Vísir - 04.03.1963, Qupperneq 9
VIS IR . Mánudagur 4. marz. 1963.
\
ÚR BRÉFUM
Frú Elísabet Abéla.
Frú Elfsabet Abéla, dóttir
dr. Jóns E. Vestdals fram-
kvæmdarstjóra Sementsverk-
smiðjunnar dvaldi nokkurn
tíma suður í Togo f Afríku
sumarið 1961. Úr þeirri ferð
skrifaði hún foreldrum sfnum
í Reykjavík mörg bréf þar
sem hún lýsir því sem fyrir
augun ber, borgum og bæj-
um, mannfólki og dýrum,
þjóðlífi og siðvenjum, Margt
af því er svo frábrugðið öllu,
sem við íslendingar þekkjum,
að Vísir fór þess á Ieit við
dr. Jón E. Vestdal að hann
leyfði birtingu á nokkrum
bréfum frá dóttur sinni og
þeim mun fremur sem frú
Elísabet segir mjög lifandi og
skemmtilega frá. Þetta Ieyfi
hefur dr. Jón góðfúslega veitt.
Um för Elísabetar og tildrög
ferðar hennar suður f þetta fjar
læga Afríkuríki er það annars að
segja að hún er gift frönskum
manni, Roger Abéla, sem er
Iyfjafræðingur og jafnframt líf-
efnafræðingur að menntun. Árið
1961 hafði hann nýlokið prófi
i við háskólann í Montpellier og
var þá byrjaður að undirbúa
doktorsritgerð, sem hann ver
væntanlega um þessar mundir f
heimalandi sfnu.
að dvelja án sérstakrar áhættu
fyrir •heilsuna, jafnvel líka á Is-
landi!
Þetta réði úrslitum um það
að frú Elísabet ákvað að fara á
eftir bónda sínum til Togo, enda
fékk hún ókeypis far fyrir sig og
soninn fram og til baka, auk
þess sem þau hjónin höfðu hús
til eigin afnota, einkabifreið og
loks tvo þjóna.
Þann 21. júlf lagði frú Elísabeí
upp með son sinn flugleiðis frá
Nizza áieiðis til Koronon, þar
var skipt um flugvél og haldið
til Lomé höfuðborgar Togo, en
þaðan var skammt að fara til
Palime, sem átti eftir að verða
dvalarstaður hinnar fslenzku
konu, bónda hennar og sonar
um.nokkurra mánaða skeið. Og
hér hofst frásögn frú Elisabetar
sjálfrar.
25. júlí 1961.
TjAÐ fyrsta, sem ég var vör
við, er ég steig úr flugvél-
inni í Cotonou, var óskaplegur
raki f Ioftinu. Það var eins og
að ég væri komin f kalt gufubað.
Maður fór strax að kófsvitna og
fötin límdust við líkamann. Ekki
var mjög heitt í veðri, um 20—
25° C, lítið meira en heima á
íslandi á sumrin. Sama var um
Lomé að segja, enda Iiggja báð-
ar borgirnar við hafið og eykur
það enn meira á rakann.
Á flugvellinum f Lomé beið
Roger eftir mér ásamt Sylvestre,
kokkinum okkar, sem komið
hafði með honum frá Palimé.
Var auihingja kokkurinn alveg
furðu Iostinn þar sem þetta var
í fyrsta sinn, sem hann sá flug-
ugar, húsin ötuð leir og sátu
svertingjarnir f leðjunni. Engin
steinsteypt gata, nokkur hús
steinsteypt, en flest öll húsin
moldarkofar með stráþökum.
Varð mér heldur undarlega við,
er ég hugsaði til þess, að í þess
um kofum byggi fólk. Það hlýt-
ur að vera heldur óþægilegt að
sofa f leðjunni, en svertingjarnir
liggja á strámottum á jörðinni.
Þetta var þó versti tíminn, aðal-
rigningatfmi ársins. Þegar sólin
skfn er sama hvort maður sefur
úti eða inni.
Við komum á hótelið, þokka-
legt hótel, herbergin öll kæld.
Allt er hér öfugsnúið. Ef manni
er of kalt f herberginu og vill
hita upp, opnar maður bara
gluggana og hitinn streymir inn.
Við borðuðum góðan mat á
franska vfsu. Kjötið var að vfsu
seigt eins og leður, en að öðru
leyti bragðgott. Við litum dálftið
á borgina, þar var heldur lítið
að sjá, ótrúlega óhreint og for-
ugt, götur sums staðar alveg
undir vatni, húsin öll leirug.
Hverfi Evrópubúa var aftur á
móti glæsilegt útlits, nýtfzku
hús með aldingörðum og öðrum
þægindum.
Við litum á markaðinn. Þai
var á boðstólum allt milli himins
og jarðar, allt frá skrúfum upp
f nærklæði og innan um banan-
ar, kókoshnetur, ananas og aðrir
góðir ávextir. Appelsfnur og
grapefruit eru hér grænir á lit,
en ákaflega safamiklir og góðir.
Við dvöldum f Lomé um nótt-
ina, þar sem rignt hafði um dag-
inn og Roger þorði ekki að
leggja síðladags upp í ferðina tii
Palimé, því nóttin skellur fyrir-
varalaust á, um sex leytið.
með ljóskerum og benzínlömp-
um. Ég leit inn í einn kofann um
daginn. Þar er heldur fátæklegt
um að litast, einn eða tveir stól
ar, strámottur til að sofa á,
fyrsta, sem ég varð vör við hér
hjá hvítum mönnum er áfeng-
isdrykkjan. Byrja þeir kl. 10 á
morgnana á því að fá sér wiský
sjúss og kl. 10 að kvöldi eru
íslenzkrar konu í TOGO
vél og líka f fyrsta sinn, sem í bíti næsta morgun lögðum
hann sá hafið. Þetta var allt við svo af stað. Eftir tveggja og
meira en nóg fyrir hans Imynd-
unarafl. Um leið og við komum
Strax að loknu námi vildi
Roger Abéla taka að sér starf
sem væri vel launað og gæfi
mikið í aðra hönd. Það tækifæri
bauðst þegar honum gafst kost-
ur á að taka að sér forstöðu
lyfjabúðar í Palime f Togo. Eig-
andinn er franskur maður, en
hann vildi fá sér frf frá starfi
um skeið og dvelja nokkra mán-
uði f Evrópu.
