sýnt. Stjórnin mun eftir megni leit- ast við að halda á hagsmuna- málunum til hagsbóta fyrir fél- agsfólkið. inga. Þá hefur félagið útvegað fé- lagsmönnum og fleirum færeyskar bækur og tímarit og undirbýr nú ásamt systurfélagi sfnu I Færeyj- um, félaginu Færeyjar-ísland, út- gáfu ársrits, sém gert er ráð fyrir að birti jöfnum höndum ritgerðir og annað efni á íslenzku og fær- eysku. Stjórn félagsins Ísland-Færeyjar skipa nú: Gils Guðmundsson, rithöfundur, formaður, frú Elfn Arnholtz, Árni Kristjánsson tónlistarstjóri, Helgi Sæmundsson, ritstjóri, Ragnar Lár usson, skrifstofustjóri, Stefán Ög- mundsson; prentari, og Torfi ’Ás- geirsson, hagfræðingur. Félagsmenn eru um 80. Skákeinvígið — i Framhald af bls. 16. flækja í skákinni og voru báðir mjög lengi að hugsa leiki sína milli 10. og 15. leiks. Loksins féll Friðrik á tíma, en segja má að hann hafi gefið skákina, því að hún var orðin vonlaus hjá honum. Það var fjölmennt í sa.lnum, þar sem teflt var, enda fengu áhorfendur mjög greinargóðar lýsingar á keppninni. Var skák in sýnd í næsta herbergi og þar skýrðu stjórnendur mótsins hana. Auk þess komu þeir fram til skiptis milli leikja Ingi og Friðrik og skýrðu fyrir áhorf- endum vandamál sín. Þriðja skákin í einvíginu verð- ur á morgun, þriðjudag. Önnur einvígisskák þeirra Inga og Friðriks var tefld í gær og lauk henni með sigri Inga. Hér birtist skákin. Hvítt: Ingi R. Jóhannsson Svart: Friðrik Ólafsson. Drottningarbragð. Tarrasch vörn. 1. d4, Rf6 2. c4, e6 3. Rf3, c6 4. e3, d5 5. Rc3, Rc6 6. cxd5, exd5 7. Be2, Rd6 8. dxc5, Bxc5 9. 0—0, 0—0 10. a3 a5 11. Ra4, Rd6 12. Bd2, Re4 13. Bc3, Be6 14. Hcl, De7 15. Bd4, Had8 16. Bb6, Hd7 17. Rd4, Rxd4, 18. Dxd4, Dh4 19. f4, g5 20. Rc5, gxf4 21. exf4, Bxf4 22. Hxf4, Dxf4 23. Hfl, Dd2? (Tapleikur- . inn. Eftir — Rg3! hefur svartur ágætt tafl). 24. Dxd2, Rxd2 25. Rxd7, Bxd7 26. Hdl, Re4 27. Hxd5, Bc6 28. Hxa5, He8 29. Bd3, He6 30. Ha8f, Kg7 31. Bd4f, Rf6? 32. Hd8!, h5 33. Bf5, og svartur féll á tíma, en staða hans var orðin alveg vonlaus. 1. skákin fór I bið, en í gæj sömdu keppendur jafntefli, bannig að Ingi hefur hloíið 1V2 vinning '“vn hiá Friðriki. ELDSVOBIIBLESUGRÓF Kveðjuathöfn um BRYNJÚLF DAGSSON héraðslækni fer fram í Dómkirjunni miðvikudaginn 6. marz kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður að Gaulverjabæ. Bifreiðarferð frá Dómkirkjunni Blóm afþökkuð. Eiginkona, börn, foreldrar og systkini. iEB-fl í gærkveldi brunnu tveir skúrar inni f Blesugróf, annar til grunna, en hinn stendur uppi, þó ónýtur talinn. Þama er talið að um íkveikju af manna völdum sé að ræða. Skúrar þessir stóðu hlið við hlið á svokölluðum Bjarkarás. Sá skúr- inn, sem eldurinn kom upp í, var gamall og stóð opinn. Hafa krakk- ar oft gengið um hann og verið þar að leik, og má fullvíst telja, að í honum hafi verið kveikt I gærkveldi, hvort sem það hefur verið af vilja gert eða ekki. Eitt- hvert dót var geymt I honum, en ekki vitað til að þar hafi verið um nein verðmæti að ræða. Hinn skúrinn var allstæðilegur og í hon- Gífurlegar — Framhald af bls. 16. faranótt Iaugardagsins var m. a. brotizt inn í Bátanaust og stolið ýmsum verðmætum hlutum, svo sem topplyklasetti af Willardgerð, tveim borvélum „Black and Dett- er“, önnur y2“ en hin y4“. Enn fremur Horris-mælum af gas- og súrkút, ásamt tilheyrandi slöngum og loks talsverðu af snitttöppum og bökkum. Lauslega áætlað nema verðmæti þessi 15—20 þús. kr. Aðfaranótt sunnudagsins vár brotizt inn I hárgreið"histofuna Greiðuna á Grettisgötu 62 og stolið þar sem næst 200 kr. I skipti- mynt. Sömu nótt var brotizt inn í Sveinsbakarí á Bræðraborgarstíg 1, en lögreglan handsamaði þjófana skömmu síðar þar sem þeir voru með peningakassa fyrirtækisins á milli sín úti á götu. Ekki er vitað hvaða verðmæti voru I kassanum, því þjófarnir voru ekki búnir að opna hann þegar þeir náðust. Farið var inn í tvo bíla aðfara- nótt laugardagsins og stolið verð- mætum úr þeim báðum. Ur öðrum bílnum, sem stóð á Kvisthaga, var stolið tösku sem hafði inni að halda 16 staka sýnishornaskó frá Iðunnarverksmiðjunni. Voru það bæði karla- og kvenskór. IJr sama bíl var annarri tösku stolið, og í henni voru 22 karla,- og kvenpeys- i|r frá verksmiðjunni Heklu. Úr hinum bílnum, en hann stóð á Grehimel, var stolið pakka með 48 glösum af 'Iavis þvottalegi og 24 