Vísir - 04.03.1963, Page 15

Vísir - 04.03.1963, Page 15
V 1 S I R . Mánudagur 4. marz. 1963. 15 BEATRICE HERZ: TURNAR jápjpj^ % - ..vXv. . ‘ ^ Framhaldssaga Við vorum nýkomnar til Paxos, dálítillar eyjar í Eyjahafi." Ferða- skrifstofurnar gátu hennar í bækl- ingum sínum og voru þar fallegar myndir innan um textann, en svo lítil var þessi ey, að hdn sást ekki á venjulegum landabréfum. Ég heyrði mikið talað um fegurðina þarna, af þeim, sem höfðu lesið ferðapésana, en sjálf gat ég ekki gert mér fulla grein fyrir í hverju hún var frábrugðin öðrum eyjum. — Á hinn bóginn var margt, sem mér duldist ekki, svo sem að mat- urinn var góður og að það var angan í lofti — og allir voru mér einkar góðir og hjálpsamir. Og eitt fannst mér alveg dásamlegt, — einkum þegar vindur stóð af hafi, en það var þessi angan í loftinu, — það var eins og blærinn hefði farið yfir þúsund blómskrýddar eyjar, áður en hann lagði leið sína til Paxos, og það var líka krydd- angan og hunangs, sem blærinn bar með sér, og svo var sjávarselt- an sem hann var mettaður af. Um þetta mundi ég aldrei fá neitt frekara að vita, en Nora frænka, sem hafði boðið ' mér með sér í ferðina, ætlaði sér heldur en ekki að bæta mér þetta upp, og eftir að við höfum verið þarna tvo daga, var ég sannast að segja búin að fá nóg af lýsingum hennar og umkvörtunum. Það Virtist í raun- inni ósköp fátt í réttu lagi í þeim heimi, sem við lifðum og hrærð- umst í — eftir lýsingum hennar að dæma. Henni varð tíðrætt um hina innbórnu, eyjarskeggja, sem voru hneigðir fyrir vfn og voru meira fyrir að leika á hljóðfæri og raula, heldur en að taka til hönd- unum við eitthvert ærlegt starf. Og hún kvartaði yfir ferðaskrif- stofunni, sem vílaði ekki fyrir sér að brjóta skriflega gefin loforð, en ferðin, sem hófst í júnf, átti samkvæmt loforðum hinnar banda rísku ferðaskrifstofu, sem samið var við, að verða alveg dásamleg — ógleymanleg. Leið hver dag- urinn af öðrum, með ný og ný vonbrigði, að því er Noru fannst, — að minnsta kosti var alltaf nóg til þess að kvarta yfir, og ef ég reyndi að malda í móinn og segja, að f rauninni væri þetta allt sam- an ágætt, var vana svar Noru I frænku: — Elsku Helena mín, þú ert svo ung — þú gerir engar kröfur — og þar að auki, eins og ástatt er fyrir þér .... Það var blátt áfram að verða að vana hjá henni, að siá í botninn með slíkri athugasemd, þannig að setning var klipin sundur f miðju. En þetta var ekki vegna þess, að Nóra frænka vildi vera ónærgætin eða tillitslaus, Og í rauninni var ekkert eðlilegra en að afstaða hennar væri slík, því að fyrir mér hlutu allar ferðir að verða eins, — allar eyjar eins. Nei, kannski er þetta ekki rétt. Kannski mun ég ávallt þrátt fyrir allt minnast eyjarinnar Paxos sem dálítils sérstæðs heims. Þetta var líka fyrsta utanferðin mfn og ég var einkennilega skapi farin um þessar mundir, einhver óró, ein- hver ólga í blóðinu, og anganin í loftinu átti sinn þátt f að, að mér fannst þetta lfkast því sem að vera með hita, sem færi ört vaxandi dag frá degi. í mínu venjulega umhverfi hefði einhvern veginn verið auðveldara að sætta sig við, að vera blind, heldur en hér á eynni, þar sem angandi golan lék um allt og alla. Hvernig sem á þvf stóð var sú breyting orðin í innra lífi mínu, að ég var farin að halda f einhverja von, sem ég vissi undir niðri að var gyllivon, en sem ég samt hélt f — von um, að skipið sem flutti okkur frá Italfu til grfsku eyjar- innar, yrði allt í einu að töfra- skipi, sem mundi koma aftur og flytja mig til einhverrar dásam- legrar furðustrandar, þar sem ég gæti notið alls, séð allt — eigin augum. Það, sem í kringum mig var, það sem lifði, hrærðist, hljóm aði