Vísir - 28.03.1963, Page 5

Vísir - 28.03.1963, Page 5
V í SIR . Fimmtudagur 28. marz 1963. 5 Ræða Gunnars — t-ramtmld aí hls. 1. tolluð en með 125%. Væri líka aðeins fáar vörur í þeim hæsta flokki. Drap ráðherrann á það hve tollalækkunin í nóv. 1961 hefði gefið góða raun. Innflutn- ingurinn á lækkunarvörunum hefði aukizt úr 6 millj. kr. 1961, í 15 millj. króna 1962. Tekjur rikissjóðs hefðu í engu minnkað þrátt fyrir tollalækkunina, því svo mjög hefði dregið úr smygl- inu. Kvaðst hann vonast til þess að'tekjur ríkissjóðs myndu heldur ekki nú minnka, þar sem vörukaup myndu aukast. Þá drap ráðherrann á það að við tollalækkun þessa hefði ekki þdð meginsjónarmið verið við- haft að lækkanimar hefðu áhrif á vísitöluna. Að vísu myndu þær einhver áhrif hafa f þá átt en þó lítil. Rakti síðan ráðherra megin breytingarnar sem horfa til tolla lækkana og gerði ítarlega grein fyrir þeim. Að lokinni framsöguræðu Gunnars Thoroddsen tók Þor- valdur J. Júlíusson framkvstj. Verzlunarráðsins til máls og lýsti ánægju innflytjenda með hinar víðtæku breytingar á toll- skránni, og einkum hve tollar yrðu einfaldari f sniðum en ver ið hefði hingað til. Sigurður Magnússon, form. Kaupmanna- samtaka íslands tók einnig til máls. Fagnaði hann tilkomu þessa mikla máls, en með því væri bætt úr ranglæti síðustu ára. Jarðskjálfti — Framh at l síðu. um í morgun, Sem benti í þá átt að þar hafi hans lítið sem ekki gætt. Ekki hafði hans heldur orðið vart á Raufarhöfn svo vitað sé. Vísir átti í morgun tal við ýmsa fréttaritara sína úti á landsbyggð- inni, einkum á Norðurlandi og fer hér á eftir frásögn frá ýmsum ein- stökum stöðum: AKUREYRI Laust fyrir hálf tólf í gærkvöldi kom fyrsti kippurinn, langsnarp- astur. Stóð upp undir eina mínútu, en virtist slitna f sundur. Mikill hvinur í loftinu. Rúður nötruðu. Hinir kippirnir sem á eftir komu, teljast flestum fimm. Mikil hræðsla greiþ um sig í bænum. Víða var fólk í fötum í alla nótt og sofnaði ekki. Algengt, að fólk, sem komið var í rúmið, klæddi sig og færi úr íbúðum sínum um stundarsakir, ýmist í önnur hús, sem það taldi tryggara að vera í, eða bíla sína eða jafnvel leigubíla og hélzt við á göþjm úti. Nokkuð bar á því að lausir mun- ir duttu úr hillum og skápum og myndir af veggjum. En utan húss er ekki vitað af öðrum skemmdum hér í bæ en að ofan af reykháfi hrundi töluvert og féll niður á götuna. Þetta er talinn mesti jarð- skjálfti hér fyrir norðan sfðan miklu jarðskjálftarnir voru árið 1934, sem ollu mestu skemmdun- um á Dalvík og í Svarfaðardal. Athyglisverð ókyrrð á húsdýr- um, köttum, fuglum f búrum og slíkum dýrum, sem virtust ætla að ærast. Bar á þessu nokkrum sek- úndum áður en fólk varð kippanna vart. 1 Menntaskólanum er jarð- skjálftamælir, en hann hafði bilað, svo að ekkert var á honum að græða. D A L V 1 K Vægari kippir en á Akureyri, að því að talið er. Varningur hafði hrunið í einni verzlun. Fólkið ró- legt yfirleitt. Mjög svipaða sögu er að segja um Hrísey. G R 1 M S E Y