TTINN ungi og nýútskrifaði
lyfjafræðingur tók þessu
boði með þökkum. En þá kom
til kasta Elísabetar, eiginkonu
hans, hvort hún treystist til að
fylgja bónda sfnum eftir suður
f hitabeltið. Hún var næsta á-
hyggjufull hvort sú ferð væri
ekki of áhættusöm fyrir hana
sjálfa og þó einkum fyrir árs-
gamlan son þeirra hjóna, sem
heitir Jón f höfuðið á afa sfnum.
Hún Ieitaði þvf bæði ráða for-
eldra sinna heima á Islandi og
eins heimilislæknis sfns 1 Frakk
landi. Sérstaklega bar hún kvfð-
boga fyrir malarfu og öðrum
hitabeltissjúkdómum, en læknir-
inn brosti aðeins að áhyggjum
frúarinnar og sagði að nú orðið
væri alls staðar á jörðunni hægt
til Palimé hljóp hann út f bæ til
að segja frá stóra fuglinum, sem
hafði sezt á jörðina!
í Lomé rigndi, götumar for-
Frfmerki frá Togo.
hálfrar stundar akstur vorum
við komin til Palimé, dvalarstað-
ar okkar.
Má með sanni segja, að göt
urnar heima séu glæsilegir vegir
f samanburði við þessa hestvegi
sem hér eru. Rigningin hafði
sums staðar gert stóreflis skörð
og holur í veginn og tvisvar
sinnum sátum við föst f leðj-
unni, svo að ýta þurfti bílnum
og moka frá honum. Til allrar
hamingju var nóg af hjálpfúsum
svertingjum, sem spruttu allt f
einu út úr skóginum, er stöðva
var.
Um landslagið er það að
segja, að sums staðar-líkist það
mjög frönsku landslagi, lítið um
reglulegan frumskóg, en þó sést
á pálmum, bananapálmum, kók
ostrjám og öðrum slíkum gróðri,
að komið er í hitabeltið.
DALIMÉ or allstór bær, um
10 þús. íbúar. Ein steypt
aðalgata, þar sem við búum, og
hitt svo flest allt typiskir svert-
ingjakofar. Allt er mjög svo
frumstætt. Við erum einu mann-
eskjurnar í þorpinu, sem höfum
rafmagn, aðrir lýsa upp hjá sér
borð, ef vel stendur á. Og
hér eru það konurnar, sem vinna
alh.n guðslangan daginn. Eru
flestar með eitt eða tvö börn á
bakinu og nokkra yrðlinga, f
viðbót, sem ganga í halarófu á
eftir. Bera þc.r allt á höfðinu
og hefi ég stundum séð þær
ganga með kassa fulla af kolum,
stóreflis bananaklasa og ýmis
konar aðra hluti, sem þær setja
hvern ofan á annan, allt þetta
á höfðinu án þess að styðja
nokkuð með höndunum. Hlaupa
þær, beygja sig og gera allar
kúnstir svona á sig komnar. Þær
eru flestar berar niður að mitti,
en vefja svo dúk í fallegum
skærum litum um mjaðmirnar,
og nær hann alveg niður að
jörð. Einstaka er klædd á evr-
ópska vfsu, en það er sjaldgæft.
Karlmenn klæðast skikkjum, lík-
um þeim, sem Arabar nota,
nema hvað þær eru marglitar
og skærar á lit.
Um íbúðina er það að segja, að
hún er vel innréttuð, með þæg-
indastólum, bar. sem er vel full-
ur af wiskyflöskum og öðru
slíku góðgæti, bridgeborði, rúll-
ettu og öðru i þeim stíi. Er auð-
velt að sjá, hvernig menn drepa
tímann hér um slóðir. Það
sjússarnir orðnir ærið margir.
Evrópubúar eru hér ákaflega
opnir fyrir og sækjast auðsjáan
lega eftir félagsskap annara
hvítra manna. Við erum boðin
út svo að segja á hverju ein-
asta kvöldi, og ménn koma jafn-
oft til að fá whiskysjússinn
klassíska. Hér er eitthvað um
Frakka, Júgóslava — eru að
byggja rafmagnsveitu, — Ame-
ríkana — sjálfboðaliðar, sem
byggja skóla hér, — Rússa —
pólitfskir flóttamenn, — Líban-
onbúar o. s. frv. Þetta eru allt
undarlegir fiskar, hálffullir
synda þeir allan daginn og eru
að sálast úr leiðindun). Það er
alveg visst mentalitet hjá þess-
um mönnum, þeir hafa fullar
hendur fjár og sóa því eins og
ekkert væri, enda þolir enginn
að vera hér til lengdar. Skil ég
þá vel. Þegar nýjabrumið fer að
fara af, er lftið eftir, sem getur
fyllt huga manns.
Beztu kunningjar okkar eru
lögreglustjórinn á staðnum og
kona hans, sem koma frá Mont-
pellier og eru ákaflega geðsleg.
Eiga þau eina dóttur, þriggja ára
gamla, sem er orðin góður leik-
félagi Jóns litla.
Framhald á bls. 10.