Vísir


Vísir - 04.03.1963, Qupperneq 8

Vísir - 04.03.1963, Qupperneq 8
8 ■áma V1S IR . Mánudagur 4. marz 1963. Otgefandi: BlaðaUtgáfan VlSIR, Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). ?rentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Úrelf vlnnulöggjöf Þrír af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um endurskoðun vinnulöggjafarinnar. Það frumvarp er mjög þarft vegna þess að núver- andi vinnulöggjöf er orðin úrelt. Hefir það komið í Ijós á síðustu árum, að þótt við búum í háþróuðu lýð- ræðisríki, þá hefir þróunin í vinnulöggjafarmálunum ekki verið sem skyldi. I frjálsu nútímaþjóðfélagi er vinnulöggjöfin einhver hin mikilvægasta löggjöf. Hér á landi er hún aldarfjórðungs gömul og óhjákvæmilegt er að ýmsa þætti hennar þarf nú þegar að endurskoða. Ótækt er að í skjóli löggjafarinnar skuli ofbeldis- menn geta hótað því að nauðsynleg þjónusta við börn og sjúklinga sé hindruð eins og dæmin sýna. Margir minnast Lækjartorgsfundarins 1955, þegar Hannibal Valdimarsson hótaði því að allt rafmagn skyldi tekið af Reykjavík og fiskurinn í frystihúsunum eyðilagður. Slíkar hótanir sýna á hverjum refilstigum íslenzk verkalýðsbarátta er stödd. Verkfallsrétturinn er sjálfsagður og nauðsynlegur. En hann má ekki.ganga út í slíkar öfgar. Ofbeldis- mennirnir mega ekki fá völd í skjóli úreltrar löggjafar. Ný vinnulöggjöf verður ekki lögð fyrir þetta þing. En hennar er beðið með óþreyju. Sú endurskoðun, sem nú er á döfinni er því bráðnauðsynleg. Þar er gerð til- raun til þess að bæta úr verstu göllunum og vonandi nær hún samþykki löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Gangstéitir fyrirfinnast varla Uppgangur er miklll á öllum svlOurti í Vestur-Þýzkalandi nema einu — kvikmyndaiOnaö- urinn berst ( bökkum og á í al- varlegum fjárhagsöröugleikum. Þetta hefir þegar leitt til þess, að kvikmyndaiðnaðurinn hefir dregið saman seglin að nokkru. Framleiðslan á árinu 1958 nam til dæmis 128 kvikmyndum, en árið 1961 framleiddu þýzk kvik- myndafélög hins vegar aðeins 72 myndir, og það er skoðun sérfróðra manna, að iðnaðurinn eigi eftir að ganga saman enn. Þessu hefir svo aftur fylgt, að hluti þýzkra kvikmynda á mark aðinum hefir farið minnkandi, og leigutekjurnar, sem námu um 160 milljónum marka árið 1958, hröpuðu niður í 92 millj. 1961. Loks bætist svo það við, aö þýzkum kvikmyndum þykir einnig hafa farið aftur að menn ingar- og skemmtigildi, og þetta hefir leitt til þess, að þegar efnt hefir verið til kvikmynda- hátíða á ýmsum stöðum upp á síðkastið, hafa þýzkar kvik- myndir staðið mjög höllum fæti og fengið fátt verðlauna. Orsakanna til þessarar hnign- unar kvikmyndaiðnaðarins þýzka er að leita í hinu sama og annars staðar, þar sem kvik- myndaiðnaðurinn á f vök að Þýzkur verjast: Sjónvarpið hefir sótt mjög á, og þýzka þjóðin hefir breytt lffsvenjum sfnum veru- lega, Þar við bætist, að byggja varð upp algerlega nýjan kvik- myndaiðnað eftir strfðiö, og var þá ekki hægt að grfpa til neinna varasjóða eða grundvallar, sem reisa mátti á. Vísir hefir margt ritað um hina miklu hættu í um- J ferðinni. Viðtöl voru birt við Iögreglumenn og aðra \ aðila sem vegna sérþekkingar sinnar kunna skil á um- ferðarmálunum. En það er ekki rinungis nauðsynlegt að herða eftirlit með óvarkárum bifreiðastjórum, byggja götu- | vita og mála akreinar á aðalbrautir. Gangstéttarlagn- | ing í Reykjavík er orðin langt á eftir tímanum. Við § meginumferðaræðar eins og/ Suðurlandsbraut er enga gangstétt að finna. Hundruð ef ekki þúsundir manna f fara daglega um þá götu. En leið þeifra liggur annað- hvort eftir sjálfri bílabrautinni eða eftir forarpollunum í báðum megin akbrautarinnar. Gangstéttarlagning er , ekki einungis þægindi og