Vísir - 28.03.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 28.03.1963, Blaðsíða 1
53. árg. — Fimmtudagur 28. marz 1963. — 72. tbl. UM 600 OKU- MENNSEKTAÐIR Götulögreglan í Reykjavík hefur undanfarna daga gert gangskör að því að elta uppi þær bifreiðir sem eru ólöglega staðsettar á götum borgarinnar og hafa um 600 manns verið sektaðir fyrir þær sakir á s.l. hálfum mánuði. Áður var lögreglan búin að að- vara bifreiðastjóra bæði í blöðum og eins með þvf að festa aðvörun- armiða á þær bifreiðar sem voru Opinber heim- sókn til Bretlnnds Forseta islands og frú hans hefir borizt boð frá brezku rík- isstjórninni um að koma f opin- bera heimsókn til Bretlands á hausti komanda. Hafa forsetahjónin þegið boð ið. Síðan mun verða ákveðið nánar um heimsóknartímann. ranglega staðsettar á götum. En þarna er átt við að leggja þurfi bílum á vinstri akrein venjulegra umferðargatna, eða þeim megin götunnar sem ekið er eftir. Er það gert til þess að bíllinn þurfi ekki að skera götuna þegar honum er lagt, eða ekur af stað úr stæði. Það getur valdið umferðartruflun- um og orsakað slysahættu. Þegar að lögreglan taldi sig vera búna að aðvara bifreiðaeig- eigendur nógu lengi í þessum efnum byrjaði hún að sekta fyrir ólöglegar stöður bifreiða fyrir um það bil hálfum mánuði og hefur til jafnaðar sektað um 40 manns á dag til þessa. Sektin, sem ökumenn verða að greiða fyrir þessar sakir er 100 krónur í hvert skipti. Lögreglan telur sig ekki hafa neina ánægju af því að elta menn uppi til að sekta þá og hefur beð- ið Vísi að koma þeim vinsamlegu tilmælum á framfæri ivið bifreiða- stjóra að þeir átti sig á þessum hlutum og leggi faratækjum sínum framvegis réttu megin á götunum. Tollalækkunin er raunhæf kiarabót llr ræðu fjórmáluráðherra í gær Á Varðarfundi i gærkvöldi gerði fjármáiaráðherra Gunnar Thoroddsen grein fyrir hinni nýju tollskrá i ítarlegri ræðu. Drap hann á nokkur þau megin sjónarmið sem legið hafa til grundvallar við endurskoðun tollalöggjafarlnnar, og hann bað embættismannanefndina að hafa í huga er hún var skipuð 1959. GREITT ÚR FLÆKJUNNI. Fyrsta sporið var í þá átt að gera aðflutningsgjöldin ein- fáldari. Tollamál okkar Islend- inga hafa verið í meiri flækju en nokkurrar annarar þjóðar, sem til þekkist, sagði ráðherr- ann. Árlega hafa ýmsar breyt- ingar verið gerðar um áramótin, og þá einkum vegna þess að koma hefir orðið aðalatvinnu- vegi landsins, sjávarútveginum, til aðstoðar. Minntist ráðherr- ann á bátagjaldeyrinn, sem upp var tekinn 1951 og síðan breytt í innflutningssjóðsgjald. En að reikna út og greiða eftirfar- fleira kemur hér til sem gerir andi gjöld: vörumagnstoll, álag málið enn flóknara. Margvísleg á vörumagnstoll, verðtoll, verð- gjöld eru nú reiknuð af mismun tollsviðauka, rafmagnseftirlits- andi grunni. Sem dæmi tók ráð- gjald, tollstöðvargjald, bygging- herrann sendingu götuljóskera arsjóðsgjalþ, tvöfaldan sölu- sem fyrir nokkru kom til lands skatt og innflutningsgjald. ins, 760 kíló að þyngd, og sem Hér er um níu mismunandi cif. kostaði um 100 þús. krón- gjöld og tolla, sem greiðast af ur. Af þessari sendingu þarf nú þessari einu vörutegund og sjá ■ ......... ........... Wl-' Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðheira allir hvert hagræði er af því að nú verður tollurinn aðeins einn, verðtollur, samkvæmt hinni nýju tollskrá. SAMRÆMING. Þá verður og bætt úr hinu mikla ósamræmi, sem er milli tolla á sömu vörutegundum. Þannig hefir tollur á bátavélum verið 21%, á dráttarvélum 34% en bifreiðavélum 77%. Nú er settur einn tollur á allar vélar til samræmingar og farið milli- veginn, 35% tollur. Með