Vísir - 04.03.1963, Síða 7
7
V í SIR . Mánudagur 4. marz. 1963.
MpP^w
Takið ekkimark áKennedy
Fyrir nokkru birti Kennedy
Bandaríkjaforseti áskorun tii
bandarísku þjóðarinnar um að
ganga meira en hún gerir.
Hann sagði að þjóðin færi allt
í bílum og væri hún fyrir þjálf-
unarleysi að breytast í lingerða
vesalinga, sem ekkert þyldu að
Ieggja á sig. Rifjaði hann upp
í þessu sambandi gamla dag-
skipun til Bandarikjahers um
að hermenn ættu jafnan að
vera í þjálfun til að geta gengið
50 mílur eða 80 km í einni lotu.
Þessi áskorun Kennedys hef-
ur hleypt af stað bylgju í
Bandaríkjunum. Frá Atlantshafi
til Kyrrahafs taka menn sig nú
til tugþúsundum saman og
marsera óra vegalengdir. Og
ekki nóg með það. æði hefur
líka gripið um sig austan hafs,
sérstaklega í Frakklandi, Þýzka
Iandi og Benelux-Iöndunum.
Allsstaðar sjást menn þramm-
andi úti á þjóðvegunum til að
sýna að enn eigi þeir nokkuð
til af þreki og karlmennsku.
En því miður getur áskorun
forsetans haft alvarlegar afleið-
ingar í för með sér. Sannleikur-
inn er sá, að yfirleitt þolir
fólk, sem vantar þjálfun ekki
að ganga 80 km í einni lotu.
Áreynsla margra hefur verið
svo mikil, að þeir bíða tjón á
heilsunni. Þess eru nú þegar
mörg dæmi, að menn hafa feng
ið hjartaáfall og skemmt fæt-
urna á því að eltast við áskor-
un forsetans.
Það eru nú aðeins fáir dagar
ná sér. Þegar hann gafst upp
snerist allt fyrir augum hans.
Fætur hans bólgnuðu og Iiða-
mótin sködduðust. Næstu daga
var hann viðþolslaus af kvölum,
gat ekki einu sinni hreyft fæt-
urna. Hann hefur lýst í blaði
Og ég hugsaði mér að láta mig
falla og slasast svo ég gæti
losnað þannig úr þessu án þess
að litið væri á það sem upp-
gjöf.
Á þeirri stundu sem ég gafst
upp, hataði ég alla, líka sjálfan
Hérmulegar afleiðingar af dskorun forsetans
síðan aldan skall yfir Dan-
mörku og fór þá einn af blaða-
mönnum danska blaðsins BT I
göngu. Hann gafst upp eftir 56
km og var þá gersamlega upp-
gefinn. særður á fótum og lend-
um og svo illa farinn, að lækn-
ir segir að hann verði lengi að
sínu hvernig honum leið
skömmu áður en hann gafst
upp:
„Ég mun aldrei gleyma því.
Ég var að hugsa um að kasta
mér í skurðinn til þess að Ijúka
þessu öllu. Ég hugsaði um að
svindla, taka mér far með bíl.
mig fyrir að finna upp á þvi
að taka þátt í keppninni."
Loks segir blaðamaðurinn:
„Farið ekki í svona langa
göngu, ef þið éruð ekki f þjálf-
un. Takið ekki mark á Kenne-
dy, hann hefur ábyggilega ekki
reynt sjálfur að ganga 80 km.“
Hér sést danski blaðamaðurinn Erik Alexander, við vegarbrúnina, þar sem hann hafði hnigið saman
og gefizt upp eftir 56 km. göngu. .
Strontium \ mat tvöfaldast
Birt hefur verið í Washington
skýrsla, þar sem segir, að stront-
iuminnihald matvæla, sem , seld
voru í verzlunum Washington,
höfuðborg landsins, i ágúst á s.I.
ári, hafi verið tvöfalt meira en
árið áður.
Það er opinber nefnd, sem hefir
umsjá með matvælum og lyfjum,
sem framkvæmt hefir athuganir
þessar og komizt að ofangreindri
niðurstöður. Segir í skýrslu nefnd
arinnar, að ungt fólk, 19 ára, muni
daglega hafe neytt 25,9 mikrom-
ikrocurie af þessu hættulega úr-
fallsefni frá kjarnorkusprengjum.
Sé það um það bil 13% af því
magni, sem sérfræðingar telja heil
brigðum manni óhætt að neita dag
lega. Við samsvarandi rannsóknir
á strotiummagni í matvælum
1961 reyndist það 6% af leyfilegu
hámarki.