Fundu sex kippi og þar var kippur númer tvö langstærstur. Þeir hafa sém sé fundið lítinn kipp kl. 23.17, en hinn nokkrum mín- útum síðar og hristist allt og nötr- aði, þó mest í steinhúsum. Þar var þá sögu að segja að fólk varð hrætt, hljóp fáklætt út úr húsum sínum. SAUÐÁRKRÓKUR Þar kom snarpur kippur klukkan um kortér yfir ellefu og síðar þrfr vægir. Klukkan 6 í morgun kom þar kippur og annar kl. 8. Fólk, margt nýháttað, varð skelfingu lostið, enda muna menn ekki eftir að landskjálfti hafi komið hér. Veittist mörgum erfitt að átta sig á hvað var að gerast og þustu á nærklæðum út á tröppur og mörg- um kom ekki dúr á auga alla nótt- ina. Tvær konur meiddust, báðar í stiga, er snarpi kippurinn kom, hvor í sfnu húsi, og á Fossi á Skaga slásaðist maður, sem ætlaði að bjarga fólki sfnu út um glugga. Hann var fluttur í sjúkrahúsið hér vegna meiðslanna. Skemmdir urðu á sjúkrahúsinu hér, er snarpi kipp- urinn kom. SKAGASTRÖND Þar komu þrír mjög harðir kipp- ir í gærkvöldi, sá fyrsti kl. 23.15 og sá sfðasti kl. 24.00. Við þessa kippi komu sprungur í veggi og miðstöðvar tóku að Ieka. Almenn vökunótt var hjá fólki f þorpinu. í morgun kl. 8 varð enn jarð- skjálftakipps vart. H Ú S A V Í K Hér fundust fimm jarðskjálfta- kippir í nótt, sá fyrsti kl. 23.17, sem var þeirra snarpastur. Allar Ijósakrónur dingluðu, myndir duttu af hillum og brotnuðu, allmikill hvinur kom með þessum kippum, og kom rétt áður en kippirnir fundust. Síðasti kippurinn kom kl. 0.30, meðalsterkur. Fjórði kippur- inn var næst sterkastur. Snörpustu kippir hér síðan 1934. SIGLUFJÖRÐUR Klukkan 23.15 í gærkvöldi kom geysiharður jarðskjálfti, sem stóð yfir í nokkra stund. Hús léku á reiðiskjálfi, leirtau hentist fram úr hillum, sprungur komu í hús, raf- strengjum lauzt saman. þannig að rafmagnið rofnaði f 20 —25 mín- útur og kirkjuklukkurnar tóku að hringja sjálfkrafa. Miklum óhug sló á fólk við þetta i allt saman, þeir sem sofnaðir voru vöknuðu við vondan draum og! margir þustu út úr húsum skelf- j ingu lostnir. Fólki, sem man jarð- j skjálftann mikla 1934, ber saman j um að þessi jarðskjálfti hafi verið ! jafn harður. Taldir voru a.m.k. 13—15 kippir fram eftir nóttu og svo aftur í morgun, en þá fundust 3 kippir kl. 7, kl. 8 og sá síðasti kl. 10. En þeir voru allir vægir. Fólki, sem fór út úr húsum sfn- um í gærkvöldi. ber saman um að þegar það kom út hafi það séð meiri stjörnubirtu á himninum t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfali og jarðarför VALTÝS STEFÁNSSONAR ritstjóra. Helga Valtýsdóttir, Hulda Valtýsdóttir, Bjöm Thors, Gunnar Hansson Hulda Á. Stefánsdóttir. m Nýkomið ALUMINIUM Sléttar plötur 1250x2500 mm þykkt 1 til 8 mm Gólfplötur 1350x3000 mm þykkt 3 til 5 mm Vinklar heldur en það hafi nokkru sinni augum litið áður. Þykir fólki fyrir- bæri þetta undarlegt mjög og telur sig ekki finna á því neina eðlilega skýringu. Síðustu fréttir. Við nánari athugun hefir Jarð,- skjálftadeild Veðurstofunnar kom- izt að þeirri niðurstöðu, að