Vísir - 04.03.1963, Page 16

Vísir - 04.03.1963, Page 16
■ Utlit fyrir að Ingi vinni í gær tefldu þeir aðra um Reykjavíkurmeist- Ólafsson og Ingi skákina í einvígi sínu aratitilinn, þeir Friðrik hannsson. Skák R. Jó þessi Frá einvigiskeppni þeirra Friðriks og Inga. Einvígi þeirra er nú mjög spennandi og vekur athygli í skákheiminum. vakti feikilega athygli og var allspennandi, en henni lauk með því að Friðrik Ólafsson gaf skákina eftir 33 leiki. Þá hafa þeir Friðrik og Ingi samið um jafntefli í I. skákinni, sem hafði far- ið í bið. Eftir þetta er svo komið að Ingi hefur miklu sterkari stöðu en Friðrik í einvíginu. Er hann með 1 y2 vinning móti hálfum vinning Friðriks. Er víst að fylgzt verður með seinni tveim ur skákunum af mikilli athygli en til þess að vinna sigur í ein- víginu þyrfti Friðrik að vinna þær báðar. Skákin í gær, sem Friðrik gaf, varð ailflókin um tíma. — Friðrik fékk verri stöðu en reyndi að koma sér út úr erfið- leikunum með því að hefja sókn, en það kom í ljós, að sú sókn var eigi nægilega undir- byggð. Skapaðist taisverð Framh. á bls. 5. Frumsýningu frestuð Leikfélag Reykjavíkur, sem á- kveðið hefur að frumsýna leikrit- ið ,.,Eðlisfræðingamir“ eftir Fried- rih Dtirrenmatt á miðvikudags- kvöldið, hefur orðið að fresta sýn ingunni til n.k. sunnudags. Ástæð an fyrir þessari frestun en inflú- enzufaraldur sá, sem nú herjar á Reykvíkinga og hefir lagt nokkra leikara að velli — um sinn. Landhelgisgæzlan og Hainarsjóður krefjast fullra björgunariauna Sjóréttarrannsókn í björgunarmáli þýzka togarans T r a v e frá Kiel lauk í Vestmanna- eyjum í fyrrakvöld. Eins og blaðið hefir skýrt frá áður tók þessi togari niðri á grunni við Eyjar í ofsaveðri í vikunni sem leið og tókst lóðsinum frá Vestmannaeyjum, sem er hafnsögubátur- inn þar, og björgunar- skipinu Albert að ná honum út aftur og draga Möguleikar á þremur erienéum lánum til að Ijúka Bændahöllinni Eins og Vísir skýrði frá á dög unura, bauðst enskur fjármála- maður, L. Ashley frá London, til þess í vetur að lána 78 milljónir króna til 20 ára með 6y2% vöxtum til að fuligera Bændahöllina, og hefði þá lána- þörf þessarar miklu byggingar verið fullnægt. Nú hefur hins vegar komið nokkur afturkipp- ur í þetta tilboð, Ashley vill stytta lánstímann niður í 15 ár. Samtímis hefur það gerzt, að opnazt hafa möguleikar gegnum íslenzkan banka, á þýzku iáni til Bændahallarinnar, en það mál er í deiglunni ennþá. í þriðja lagi mun Bændahöllinni fyrir alllöngu hafa borizt tiiboð um annað þýzkt lán fyrir milli- göngu Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra, en því hefur ekkl ver ið tekið enn sem komið er. Enski fjármáiamaðurinn hafði upphaflega krafizt bankaábyrgð ar og bankatryggingar hjá rík- inu í sambandi við tilboð sitt, og þessar ábyrgðir tókst bygg inganefnd Bændahallarinnar að útvega. Dráttur varð þó á samn ingsgerð, m. a. vegna þess að Ashley var veikur í nokkrar vikur. Mörg bréf hafa farið á milli, án þess að til lántök- unnar yrði formlega stofnað, og fyrir síðustu helgi kom bréf frá Ashley, þar sem hann vill breyta lánskjörunum, stytta lánstímann úr 20 niður í 15 ár. Forráðamenn Bændahallarinnar geta því ekki á þessu stigi máls ins sagt Um það, hvort af þess- ari lántöku verður. Það breytir miklu til hins verra, að stytta lánstímann og þyrfti þá að nýju að fara fram á ríkisábyrgð, sem veitt var með 20 ára lánstíma fyrir augum. Þar að auki er svo til athugunar hinn nýi mögu- Ieiki, sem áður var nefndur, á þýzku láni fyrir milligöngu ís- lenzks banka. Þannig standa þá sakir, að möguleikar kunna að vera á þremur lánum, en ekk- ert hefur verið ákveðið. • «>- til hafnar í Vestmanna- eyjum við illan leik í ofsaveðri og stórsjó. Freymóður Þorsteinsson, sett ur bæjarfógeti í Eyjum, sagði Vísi í morgun að Hafnarsjóð- ur Vestmannaeyja og Landhelg- isgæzla rlkisins hefðu í sjórétt- inum gert kröfu til fullra björg- unarlauna og að togarinn yrði kyrrsettur þar til trygging hefði verið sett fyrir þeim, Ver- ið er að meta skipið og eftir því mati fer um upphæðir þeirra björgunarlauna, sem kraf izt er. Kafararannsókn leiddi í ljós fyrir helgina að fjöðrin er farin af stýri togarans, hællinn lask- aður eða farinn, eitt skrúfu- blað af þremur er bogið og kjöl ur skipsins beyglaður og klesst ur á þremur eða fjóruip stöð- um. Nánari rannsókn fer nú fram á þessum skemmdum. NYR „SPEGILL n Ákveðið hefur verið að hefja útgáfu skopblaðs f Reykjavík. „Vlð vitum að fólkið saknar Spcgilsins“, sagði Tómas Karls son, blaðamaður, einn af útgef- cndum blaðsins ,þess vegna prófum við þetta“. Búið er að ráða þrjá teikn ara, Sigurjón Jóhannsson, Ragn ar Lár og Birgi Bragason til að teikna f blaðið. Svo eru 9 góðir húmoristar búnir að lofa að skrifa í blaðið. Ekki er ennþá ákveðið hvað blaðið á að heita. Útgefandi Spegilsins, Páll Skúlason, mun ekki vilja láta nafn blaðs síns af hendi, nema fyrir nokkra upphæð, sem hinir nýju útgef- endur hika við að greiða. Kem ur þá til álita að nefna blaðið Spéspegilinn, eða einhverju öðru nafni, sem segir til um efni blaðsins. Gífurlegar annir hjá lögreglunni Lögreglan i Reykjavík telur að síðasta helgi hafi verið einhver sú annasamasta í sögu hennar. a. m. k. um Iangt skeið og allt frá þvi á föstudagskvöld og þar til f nótt ærið að starfa, einkum þó vegna öivunar, sem vart hefur orðið meiri í Reykjavík en um venjulega helgi. Auk þess hefur talsvert verið um innbrot, ryskingar og aðra óknytti. Lögreglan hefur tjáð Vísi, að bæði fangageymslan í kjallara Lög reglustþðyarinnar og eins í Síðu- múiá háfi yfirfyllzt allan þenna’n tíma og iðulega orðið að hleypa út úr þeim til að koma öðrum enn drukknari inn. Frá því á föstudags kvöld og þar til f gærkveldi höfðu 92 menn verið fluttir til geymslu á þessa tvo staði og í nótt var einnig mjög mikið um ölvun f bæn- um, þótt það væri eitthvað minna. Þá tók lögreglan 9 ökumenn ölv- aða við akstur aðfaranótt laugar- dags og sunnudags og er það meiri „uppskera" en venjulegt ,er á jafn skömmum tíma. Einn þessara manna var tekinn fyrir ölvun við akstur báðar næturnar. Alls var lögreglan f gær búin að taka 63 menn fyrir ölvun við akstur frá s. 1. áramótum. Töluvert var um ryskingar í bæn um þessar nætur og a. m. k. tveir eða þrír menn voru rotaðir. Einn þessara manna var barinn niður í porti bak við veitingahúsið Röðul. Hann slasaðist eitthvað og var flutt ur í Slysavarðstofuna. Þar lá hann það sem eftir var nætur. Þá réðust þrír ungir piltar á lögregluþjón úti á götu og börðu hann illa. Pilt- arnir náðust og voru settir í geymslu. j Mikil brögð voru að innbrotum í Reykjavík bæði aðfaranótt taug- ardags og sunnud. og sums staðar verulegum verðmætum stolið. Að- Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.