hreinlætisatriði heldur stór- - fellt Öryggisatriði. Byggingu þeirra þarf að hraða mun J meira en enn hefir verið gert. Á annað þarf að minnast. Gangstéttir borgarinn- ar eru nú hreinsaðar með sópum. En væri ekki til- tækilegt að taka Gvendarbrunnavatnið í þjónustu hreinsunardeildar borgarinnar og beina vatnsslöngum á gangstéttimar til þess að skola burtu óhreinindin? Það er bæði fljótvirk og einföld hreinsunaraðferð. Nauðsyn á kvikmyndaiönaðf. Málefni kvikmyndaiðnaðarins hafa verið rædd f sambands- þinginu f Bonn, 'og þar hafa menn verið á eitt sáttir um það. að nauðsynlegt væri að til væri í landinu slíkur iðnaður, og í þeim tilgangi hefir verið samið frumvarp til Iaga um kvik- myndagerð og starfsemi iðnað- arins. Er þar gert ráð fyrir að skattur verði lagður á hvern aðgöngumiða, sem seldur er að kvikmyndahúsum, , og renni skatturinn til iðnaðarins. Ef um 5% skatt yrði að ræða, mundi iðnaðurinn fá 35—40 milljóna marka árlegan styrk. Gert er ráð fyrir, að Þjóð- verjar verði að framleiða um 100 kvikmyndir á ári, til þess að þörfum kvikmyndahúsa landsins sé fullnægt, en að auki verða þau vitanlega að sýna erlendar myndir. Styrkur handa iðrtaðinum mundi gera honum kleift að auka framleiðsluna, en jafnframt mun verða kappkost- að að auka gildi þýzkra kvik- mynda. og það verður gert með því að styrkja einungis góðar myndir, sem hafa menningar- gildi. Slfkt er einnig mikilvægt Þýzkur kvikmyndalðnaður reynir m. a. að auka samstarf sitt við sjónvarpiö, til þess að drýgja tekjur sinar, og mörg ný andlit hafa komið fram upp ð síðkastið, — þar ð meðal þessi 22ja ára gamli Berlfnarstúlka, Brit von Tiesenhausen. Myndin er tekin af henni um borö ( farþegaskipinu Hanseatic, þegar þar fór fram upptaka kvikmyndar, meöan frost og fannfergi geisaði á megin- landinu eftir áramótin. Kvikmyndaframleiöandinn Artur Brauner i Berlin hefir komiö upp tveim nýtízku sölum til töku kvikmynda fyrir sjónvarpiö, og auk þess hefir hann keypt framleiðslurétt á um 100 Ieikritum, sem samin eru fyrir sjónvarp. í sambandi við útflutning kvik- mynda og leigu þeirra erlendis. Samkvæmt reynzlu annarra þjóða. Þjóðverjar hafa sniðið löggjöf sína í þessu efni eftir reynzlu manna f Englandi, Italíu og Frakklandi á þessu sviði. Kvik- myndaframleiðendur f þessum löndum hafa um langt árabil notið verulegs stuðnings af hálfu hins opinbera. Frakkland fórnar árlega sem svarar um 700 milljónum fsl. króna á kvik myndaiðnað sinn, ítalir eyða eigi minna en sem svarar 800 / vanda millj. ísl. króna til sömu þarfa, og í Bretlandi nemur styrkur- inn við kvikmyndaiðnaðinn um hálfum milljarði árlega. f Vest- ur-Þýzkalandi hafa menn hins vegar látið nægja að tryggja þessum iðnaði um 60 millj. marka (rúmlega 600 millj. kr.), sem dreift er á 12 ár, en þó var bætt við 4—5 millj. marka á s. 1. ári fyrir sérstaklega vand aðar myndir. Vonlaust án ríkisstyrks. Kvikmyndaframleiðendur í Frakklandi, Italfu og Bretlandi eru þeirrar skoðunar, að þeir mundu verða að hætta starf- semi sinni, ef þeir nytu ekki rfk isstyrkja. Samband kvikmynda- framleiðenda í Vestur-Þýzka- landi er einnig þeirrar skoðun- ar, að ef núverandi styrkur verð ur minnkaður eða felldur niður, muni evrópskur kvikmyndaiðn- aður leggjast niður á skömmum tíma. Til þess að vinna gegn þess ari hættu innan kvikmyndaiðn- aðarins, eru fram komnar áæti anir um að setja á laggir sjón- varps- og kvikmyndaakademíu f Mlinchen og Berlfn. Þar verður einnig byggt á reynzlu annarra staddur þjóða, og með margra ára bók- legri og verklegri kennslu er ætlunin að mennta og fræða unga menn, sem geta unnið nýja sigra fyrir k'vikmyndaiðn- aðinn og listina f Vestur-Þýzka landi á komandi tímum. ★

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.