naglaklippum, og öðrum pakka sem í voru 12 dúsin af Ihárlagninga- vökvaglösum. Á föstudagskvöldið var stolið Volkswagenbíl, R 8406, frá Hamra- hlíð 7, Hans var leitað á laugardag og fyrri hluta sunnudags, auk þess sem lýst var eftir honum í útvarp- inu. Um hádegisbilið í gær fannst bifreiðin þar sem liún hafði verið skilin eftir skammt frá lögreglu- stöðinni f Hafnarfirði. Tveir menn slösuðust fyrir og um helgina. Annar þeirra, Einar Hjálmtýsson, Flókagötu 54, hafði fallið af stigapalli og niður í kjall- ara Kússins Hallarmúla 5. Hann kvartaði undan þrautum í baki og var fluttur í Slysavarðstofuna. Hann var ekki talinn hafa hlotiö alvarleg meiðsli. Hinn maðurinn, Hermann Jónsson Ölduslóð 12 í Hafnarfirði, varð fyrir bifreið inn- arlega á Laugavegi f gærkveldi. Hann var heldhr ekki talinn mikið meiddur. Á1 laugardagsmorguninn réðst drukkinn maður að stúlku á Lauga veginum. Hún komst undan, en regnhlíf stúlkunnar tókst mannin- um að eyðileggja. Stúlkan kærði árásina tií lögreglunnar og fór hún á vettvang að leita mannsins. en fann hann eklci. Um lielgina var 2ja tonna trillu stolið, þar sem hún lá hjá Keili inni við EiliCaárvog. um var geymdur bíll. Bílnum varð I gasgrímur niður í skipið, en þeim bjargað á slðustu stundu og þó tókst skjótt að kæfa eldinn og með • harðræðum. Það vildi til hlutust ekki frekari skemmdir af. happs. að skammt frá skúmum er ------------------------------------ strætisvagnaendastöð og eitthvað' af mönnum sem biðu eftir strætis- vagninum. Urðu þeir eldsins varir, brugðu við fljótt og hjálpuðust að til að ýta bílnum út. Samtímis var ( Slökkviliðinu gert aðvart, en þegar : það kom á staðinn, voru báðir: skúrarnir alelda og varð engu I bjargað nema rétt grindinni að öðr I um skúrnum. Hann má þó ónýtur teljast. Brunatjón varð talsvert. I fyrrnótt kom eldur upp í belg- ískum togara, sem lagzt hafði við Grandagarð. Logaði þar í fatnaði f litlum klefa í vélarúmi skipsins. Slökkviliðsmenn urðu að fara með Víðir II — Framhald at bls. 1. verið að veiðum í gær. Hann lá í höfninni í Hafnarfirði með rifna nót og var verið að gera við hana. Það er’nú talið að nærri 30 bátar séu komnir á þorskanóta veiðar. Þó eru aðeins 3 þeirra, Eldborgin, Ársæll Sigurðsson II. og Víðir II. með raunveru- legar þorskanætur. Hinir not- ast við síldarnæturnar. Fiskur- inn sem veiddist í gær er meira en að helmingi svilfisk- ur. Er hann meira blandaður að stærð en áður var. Fiskur- inn þykir mjög góður og hafa vinnslustöðvarnar varla séð svo glænýjan og fallegan fisk. Netaveiðar gengu einnig bet ur í gær en áður. T.d. komu til ‘ Hafnafjarðar Hafnfirðíngur er var með 19 t. og Héðinn með 16. Var það tveggja nátta fiskur. Fréttatilkynning frá Póst- og síma- málastjóminni. Samkvæmt símskeyti, sem póst- og sfmamálastjórninni barst í dag, 1. marz frá Finnlandi hefur send- ingu og móttöku pósts verið hætt þar á miðnætti 1. marz vegna verk falls póstmanna. Má því búast við töfum á' pósti til og frá Finnlandi. Póst- og símamálastjórnln, 1. marz 1963. Nýlátinn er á Englandi John Richards bankamaður, sem hér er mörgum að góðu kunnur, 57 ára að aldri. Hann fékk aðsvif við vinnu sína og Iézt samstundis. John Richards dvaldist hér á landi á styrjaldartímanuni og fékk þegar miklar mætur á öllu, sem íslenzkt var, og leiddi það til traustra kynna við marga góða vini. Hér kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Soffíu, elztu dóttur Árna heitins tónskálds Thorstein- són, Voru þau gefin saman 10. júlí 1948. Þau áttu fagurt heimili í Liverpool þar sem John starfaði í National Provincial Bank of Eng- Iand, en 1955 fluttust þau til New- castle f Staffordshire, þar sem hann starfaði í sama banka sem fulltrúi og endurskoðandi. Ættingjar konu hans og margir aðrir góðvinir munu ávallt minn- ast Johns með hlýjum huga, en hann var maður ljúfur og eðallynd- ur og prúðmenni í allri framkomu. Utför hans er gerð í dag frá heimili hans í Newcastle f Staf- fordshire. .' A. Th. IP» Ms. Dronning Alexandrine kemur á ytri höfnina í Reykjavík í kvöld kl. 19. Skipið fer til Færeyja og Kaupmannahafnar föstudaginn 8. marz. Skipaafgreiðsla Jes Ziemsen. Þáttaka f síldarsöitun til boða á hagkvæmum stað austanlands. — Síldar- verksmiðja á staðnum. — Sími 16821 milli kl. 2 og 3.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.