Vísir - 04.03.1963, Page 10

Vísir - 04.03.1963, Page 10
70 VISIR . Mánudagur 4. marz 1963. EB ÍIMgj ÉfÉIÍllf Nýlega unnu þckktir franskir fiugmenn óvenjuleg afrck, sem vakið hafa mikla athygli víða erlendis, þar sem aðstaða er til að leika þetta eftir þeim. Sá fyrri sýndi nýja aðferð til að fara yfir Ermarsund, en hann notaði til þess fallhlíf, sem dregin var af báti með ut- anborðshreyflum. plugmaður- inn, Jean-Claude Dubois sveif í um 100 metra hæð yfir sjón- um í fallhlífinni, meðan bátur- inn, sem knúinn var tveim 40 hestafla Evinrude-vélum, dró hann yfir sundið á aðeins 74 mínútum. Fallhlífin var af venjulegri gerð, en með þeirri breytingu, að gerðar voru 59 rifur í hana, en loftið slapp gegnum rifurnar og myndaði þá iyftiafl. Dubois lagði upp frá Frakklandi, án þess að láta vita um fyrirætlan sfna, en koma hans til Calais í Frakk- landi, þar sem hann sveif loks til jarðar innan um fólk á bað- strönd, vakti að vonum gffur- lega athygli. Hitt flugafrekið fór fram á Signu í sjálfri Paris, og þar var notazt við svokallaðan „giro“- bát, sem kalla má svifpökkva. Bátur þessi er dreginn af öðr- Skíðagarpurinn André Langlois svífur í svifnökkva sínum yfir Signu í Parfs. um, og þegar hann hefir náð nægum hraða, iyftist hann fyr- ir áhrif loftskrúfu, en skurði hennar má breyta, eftir því hvort menn vilja iáta bátinn svffa hátt eða lágt. André Langlois, sem lék þessa list er heimsmethafi í skiðastökki, og lét hann bát með 75 ha. Evin- rudvél draga svifnökkva sinn. Það vakti mesta athygli, þegar hann Iækkaði jafnan flugið, er hánn kom að einhverri brúnni, sem nóg er af í París, eins og margir vita. Eitt blaðanna komst svo að orði, að þarna væri ágæt leið til að leysa- sam- gönguvandræðin í París! Jean-Claude Dubois á nylonkaðli. leiðj yfir Ermarsund aftan í 450 feta Iöngum Úr bréfum frá Togo sérstaklega hár 'hans. — Eru þeir allir broshýrir og vingjarn- legir í okkar garð. 31. júlí 1961. er búinn að vera hér í tíu daga og hafa þeir liðið fljótt. Því miður hef ég lítið sem ekkert séð sólina síðan ég kom, það hafa verið stöðugar rigning- ar og höldum við okkur mest allan tfmann inni við. Lítið hef ég getað skoðað mig um, enda segja menn, að lítið sé að sjá hér f næsta umhverfi. 1 gær litum við á vatnsfallið, sem nota á til framleiðslu raf- magns hér, er það heldur snubb- ótt samanborið við vatnsföll heima. Munurinn er sá, að gróð urinn er ákaflega fjölskrúðugur, fellur vatnið niður um pálma, vafningsvið o. fI., og svo úir og grúir af öpum, sem leika sér og stökkva milli klettanna. Gam an er að virða fyrir sér tilburði þeirra, þar sem þeir eru gæddir þó nokkru viti. Annars er lítið um dýr hér. Húsdýrum er að sjálfsögðu nóg af, ganga þau hér um götur eins og aðrir veg- farendur, en engin villt dýr hefi ég séð enn þá, nema smá eðlur, 2—3 þuml. á lengd, sem líta stundum inn j til okkar, svo og leðurblökur, sem leita í ljósið á kvöldin og fljúga inn um glugg- ana. Eru þær fljótar að komast út, er þær sjá, hvar þær eru staddar. /ÍÐUR en ég kom ti lPalimé, hafði Roger keypt lítinn apakött, sem er eins og tveir hnefar manns að stærð. Roger skírði hann á sína vísu, kallaði Framhala af bls. 9. Varla þarf að segja, að við vekjum mikla eftirtekt, ekki sízt Jón litli. Um leið og við sýnum okkitr er strax komin halarófa af svertingjum, sem elta okkur, æpandi „yovo“ (sá hvíti), og vilja snerta Jón iitla og þó BRM^CKi 1 Ford ’53—’59 Chervolet ’52—’60. Ford Opel Karavan ’60. Tanus station ’59 Thunderbird ’5? tveggja dyra dyra -’60. Merkury ’50 góður. Skóda 440 ’56 kr. 25 þús. Chervolet ’53 vélar- laus 25 þús. - Kaupendur athugið að við höfum hundruð bíla á skrá hjá okkur og oft með litlum eða engum útborgunum ef nægilegar tryggingar á greiðslum eru fyrir hendi. M hann Xylol, hann varð að sjálf- sögðu að fá kemískt nafn á sig, svo hann væri í faginu. Það er kvenapi, og var hann mjög hændur að Roger áður en ég kom til Palimé, en eftir að ég