Rannsóknir fóru einnig fram á
s.i. sumri í fjórum öðrum stór-
borgum Bandaríkjanna og voru töl
urnar þar þessar: í St. Louis 16,5%
af leyfilegu magni, í Minneapolis
15,8%. I Atlanta 9,8% og í San
Francisco 6,4% af því magni, sem
óhætt er að neyta. Ekki eru til
tölur til samanburðar varðandi
þessar borgir frá árinu 1961.
þ»0ai? mun«U
atmoalinu þlnu,
#9. oa
keypö Hantfa þþp
Hér sjáið þið nýjustu gerð heilla
óskakorta. Við áttum leið fram
hjá Týli í Austurstræti og kom-
um þá auga á þetta skemmti-
lega kort úti í giugganum. Við
nánari athugun kom í ljós að
þarna er að fá ,um 1C tegundir
korta með broslegum mynduni
og hlægilegum textum. Mynd-
irnar eru teiknaðar af erlendum
teiknuruni, en Atli Már gekk
að öðru leyti frá kortunum.
VARHUGAVERÐ KENNING
Fimmtudaginn 17. janúar s. 1.
Iagði Vísir nokkrar spurningar
fram fyrir bæði eldri og yngri
kynslóðina varðandi æskulýðs-
mál. Þar kemur fyrir ein setn-
ing, sem margir myndu telja
mjög varhugaverða setningu. —
Setningin er þessi: „Til dæmis
væri heppilegt að leyfa sölu
bjórs og mundi það án efa draga
úr vínneyzlu hérlendis".
Á hverju byggir Jóhann Briem
þessa öruggu trú sína um gagn-
semi aukinnar ölsölu? Vafalaust
á hann við sterkan bjór. því
veikur er til í landinu og seldur
hverjum sem hafa vill. Okkur,
sem um áratugi höfum reynt að
kynna okkur sem bezt áfengis-
mál margra landa, rekur i roga-
stanz, þegar við lesuni slíkar
fullyrðingar ungra manna hér.
Nú ætla ég ekki að þreyta
blaðið né heldur hinn unga
mann á löngu máli um þettá, en
svo einkennilega vil! til. að ég
er nýbúinn að þýða smáklatjsu
úr norsku blaði og ætlaði að
nota hana við annað tækifæri.
Fyrirsögnin á greininni í norska
blaðinu er þessi: „Ölið er hættu-
legra en brennivínið".
Það er lögreglufulltrúi I Staf-
angri, Bjarne Mellegaard að
nafni, sem fullyrðir þetta. Verk
þessa lögreglufulltrúa er að með
höndla afbrotamál. í fyrirlestri,
sem hann flutti fyrir skömmu,
segir hann: að eftir síðari heims
styrjöldina hafi afbrotum og
glæpum í landinu fjölgað um 40
af hundraði. og langmest hafi
aukningin verið í aldursflokkun-
um 14—20 ára, en á þessum aldri
drekki unglingar helzt ekki sterk
ari drykki en öi, þeir sitji í veit-
'ingahúsunum og drekki ölið.
Langflest afbrot þeirra séu svo
drýgð t ölvunarástandi, og eink-
anlega þau alvarlegustu, svo sem
ofbeldi og annað því líkt.
Lögreglufulltrúinn segir enn
fremur, að 40 þúsund afbrot og
glæpir .áu rann.sökuð á árinu.
en tölu hinna óupplýstu viti eng-
inn. 30—35 af hundraði allra
þessara afbrota séu drýgð undir
áhrifum áfengis. Og í sambandi
við ungu kynslóðina segir hann,
að ölið sé hættulegra en brenni-
vínið.
Hér skal svo aðeins bætt við
þessu: í nýju plaggi, sem sænsk
fréttaþjónusta varðandi þessi mál
sendir út, segir: að „tilraunin til
að fá fólkið til að snúa sér meira
frá sterku drykkjunum til hinna
veikari, hafi gefizt þannig, að
vínneyzlan hafi tvöfaldast, en
neyzla sterku drykkjanna standi
í stað eins og hún hafi verið
árin 1951—1955“ Ennfremur: að
„neyzla sterka ölsins hafi aukizt
mjög á kostnað veikari ölteg-
undanna.
Þannig er sagan frá Noregi og
Svíþjóð. Danmörk er öldrykkju-
land. Danir drekka fremur lítið
sterku drykkina, en þamba ölið
svo ákaft, að áfengisneyzla
þeirra, reiknuð i 100% áfengi, er
ianghsést allra Norðurlanda Þeir
eiga metið og það er ölinu að
þakka. Vestur-Þýzkaland er einn
ig öldrykkjuland, og það er kom
ið á bólakaf í ofdrvkkju. og eru
skýrslur þaðan óglæsilegar.
Nægileg vitni væri hægt að
leiða frani •' ’æssu máli.
Pétur Sigurðsson.