Vísir - 28.03.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 28.03.1963, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Fimmtudagur 28. marz 1963. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og atgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 Unur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. /00 milljónir til þjóðarinnar Með hinu nýja tollafrumvarpi léttir ríkisstjórnin nær 100 millj. króna tollabyrði af landsmönnum. Þetta er höfuðatriði hinnar nýju tollskrár. Lengi hefir verið talað um það að tollar væru of háir. Það var satt. Þeir voru allt upp í 300%. Afleiðingin var sú að almenningur skirrðist við að kaupa margan hlut- inn. En það er fyrst þessi ríkisstjórn sem nú situr sem tekur af skarið og stórlækkar tollana. Hámarkið er nú 125% tollur. Með hinni nýju toliskrá er allri þjóð- inni fengnar ómældar hagsbætur. Hér er um raunhæfa kjarabót að ræða. Hundrað milljón krónur er ekki lítið fé. Fyrsta sporið var stigið til tollalækkunar 1962. Þá voru tollar stórlækkaðir m. a. á fatnaði og kven- sokkum, og nokkrum matvörum. En nú er gerð full- komin heildarendurskoðun á tollalöggjöfinni. Það er mikið verk og hefir staðið allt frá 1959, er Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra skipaði nefnd embættis- manna til verksins. Allt of Iangt yrði upp að telja alla þá vöruflokka, sem lækka nú í tolli. En einna mikilvægastur þeirra eru bifreiðavarahlutir. Tollur þeirra lækkar úr 77% í 35% eða um meira en helming .Þetta eru góð tíðindi fyrir alla íslenzka bifreiðaeigendur, því viðgerðar- fckostnaður bifreiða hefir verið hár í svo torfæru landi. Þá lækkar tollurinn á landbúnaðarvélum um helming og er nú aðeins 10%. Eru í því fólgnar miklar hags- bætur fyrir bændur. Þá lækkar og tollur á pappír að miklum mun en sú breyting er líkleg til þess að efla bókagerð í landinu. Fram að þessu hefir ríkt mikið myrkviði á sviði tolla og aðflutningsgjalda; þau hafa verið mörg og margbreytileg. Hefir þetta valdið erfiðleikum við út- reiknan og álagningu þeirra. Með frumvarpinu er það stóra spor stigið að nú er tollurinn aðeins einn og er af því augljóst hagræði fyrir alla þá sem við verzlun fást. Þá er líka samræmdur eftir föngum tollur af skyldum vörum og þannig komið í veg fyrir margt misrétti milli vöruflokka sem áður átti sér stað. Hin nýja tollskrá er stórvirki í löggjöf og við- skiptalífi landsmanna. Hún sýnir að núverandi stjóm tekur með festu og dugnaði á vandamálum þjóðarinn- ar, en ýtir þeim ekki til hliðar. En framar öllu öðru sýnir þessi merka breyting, að það er stjórnað með hag þjóðarinnar fyrir augum. Tollar og skattar eru stórlækkaðir en ekki hækkaðir eins og tíðkazt hefir hjá öðrum ríkisstjómum. Því munu ekki aðeins allir þeir sem við innflutning fást fagna þessu framfara- spori, heldur þjóðin öll. Rætt við unga stúlku, sem stundur hér núm í gogn- fræðnskólu VIB fréttum um daginn af ungri amerískri stúlku, sem stundar nóm héma f Hagaskóla og er á vegum Þjóðkirkjunnar. Eftir að hafa leitað hana uppi og fengið leyfi til viðtals, hröð- uðum við okkur á hennar fund. Hún heitir Peggy Louise Anderson og er 16 ára gömul. Ættuð frá Virginiafylki í Banda ríkjunum, og síhiæjandi. Við byrjum á því að biðja hana að segja okkur nánar frá dvöl sinni hérna. Miðað við að hún hefur aðeins verið hér í 7 mánuði, tal ar Peggy mjög góða og jafn- framt þá alskemmtilegustu ís- lenzku, sem við höfum nokkurn tíma heyrt. Peggy Anderson. (Ljósm. Vísis, B. G.) Skrífar greinar um ískmd í amerískt skólablað Hún er ein af fjórum, sem komu hingað til landsins í júlí í fyrra. f staðinn fóru svo 10 íslenzkir unglingar, sem nú stunda nám víðsvegar um Banda rfkin. Þjóðkirkjan annast um og borgar ferðir fyrir hópana, og hjálpar til um skólaveru og val. Vasapeninga fá svo