sýndi mig vildi hann ekkert af Roger vita, en er öllum stundum hjá mér, er ég þó kvenmaður eins og hann. Apinn er indælt grey, mein- laus og góður í sér, til allrar hamingju verð ég að segja, þar sem Jón litli pínir hann misk- unnarlaust, en heldur lítið greindur að því er ég bezt fæ séð. Hann hefur þó eitt sinn sýnt svolítið vit, og er sagan þannig: Ég hafði lagt mig einn eftirmiðdág, og kom hann fljót- lega upp 1 rúm til mín, skrækti og lét öllum illum látum. Fór hann heldur í taugarnar á mér, tók ég þvl inniskó minn og fleygði honum í hann. Hröklað- ist hann þá vælandi ofan af rúm inu, setti hendumar fyrir andlit- ið og snökkti mikið. Leit hann við og við á mig milli fingranna til að sjá hvort ég væri ánn vond. Skipti ég mér ekkert meir af honum og sofnaði litlu seinna. Er ég vaknaði og ætlaði að fara í inniskóna mfna, fann ég ekki nema annan þeirra. Leit aði ég vel og lengi og fann hann loks undir ábreiðunni. Hafði honum verið vöðlað saman og troðið af mikilli gaumgæfni und ir ábreiðuna til þess að hann sæist ekki meira. Ég fann enga aðra útskýringu á þessu en þá, að apagreyið hefði tekið inni- skóinn, uppruna alls síns böls, og reynt að fela hann til að fyrir byggja allar frekari misþyrm- ingar, enda var hann heldur undirleitur, er skórinn kom í leitirnar. TZ'OKKURINN okkar Sylvestre er fullorðinn maður, fert- ugur að aldri. Hann stígur ekki £ vitið, en er heiðarleikinn sjálf- ur. Má ég til með að segja ykkur frá einu uppátækinu hans. Ég hafði keypt kjúkling á markaðinum og hafði ég beðið hann um að reita hann, þvo hann vel og setja hahn síðan í ofninn, Þar sem ég vissi, hve lít- ið væri treystandi að hann færi eftir mínum fyrirmælum, fór ég fram litlu seinna til að líta eftir honum og hvað sé ég: Maðurinn hafði tekið skál, búið til gott sápuvatn og skrúbbaði hann af miklu afli kjúklinginn með upp- þvottaburstanum upp úr sáp- unni. Gat ég þá ekki á mér setið að segja nokkur velvalin orð, en hanh sagði þá með mesta sakleysissvip: „En madame sagði mér að þvo kjúklinginn vel, svona þvæ ég hann vel“. Hverju á maður að svara svona nokkru? Og þarna kom ég of seint til að forða kjúklingnum. Þegar ég segi honum að sjóða grænar baunir, segir hann já og sýður svo kartöflur. Eitt sinn sagði ég honum að búa til súrkál með berlínarpylsum. Gat hann ekkert annað betra gert én að sjóða Iambakjöt með súrkál- inu, sem ómögulegt var að borða, og skera svo niður hráar pylsur sem hors d’æuvre. Er ég því hætt að segja nokkuð og læt hann gera eins og hann vill. Útkoman verður miklu betri, og verð ég að segja, að stundum býr hann til stórfínan mat. BarrVáiTvI EFNALAUGIN SJÖRG Sólvatlogötu 74. Simi 13237 BarmohliS 6. Simi 23337 Danny Kay. DANNY Kaye fékk botnlanga kast fyrir skömmu. — Þegar hann fór að finna til verkja hægra megin, hljóp hann út að flugvél sinni, settist upp í hana og flaug sjálfur í átt til sjúkrahúss, sem hann þekkti vel. Hann lenti á flugvelli í nágrenni þess, hringdi í sjúkra bíl og nokkrum minútum síð- ar lá hann á skurðarborðinu. Danny er nú kominn á fæt- ur og er óðum að hressast. m LITLA STÚLKAN, sem er að slökkva Ijósin á afmælistert- unni, er prinsessa Aliya, dótt- ir Husseins'konungs og fyrstu Diana og Aliya. drottningar hans Dinu. Huss- ein skifdi við Dinu þar sem hún hafði ekki fætt honum son. En nú er konungurinn bæði búinn að fá nýja drottn- ingu og son. Aliya lltla er í Jordaníu en móðir hennar fékk að heimsækja hatoa á 7 án afmælisdaginn. >f HINN ÓBORGANLEG^ danski grínleikari Dirch Passer er nú á ferð í USA. Og tilgangurinn Dirch Passer. með ferðinni er að finna grín- leikrit, sem geti gefið honum „come back“ á Ieiksviðinu í hcimalandi sinu, en undanfarið hefur hann aðeins fengizt við kvikmyndaleik. — Enn hefur hann ekkert sagt um árangur- inn og einskis er að vænta fyn en hann hefur fundið það rétta, en þá geta Danir farið að hlakka til að hlæja.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.