Vísir - 29.04.1963, Síða 2

Vísir - 29.04.1963, Síða 2
14 V í SIR . Mánudagur 29. aprfl 1963. KEg'icmuwi iiiii ii'iniii f11 'fm1 i^humbh | Stjórnmála nefndin 7 Þessi mynd er af Stjórn- i málanefnd Landsfundar | Sjálfstæðisflokksins, og í er tekin í gær er störf- í um Landsfundar lauk. ’ Nefndin gekk frá stjórn- Ímálayfirlýsingu flokks- ins, þar sem stefna hans er mörkuð næstu árin, víðsýn uppbyggingar- og umbótastefna í höf- uðþáttum þjóðmálanna. Framsöguniaður nefnd- arinnar var Jóhann Haf- stein alþm. Stjórnmála- yfirlýsingin mun birtast hér í heild í blaðinu á morgun. (Ljósni. Vísis, I. M.). i Túlkar höfund, sem hef- segja þegar tókst að hafa upp á honum, sat hann með fimmtán ára dóttur sinni í kaffistofu LJt- varpsins með handrit af framhaldsleikritinu fyrir framan sig. Ævar R. Kvaran var að koma af æfingu á Of- urefli (og Gull) — hann hefur nú fært þessar tvær skáldsögur afa síns í leikritsbúning til flutn- ings í útvarp. Ævar stjórnar sjálfur leikrit- inu. