Vísir


Vísir - 18.03.1963, Qupperneq 9

Vísir - 18.03.1963, Qupperneq 9
VÍSIR . Mánudagur 18. marz. 1963. Hlut Tjrátt fyrir þó að listdómar séu oft meira og minna ó- fullkomnir, eru þeir þó í eðli sínu nauðsynlegir, og verksvið þeirra stórt. Hlutverk þeirra er ekki að skapa list, heldur ala upp list. Listdómarinn verður fyrst og fremst að skilja niður í kjölinn gildi og þýðingu listarinnar Hann á að vera fær um, að gera upp á milli góðrar listar og þess sem lakar er gert, og honum ber að hrósa því sem betra er, svo að listamaðurinn finni að hann sé metinn að verðleikum. Leik- dómarinn á að vera eins konar sívakandi samvizka listamanns- ins, sem minnir á og aðvarar, þegar vikið er út af braut list- arinnar. Hann á að ámæla þvi sem laklega er gert, og ekki nóg með það, honum ber einnig að benda á, hvernig hann álíti að betur megi fara. Hann á að styðja tilraunir byrjandans, sem i óvissu er að byrja að þreifa sig áfram að listabrautarinnar fyrsta áfanga. Ef listdómarinn er starfi sínu vaxinn, gerir hann þetta af þekkingu og með rök- um, með kærleika til listarinn- ar, þá vinnur hann smám sam- an traust listamannsins, svo að hann fer að skoða listdómarann sem hollan vin og ráðgjafa, sem til vamms segir, en ekki sem persónulegan óvin, sem vilji níða hann að ástæðulausu. Listdómaranum má ekki fara eins og þeim, er skrifaði um leik sýningu en nefndi ekki með einu orði aðalpersónuna, af þvl að leikur hennar féll honum ekki I geð, en sem annars sýndi góða frammistöðu. Annar skrifaði um tvísöng tveggja kvenna, en nefndi ekki þá sem söng neðri röddina, af því að hann þóttist - ekki hafa heyrt eins mikið til hennar og þeirrar, sem söng þá efri, svo var hún byrjandi, og hafði ekki eins hátt og hin, varð hann því að þurrka hana út úr söngdómnum. Allir skilja að slíkt eru engir listdómar og aðeins til ills. En ef listdómarinn og listamaður- inn vinna saman í skilningi og sameiginlegum áhuga fyrir góð- um árangri getur hlutverk list- dómarans náð tilgangi sínum. Þá er samvinnan á milli þeirra eins og hún á að vera. Ritstjór- ar blaða, verða að læra að skilja það, og gera sér mjög ljósa grein fyrir, að það er langt frá, að það sé sama, hverjum er trú- að fyrir þvl. að skrifa Ieikdóma. Því fylgir sem sé ærinn vandi og mikil ábyrgð. ^lllt fram á síðustu áratugi hefir listagagnrýni verið all- mikið áfátt á íslandi. Til mikils tjóns, hefir flestum Iistagrein- um verið hrósað um of. Ástæð- an til þess mun m. a. vera sú, að það hefir verið á fárra færi, að dæma um slíkt. Persónulegur kunningsskapur hefir án efa oft orðið til þess, að dómamir hafa stundum orðið meira hrós en listamennirnir hafa haft gott af. Málarar skrifa um málverkasýn- ingar. Rithöfundar um bók- menntir. Hljómleikamenn um tónleika o. s. frv. Leikarar hafa þó enn ekki skrifað um leikara svo kunnugt sé. Komi það fyrir að listamanni þessara lista- greina sé sagt til syndanna af þekkingu og góðum vilja, er það heldur ekki óalgengt að hlutað- eigandi taki það illa upp, og á- líti að til grundvallar liggi per- sónuleg óvild. Listamaðurinn skyldi ætíð athuga gaumgæfi- lega aðfinnslur listdómarans. í þeim geta oft falizt sannleiks- korn. ,,Hvað er til I þessu, sem hann segir, kannski er ástæða fyrir mig til að íhuga, hvort þetta sem að er fundið, geti ekki haft við eitthvað að styðjast." , Þannig hugsar athugull og hleypidómalaus listamaður, sem er ekki allt of ánægður með sjálfan sig. Hrós listdómarans gleður hann venjulega eitthvað, en hann lætur það oftast liggja á milli hluta, án þess að ofmetn- ast. Góður listamaður veit sem sé oftast sjálfur, hvenær hann gerir vel og hvenær hann gerir illa, og þar allt á milli. — Allir listamenn verða að læra að skilja, að enginn verður óbar- inn biskup, og leiðin upp á við leikdómandans er vandasamt Haraldur Bjömsson í hlutverki f Bledermann og brennuvargarnir. liggur í gegn um hreinsunareld gagnrýninnar. Þá leið verða all- ir að fara, sem vilja ná þroska og fullkomnun, sem ekki vilja trénast upp í sjálfsáliti og með- almennsku. Þeir verða að læra að skilja og meta gildi og rétt góðra listdómara og læra einn- ig að færa sér þá í nyt. Undir þvf er framtíð fslenzkra lista að miklu leyti komin. Ástæðan til að menn hafa svo oft vandað lítið til leiksýninga hérlendis, mun meðal annars vera sú, að þeir gera sér varla nógu vel grein fyrir, hvað leik- list er, né skilja tæplega gildi hennar né þýðingu, álíta hana sem augnabliks dægradvöl. annað ekki. Er sá hugsunarhátt- ur ekki svo undarlegur hér á landi, þar sem þessi list er ennþá svo ung, því að fram yf- ir síðustu aldamót hefir borið allmikið á honum f sumum hinna stóru landa Evrópu, meira að segja þeirra, sem eiga gamla Haraldur Björnsson ritar um leiklist rótgróna leikhúsmenningu. Leik- listin hefir af mörgum verið tal- in léttvæg og laus fyrir, og ekki mikils virði, oft lofuð, vegsöm- uð og klappað lof f lófa að kvöldi en gleymd að morgni — mikið umtöluð en Iftið virt. T eikarastétt Evrópu hefir bar- izt góðri baráttu. 1 meira en tuttugu aldir, hefir hún barizt við vanþekkingu, misskilning, hleypidóma og hinn breytilega smekk aldanna. Hún hefir bar- izt við sfna eigin galla, sinn eig- in vanmátt. Hún hefir verið fyr- irlitin og dæmd harðar en flest- ar aðrar stéttir. Hún hefir elsk- að list sfna — og það hefir gef- ið henni þrek til að berjast svo langri baráttu og sigra, Tuttug asta öldin hefir snúið við blað inu. — Nú hafa allar mennta- þjóðir Norðurálfunnar viður- kennt leiklistina, sem merkan og þýðingarmikinn þátt f menn- ingu þeirra, og nú er góðum leikhúsum skipað á bekk með göfugustu menntastofnunum þjóðanna. Engin þjóð f Evrópu mundi vilja hafa farið á mis við þá baráttu, sem leikarastétt hennar hefir háð á umliðnum öldum. — Nú eru beir fáir, sem jafn mikið er dekrað við í Ev- rópu og listamenn leiksviðsins. Hvort það dálæti hins vegar er beint hollt getur verið álitamál. Árlega ganga nú á hönd Ieik- listinni fleiri og fleiri, menn og konur, búin góðri menntun og miklum hæfileikum. Fólk, sem hefði getað valið um glæsilegar áhyggjulausar lífsstöður, en sem þó hefir helgað leiksviðinu, og hinni óútreiknanlegu leiklist alla krafta sína. íslenzk leiklist er ennþá til- tölulega ung að árum, og á því við marga og mikla erfiðleika að stríða. Og ef þess er gætt, að nú er tuttugasta öld, væri f raun inni hægt að ætlast til að þeir væru ekki eins margir og reynsl an þó sýnir og hefur sýnt. Fram tíðarhorfurnar fara þó batnandi. Þjóðleikhús fslendinga hefir ris- ið af grunni. Það hefir starfað af fullum krafti meira en 12 ár, með allstórum hóp ágætra og velmetinna atvinnuleikara. Borg arleikhús er f uppsiglingu í höf- uðstaðnum, sem hýsa á starf- semi Leikfélags Reykjavíkur, sem öllum bæjarbúum er kært, og sem nú um 65 ára skeið hef- ir unnið þýðingarmikið menninp arstarf fyrir land og lýð. Þannig hefir það jafnan ver- ið. 1 baráttunni fyrir tilveru sinni og þroska, hafa listir — jafnt sem önnur áhugamál manna -átt- sér > vini,....sem stutt hafa málefnið af kærleika og skilningi. Hér á íslandi hafa t. d. fájtæk leikfélög — með fá- einum áhugamönnum, listelsk- um mönnum og konum, barizt fyrir þessari list með sömu ó- eigingiminni og sama brennandi áhuganum og stéttarbræður þeirra meðal annarra þjóða hafa gert f margar aldir. Nú eins og þá hjálpa þeim listelskir hug- sjónamenn, sem ekki sjá öll gæði lífsins í matarstritinu einu saman. Engin list verður eyði- lögð né yfirunnin, því að hún er í eðli sfnu ódauðleg. 'E'f þeir, — menn og konur, — ^ sem unna leiklistinni og vilja vinna fyrir hana, halda að- eins ótrauð sína leið, með stefnu festu og viljaþreki og Ifta hvorki til hægri né vinstri, hverju sem að þeim er kastað, þá er málefn inu borgið. í meðvitund minni hefir leik- húsið sífellt verið helgur stað- ur, þar sem menn hefðu að sínu leyti jafn gott af að koma og í kirkju til bezta kennimanns. Þar sem kostur væri á að sjá Iær- dómsrík leikrit, sem vektu menn til alvarlegrar umhugsunar, líkt og góð andrík prédikun. Leikrit sem vektu í mönnum manns- lund og drengskap, svo að þeir lærðu að hugsa frjálsara og skilja betur tilfinningar sínar og annarra, — skilja betur mann- lífið. Þvf enn hefir ekki manns- andinn fundið upp neina þá list, sem er jafn áhrifamikill kennari og góð, vel leikin leikrit. Að lokum þetta: Þjóðleikhúsið er reist af allri íslenzku þjóðinni fyrir skemmtanaskattinn. Það verður rft fyrir hörðum dómum um eitt og annað f starfi sfnu, oft ekki að makleikum. Miklar skyldur eru því á herðar lagðar, og háar kröfur eru gerðar til þeirraY stofnunar, svo sem vera ber. En hvað er með félagáheim- ilin glæsilegu, sem risið hafa víðs vegar til sjávar og sveita um gervallt fsland. Eru þau ekki líka að miklu leyti byggð fyrir skemmtanáskattinn og hafa kost að tugi, líklega hundruð millj- óna. Hvaða kröfur eru gerðar til þeirra? Væri það ósanngjarnt til að ætlast, að þessi dýru og veglegu hús fylgdu einhverri ákveðinni stefnu sem menningarstofnanir? Ef ég man rétt, mun það hafa verið ætlunin í upphafi, að þau gegndu menningarhlutverki hvert á sínum stað. öðru og meiru en þvf, að stunda dans- samkomur með víndrykkju í stórum stfl. Væri ekki nauðsynleg reglu- gerð um starf þeirra í aðal- dráttum, og rekstur allan, þar sem allflest þeirra munu að miklu reist fyrir ríkisfé? SEINNI HLUTI EINRÓMA LOFUtA 79 AF STÖÐINNI / SVlÞJÓÐ Byrjað er að sýna kvikmyndina 79 af stöðinni í Svfþjóð við frá- bærar móttökur almennings og blaða. Kvikmyndin hefur þegar ver ið sýnd f Vester&s, og hafa borizt hingað úrklippur með umsögnum, sem eru ð allan hátt mjög lofsam- Iegar. Þá hefur Göteborgs-Tidningen birt heila opnu með 10 myndum og frásögn af kvikmyndinni, til að búa lesendur sfna undir frumsýn- ingu myndarinnar þar f borg. Ber blöðum saman um að „79 af stöð- inni“ sé mikill viðburður, ekki að- eins vegna þess að hún sé fyrsta íslenzka kvikmyndin, heldur ekki sfður vegna þess, að þarna sé á ferðinni frábær mynd. Myndin er erlendis kölluð Gogo. eftir aðal- kvenhetjunni. Fölkebladet, Vesterás, segir t. d.: „I Gogo sjáum við frásagnarlist- ina eins * og hún hefur varðveitzt um aldir allt frá upphafi norrænna skáldlistar. Það er furðulegt, hvern ig höfundi og leikstjóra hefur tek- izt að yfirfæra þessar hefðir f sköp- un kvikmyndar ... “ Kvikmyndinni er hrósað sem lista verki, ærlegu og snjöllu. Krist- björgu Kjeld og Gunnari Eyjólfs- syni er spáður frami í sænskum kvikmyndum. Mönnum þykir Edda Film hafa unnið afrek að hafa tek- izt að framleiða þessa ágætu kvik- mynd við þær ófullkomnu aðstæð- ur, sem búa varð við.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.