upptök jarðskjálftanna f gærkvöldi og I nótt hafi verið út af mynni Skaga- fjarðar eða í 250 kilómetra fjar- lægð frá Reykjavík, en ekki 450 km. fjarlægð, eins og fyrst var talið. Fyrsti kippurinn mældist í Reykjavfk kl. 23.16 í gærkvöldi og var hann snarpastur. Eu alls má segja að mælzt hafi 8 býsna snarpir kippir, þar af allir fyrir kl. 1 i nótt en hinn síðasti kl. 7.58 í morg- un. Auk þess mældust a.m.k. 20 vægari kippir í nótt. Á 12. hæð —« Framhald af bls. 16. hugsanlega Jarðskjálfta í huga. Og hverjir búa þá á tólftu hæð? Auðvitað Ómar Ragnars- son hvernig læt ég. En síminn hans er ekki í skránni. Við hringjum í 03 og biðjum „upp- lýsingar" um símanúmer Óm- ars. Og svarar þá ekki af- greiðslustúlkan rétt þessum orð um: „Já, ef nokkuð er eftir af honum eftir jarðskjálftana“. Þetta svar segir meira um það . en mörg orð, hvaða „fordóm- um“ menn eru haldnir f sam- bandi við háhýsin og jarð- skjálfta. Ómar kemur sjálfur í símann. Við tjáum honum samúð síma stúlkunnar. Já þetta var nú meiri kipp- urinn, segir Ómar, og er tölu- vert niðri fyrir. Við sátum við borð hjónin og vorum að spila. Allt f einu fer borðið af stað. Ég hélt að hún væri að hreyfa það, og hún staðhæfði að ég hefði ýtt til borðinu, en þegar bæði reyndust saklaus stóðum við upp fullviss um að það væri kominn andi í borðið. En þá fór nú að káran gamanið. Það var allt á hreyfingu, Ijósakrónan dinglaði fram og aftur í loftinu, húsið hreyfðist eins og í hæg- um öldugangi, við stigum öld- una og fálmuðum eftir stuðn- ingi til þess að detta ekki á gólf ið. Ég get líkt þessum hreyf- ingum við það að sveiflast hægt fram og aftur í rólu, eða vera um borð í skipi, eins og ég sagði áðan. Við áttuðum okkur ekki strax á því, sem var að gerast. En svo rann það upp fyrir okkur. Húsið hélt áfram að sveiflast, að því er okkur virtist, milli fyrra kippsins og hins síðara. Mér flaug vissulega í hug að fara niður á götu. Við fórum fram á ganginn. Maður, sem svaf á sömu hæð, hafði vaknað og vissi hvorki í þenn- an heim né annan í fyrstu eftir að hann kom fram. Við heyrð- um mikla hurðaskelli og lyft- urnar voru f gangi á neðri hæð- unum, en við vissum ekkert hvort nokkrir yfirgáfu húsið. Fólk var fyrst og fremst að Ifta hvert eftir öðru og opna hurð- ir, að ég hygg. Við urðum ekki vör við að neitt hryndi fram af borðum eða hillum. Þetta voru svo hægar sveiflur, en ó- neitanlega óhugnanlegar. Það var allt öðru vfsi einu sinni er ég man eftir jarðskjálfta á jörðu niðri. Sveiflurnar voru miklu tfðari og minni bá, líkari titr- ingi. Ég hringdi heim til for- eldra minna, sem búa f Stór-1 holtinu. Þau höfðu orðið jarð- U - Flatt Sívallt Rör sívöl =5 HÉÐINN = hræringa vör, en ekki mikilla, enda búa þau á annarri hæð. Eftir svo sem stundarfjórðung voru öll ónot rokin úr okkur og við fórum að sofa. Ég gerði ráð fyrir að þetta værj liðið hjá og við sváfum ágætlega. Ég vann sjálfur við byggingu þessa há- hýsis, sem við búum í, og mér er vel kunnugt um hversu ramm