Vísir - 23.04.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 23.04.1963, Blaðsíða 1
Enska lánið allt til verklegra framkvæmda 53. árg. — Þriðjudagur 23 apríl 1963 — 90. tbl. Eins og kunnugt er millj. kr. lán í Bretlandi tók ríkisstjórnin 240 í vetur. Samþykkt var á Alþingi, þegar lántakan var heimiluð, að ríkis- stjórnin ráðstafaði fé þessu, að fengnum tillög um frá fjárveitingar- nefnd. í framkvæmdar- áætluninni kemur fram að lánsfénu hefur þegar verið skipt í stórum dráttum. Er skiptingin sem hér segir: 1. Fiskiðnaður 50 millj. kr. 2. Iðnaður 10 millj. kr. 3. Raforkumál 120 millj. kr. 4. Hafnargerðir 50 millj. kr. Þjóðviljinn sagði frá því sl. sunnudag, að mestum hluta enska lánsins yrði varið til að greiða óreiðuskuldir ríkisins. Sú frétt er að sjálfsögðu hin mesta fjarstæða, eins og þeir strax sjá, sem kynna sér hina fyrirhuguðu ráðstöfun fjárins, og til hvers þvi verður varið. Framhald á bls. 5 Unnið er með stórbrotnum og stórvirkum tækjum að lagningii Keflavíkurvegar. Hér sést véiskófla vinna við að moka efni í veginn upp, á 10 tonna vörubil. Skóflan er svo kraftmikil að hana munar ekki mikið um að iyfta mannhæða háum klettum. Rúmur helmingur Keflavík- 12 km. steyptir í sumar Unnið hefir verið að undirbyggingu steypta vegarins til Keflavíkur í allan vetur og lætur nærri að nú hafi verið undirbyggðir 20 kíló- metrar af þessum vegi, sem verður 37,5 kíló- metrar að lengd frá Engi dal norðan við Hafnar- fjörð og suður að bæjar- mörkum Keflavíkur- kaupstaðar. Nokkrir kilómetrar af þessari leið voru og steyptir sem kunn- ugt er sl. haust, og í sumar er stefnt að því að steypa 12 kíló- metra langan kafla, frá enda steypta vegarins suður að Kúa- gerði. Ekki þarf að undirbyggja nema 33 kílómetra af 37,5. Um síðustu áramót hafa verið varið 41 milljón króna til Reykjanesbrautar, það er Kefla- víkurvegarins nýja, og þá höfðu verið undirbyggðir 13 kílómetr- ar af veginum. Ráðgert er að kostnaðurinn við þessa . miklu vegarframkvæmdir nemi 65 milljónum á þessu ári, þar af er áætlað að 40 milljónir þurfi til að steypa fyrnefnda 12 kiló- metra. Heildarkostnaður við byggingu vegarins er áætlaður 220 milljónir og er ráðgert að framkvæmdum ijúki á árinu 1965. Sveinspróf í niotreiðslu í dag stendur yfir sveinspróf matreiðslumanna og þjóna í skóla þeirra. Er það með skemmtilegustu prófum, því að það gengur allt út á það að búa til og framreiða girnilegar krás ir. Síðan bjóða sveinarnir meist urum sínum til veizlu og gefur þar að smakka „sveinsrétti“ af ýmsum tegundum. Ljósmyndarí Vísis fór í morgun upp í skóla þeirra og tók þessa mynd af Sverri Þorlákssyni, þar sem hann er að skreyta kótelettur. Fjöldi toguru stöðv- ast vegna manneklu Hinn mikli skortur á vinnuafli, sem hvar- vetna gerir vart við sig hér á landi um þessar mundir, veldur því m. a. að hraðfrystihús eru starfrækt með hálfum krafti og að ekki færri en fimm togarar liggja í Reykjavíkurhöfn vegna manneklu. Hér er um að ræða tpgara Bæjarútgerðarinnar, Úranus, Egil Skallagrímsson, Skúla Magnússon og Ask, togara Kletts h.f. og um fleiri er vit- að. 1 öllum hraðfrystihúsunum er veruleg mannekla, og það svo að aðeins hefur verið hægt að vinna með hálfum krafti. Hef- ur þó verið um stöðuga vinnu að ræða, enda afli yfirleitt mik ill að undanförnú, eins og kunn ugt er. Afgreiðslur skipa, m. a. Tog- araafgreiðslan h.f. hafa og mjög kvartað undan mannfæð, og hefur alls ekki verið mögu- legt að vinna úr þeim verkefn- um, sem fyrir hafa legið vegna þessa ástands. Ekkert hefur þó verið til sparað að fá fólk til vinnu. Stöð ugt er auglýst eftir fiskvinnslu fólki og mönnum á togarana, bæði í blöðum og útvarpi. T. d. má geta þess að Askur átti að fara út skv. áætlun 11. apríl sl. en er enn inni í dag, þann 23. Vonir standa til að eitthvað rætist úr, þegar skólarnir hætta, og skólafólkið dreifist í sumarvinnu sína.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.