f kringum mig, stakkato- raddir fólksins, sem talaði á tungu' sem ég ekki skildi, anganin sem var öðru vísi en nokkur annar ilmur, kalksteinarnir á húsveggn- um sem ég hafði þuklað á, klukkna hljómurinn, sem barst frá þorps- kirkjunni, seiðandi en fábreytileg- ur sónn söngs og bouzouki-hljóm- listarinnar frá kránni ... Þetta var allt eins og raðmyndar-flísar, sem ég var að reyna að raða niður f hugarheimi mfnum og gera úr heilsteypta mynd. Og mér tókst það — næstum. Það vantaði það, sem mestu skipti. Ég gat ekki séð sólina, himininn, hafið og klett- ana, og allt var þetta svo mikil- váegt til þess að geta dregið upp mynd í huganum, þótt aðeins væri af smáey. Og þó mundi ég eftir sólinnl, heiðum himninum, hafinu og klettunum heima, frá þvf ég var barn \og kornung stúlka heima í Nýja Englandi. Þetta hlaut að vera allt með öðrum svip hérna á Klettaey í Eyjahafi. Og að vissu leyti var þetta ekki ósvipað, þegar ég hugsaði um and- lit mitt, eins og það var, þegar slysið varð fyrir fimm árum. Þá var ég 16 ára og enginn sem missir sjónina skyndilega fær skilið með hve mikilli örvæntingu maður reynir að halda f minninguna umv andlit sitt eins og það leit út þeg- ar maður var ungur og glaður. Það kemur stundum fyrir, þega myrkrið hefir lagzt á hálfan heim- i inn, einnig yfir menn með sjáandi augu, og ég ligg andvaka, að ég þukla með fingurgómunum um and lit mitt og reyni að gera mér grein fyrir breytingunni. Ég veit, að and- lit mitt var ffngert og að ég var nokkuð fölleit, nefið fremur stutt en beint, og munnurinn helzt til of stór, hárið Ijóst. Hárgreiðslukon- urnar segja, að það sé svo ffngert og létt, að þær séu aldrei fyllilega ánægðar með hvernig þeim tekst að leggja það. Ég geng vanalega með stór, dökk gleraugu. Og ég veit, að augu mfn voru dimmblá. Kannski hafa þau skipt um lit. Kannski hef ég breytzt mikið í út- liti. Tuttugu og eins árs gömul stúlka hlýtur að Ifta allt öðru vfsi út en þegar hún var sextán ára. Ég hef hækkað um nokkra senti- metra, brjóstin eru bústnari og ég er dálítið mjaðmameiri. En andlit mitt? — Fyrir mínum innri augum sé ég það eins og það var þegar ég var sextán ára, en ég veit, að það hlýtur að hafa breytzt. Það hljóta að vera í þvf nýir drættir, sem ég gæti ekki fellt inn í mynd- ina. * ©PIB 3 COPENHAGEN l!Í!!l||Í!!H|i,:!- 673 Hvemig stendur á því að þúgetur ekki gleymt brúðkaupsdegi okkar eins og allir aðrir eigin- menn------? Sigurgeir Sigurjónsson hæs taréttar 1 ögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Simi 11043. Nælonsokkar aðeins kr. 25.00 Loftfesting Veggfesting y- Wfo.fw.v . __ '** VV / * V IVIælum upp Sefjum upp 5IM! 13743 LfMDARGÖTU 25 PERMA, Garðsenda 21, simi 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sími 15493. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sfmi 24616, Hárgreiðs'ustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, Sfmi 14853. T A R Z A N Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, sfmi 14787. Hárgreiðslustofa "ESTURBÆJAR Grenimel 9, sfmi 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1. sími 15799. *IT'S A50UT TIAABl* IVY SNAPPEP. *FR01A NOW ON , „ YOU JUfAP WHEN I C/.LL!® Ivy Vines settist, og kallaði svo hvað kalt að drekka... og það dálitla stund, en ákvað svo að og þreif af honum glasið, „héðan hrokafull til veiðimannsins. fljótt'*. verða viðo bón hennar. f frá kemurðu um leið og ég kalla*'. „Heyrðu þarna. Gefðu mér eitt- Joe Bishop gretti sig og hikaði „Loksins kemurðu**, sagði Ivy ‘Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Ml UIUUII cv ) ^ '■ ' / 2. w f sp i. r o' 22991 ■ Grettisgötu 62 ST

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.