Iega það er jámbundið, einn veggur í húsinu sérstaklega neðan frá grunni, og húsið stendur á klöpp. Ekki mun þó gæta minna jarðskjálfta í hús- um, sem standa á klöpp, en f húsum sem „fljóta" ofan á jarð skorpunni eins og mætti kalla það. Þetta var frásögn Ómars Ragnarssonar á 12. hæð í hús- inu Austurbrún 2. Fólk hefir hvarvetna orðið vart þessara jarðskjálftakippa í Reykjavík, og eigi aðeins í háhýsunum. Ó- ljósar fregnir hafa borizt um að fiskar i búfi, inni í Árbæjar- blettum, hafi fengið sjóriðu og saumaklúbbur í Stangarholti hafi fengið svimakast. Vöruverðid — Framhald af bls. 16. lækkun launa þeirra er vöru- dreifinguna annast. 6. Með frumvarpinu er stigið mjög stórt spor f þá átt að setja alla þjóðfélagsþegna á sama bekk við innflutning sams kon- ar vamings. 7. Af framansögðu er því Ijóst að hér er á ferðinni eitt hið allra merkilegasta mál, sem 30x30x2,5 mm 40x40x3 mm 50x50x4 mm 40x25x3 mm 80x40x4 mm 20x5 mm 30x5 mm 40x6 mm 16-20-25-32 mm 32 mm utanmál 50 mm utanmál fyrir alþingi hefur verið lagt og allir víðsýnir og sanngjarnir menn hljóta því að fagna. Þorvarður Jón Júlíusson: Það liggur í augum uppi að mikill vinnusparnaður og hag- ræði er að því, að einn tollur verður reiknaður í stað hinna mörgu og margbrotrtu aðflutn- ingsgjalda. Briisselskráin, sem er skýrari og eðlilegri tollskrá, en sú sem nú gildir, er notuð i flestum þeim löndum, sem við skiptum við, og ættu innflytj- endur þvf að geta fengið hina erlendu seljendur til að tilgreina tollskrárnúmer á vörureikninga sfna. Margs konar ósamræmi í toll um, sem valdið hefur misrétti og togstreitu, mun hverfa úr sögunni, því að leitazt er við að láta skyldar vörur bera sömu tolla. Varahlutir verða í sama tolli, hvort sem þeir eiga að not- ast í bát, dráttarvél eða bíþ Metravara verður svo til öll í sama tollflokki án tillits til, úr hverju efnið er gert og samsett, og þannig mætti lengi telja. Tæki og rekstrarvörur fyrir skrifstofur og verzlunarfyrirtæki eru í háum tollum og verður á þeim nokkur lækkun og sam- ræming samkvæmt frumvarpinu. Heimild frumvarpsins til að reikna tollinn á hluta af flutn- ingsgjaldinu, þegar vörur eru fluttar inn með flugvélum, er til mikilla bóta, því að oft er brýn nauðsyn að geta fengið vörur fljótt heim með flugvélum. Þeir eiga þakkir skilið, sem unnið hafa að þessari miklu end- urbót á tollakerfi landsins. — Bifreiðastjórafélagið Frami: Kosningu lýkur í kvöld Stjórnarkjöri í Bifreiðastjórafélaginu Frania Iýkur í kvöld lcl. 21. Kosið er í skrifstofu félagsins að Freyjugötu 26. — A-listinn er listi lýðræðissinna i báðum deiiduni félagsins, sjálfseignarmanna- deild og launþegadeild. Kommúnistar og framsókn bjóða fram gegn A-listanum, og ætla með brögðum að koma tveimur fuiltrúum sínum i stjómina. Þetta er árás sem Frama-félagar munu hrinda af sér. FÉLAGAR í FRANIA Munið A-listann xA Kjósið A-listann xA A-listinn er listi lýðræðissinna. Vólaverzlun simi 84260

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.