unglingarn- ir hjá fólkinu, sem þeir búa hjá. — Og hvernig leizt þér á að fara til fslands? — Mér leizt satt að segja ekkert á það í fyrstu. Ég vissi varla að það væri til. Það fyrsta sem mér datt í hug. voru snjó- hús, hvítabirnir og þess háttar. En þegar ég svo var búin að Iesa mér til um staðhætti og sögu, fór ég að hlakka til. Og núna er ég dauðfegin að vera hérna í góða veðrinu, í stað þess að frjósa úr kulda heima. —• Hvenær byrjaðir þú svo í skólanum hérna? — I október. — Varstu nokkuð búin að læra íslenzku áður? Áttirðu ekki í erfitt með málið? — Nei, ég var ekkert búin að læra að ráði. Að vísu fór ég í aukatíma og iærði dálítið þar, og svo talaði fólkið bara við mig íslenzku. En það ætlaði samt allt vit- laust að verða úr hlátri í hvert skipti sem ég opnaði munninn. Og svoleiðis er það nú reyndar enn, ég segi svo oft einhverjar vitleysur. — Hvernig likar þér í skól- anum — er það ekki ólíkt því sem þú átt að venjast heima í Ameriku? — Mér líkar það mjög vel, og krakkarnir eru dásamlegir. Hins vegar er margt mjög ólíkt, og það tekur alltaf nokkurn tíma að venjast nýju umhverfi. Til dæmis er skólatfminn heima miklu lengri og sumarfríin einn ig styttri. Svo er meira félagslíf í amer- fskum skólum, og það er lfk- Iega af því að íslenzku krakk- arnir eru fyrr þroskaðir. — Hefurðu ferðazt eitthvað um fsland? — Dálítið, en ekki nærri þvi eins mikið og mig langar til. Fyrst eftir að ég kom, var farið með mig og mér sýndir helztu staðirnir, svo sem Gullfoss, Geysir, Þingvellir o. fl. Ég er búin að taka ósköpin öll af myndum, líklega um 300, og eina kvikmynd, sem ég á eftir að senda út. Ég fór líka í eina tjaldútilegu, rétt eftir að ég kom, og veðrið var hræðilegt, rok og rigning mestallan tímann. — Segðu mér, er félagar þín- ir úti ekki forvitnir um þína hagi? — Jú, mikil ósköp, mér finnst allir vera að drepast úr forvitni, engu síður en ég sjálf, og það er gott, því að mér þykir svo voða gaman að tala. Ég hef skrifað nokkrar grein- ar um íslenzku skólana og sent Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ferðamál þar sem gert er ráð fyrir afnámi sérréttinda Ferðaskrifstofu rikisins hefur verið lagt fram á Alþingi. Vísir hringdi því í tvo forstjóra ferðaskrifstofa í borginni og spurði þá um álit þeirra á frum- varpinu, þá Guðna Þórðarson og Geir Zoega. Guðni: Breytingarnar eru til bóta. En megingalli frumvarps- ins er sá að gert er ráð fyrir að Ferðaskrifstofa ríkisins starfi áfram með styrk af al- mannafé, f samkeppni við aðrar skólablaðinu nu'nu heima. Og einnig skrifað greinar um banda að ég hef haft ósköp litla heim- þrá. Við kveðjum Peggy og óskum henni góðs gengis í vorprófun- um. ríska skóla í blaðið hérna. — Hvað átt þú svo eftir langt nám þegar þú kemur heim, og hvað ætlarðu að læra meira? — Þá á ég eftir einn vetur í gagnfræðaskóla og svo langar mig f háskóla til þess að laera blaðamennsku. — Ferðu mikið út að skemmta þér? — Já, heilmikið, en mér finnst ekki eins gaman að fara út hérna á Islandi. Hér er ekki nærri því jafn fjölbreytt skemmt analíf. Og eiginlega ekki um annað að ræða en að fara f bíó eða á ball. — Hlakkar þú ekki til að fara heim til Ameríku? — Jú, voðalega mikið, en það hefur verið svo gaman hérna, ferðaskrifstofur. Það er órétt- Iátt. Afnám sérréttinda Ferða- skrifstofunnar er í rauninní að- eins viðurkenning á því sem orðið er, þau hafa undanfarið verið byggð á dauðum lagabók- staf. Þetta frumvarp vantar meginkosti frumvarps Gunnars Thoroddsen og fleiri þingmanna frá 1955 um hliðstætt skipulag þessara mála og er á hinum Norðurlöndunum. Geir: Ég álít að Ferðaskrif- stofa ríkisins eigi ekki að vera annað en upplýsingaþjónusta. Álit tveggp ferðaskr'fstefn um: Afnám sérréttinda Ferðaskrifstofunnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.