því er komið fyrir marga misnotkun, sem hefir tíðkazt á þessu sviði. TOLLALÆKKANIR. Þá vék ráðherrann að hinum víðtæku tollalækkunum, sem frumvarpið felur í sér, en þær nema samtals um- 100 millj. króna. Þess hefur verið dæmi að vara hefði verið tolluð um 344% og væri það hærri tollur en vitað væri um í nokkru frjálsu landi, Nú væri þessu gjörbreytt og engin vara hærra Framh ils 5 JAKDSKJÁLFTA UPPT0KIH NORDUR ÁF SKÁGAFIRDI Síðustu kippunnu vurð vurt í morgun Harður jarðskjálftakippur gekk yfir ísland skömmu fyrir miðnætt- ið s.l. nótt og síðan aðrir en væg- ari kippir seinna. Upptök jarð- skjálftanna voru fyrir norðan land- ið, eða sem næst 400—450 km. fyrir norðan Reykjavík, enda voru kippimir harðari norðan Iands heldur en hér á sunnanverðu land- inu. Eftir þeim miðunum og mæl- ingum sem gerðar hafa verið af hálfu Vpðurstofunnar í nótt og í morgun virðast jarðskjálftaupptök- in vera einhvers staðar út af Skaga firði. Jarðskjálftafræðingur Veðurstof- unnar, Ragnar Stefánsson, var far- inn úr bænum í morgun, hafði far- ið austur að Kirkjubæjarklaustri í nótt til að gera við jarðskjálfta- mæli, sem farið hafði úr sambandi við jarðskjálftakippinn í gær- kvöldi. Þess í stað átti Vísir tal við Flosa Sigurðsson veðurfræð- ing í morgun og hann gaf blaðinu þær upplýsingar að svo virtist sem jarðskjálftaupptökin væru út af Skagafirði, enda hafi jarðskjálftinn verið hvað harðastur þar í kring, svo sem á Skaga, Sauðárkróki og Siglufirði. Meðal annars hafi torf- hús hrunið á Skaga, en að öðru leyti kvaðst Flosi ekki hafa fengið nema óljósar fregnir af því. Á Sauðárkróki furidust a.m.k. 9 eða 10 kippir frá því kl. 23.15 í gær- kvöldi og þar til kl. 0.45 eftir mið-Jiings. nætti. Þar hafi fyrsti kippurinn!' I Flosi tjáði Vísi að þetta væri verið snarpastur, en vægari þeiri ,með meiri jarðskjálftum, sem kom- sem seinna komu. Fólk á þessumj*. ið hafi hér á lándi frá því er jarð- slóðum hafi einnig orðið vart kippa'fSskjálftamælingar hófust. Mjög í nótt og síðast laust fyrir kl. 8 jmikil hreyfing kom á jarðskjálfta- f morgun on v*<5 óAomo omítifr.'" moalono r\n of Köim crilrnm neoeto áðeins smátitr- 'mælana og af þeim sökum næsta erfitt að átta sig á þeim.i Sagði Flosi að þeir mælar sem Veður- stofan hefði væru fremur ætlaðir fyrir væga jarðskjálfta og ekki til þess ætlaðir að mæla mjög sterka kippi. Jarðskjálftans hefur orðið vart víða um Iand, en þó höfðu ekki borizt neinar fregnir af Austfjörð- Framh. á bls. 5. Fundir Kjaranefnd ríkisstjórnarinnar og Kjararáð Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hafa setið daglega á samningafundum að undanförnu og haldið áfram að skipa ríkisstarfsmönnum niður í launaflokka, en flokkarnir eru 28 eins og kunnugt er. For- maður kjaranefndar ríkisstjórn- arinnar sagði Vísi í rhorgun að þessu verki hefði miðað vel f áttina að undanförnu og að öllu óbreyttu lyki, þessum samningaviðræðum 1. apríl. Þá, eða síðar, fara þau atriði, sem ekki hefir orðið samkomulag um, til endanlegrar ákvörðunar kjaradóms. En sú niðurröðun starfsmanna í flokka og annað, sem kjarane'ndin og kjararáð komast áð samkomulagi um, er endanleg ákvörðun og kemur ekki fyrir kjaradóm. V Þetta er mynd af línuriti úr jarðskjáiftamæli Veðurstofunnar. Þvi miður merkti mælirinn ekki jarðhræringamar nógu skýrt á pappfrinn vegna þess hve þær voru miklar, en greinilega má sjá hvar þær hófust (merkt með X). Þegar hræringarnar fóru minnkandi merkti mæl- irinn nokkuð á pappírinn en þó ekki nógu skýrt til að þær kæmu fram á ljósmynd. Ofan tii á myndinni er eðlilegt línurit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.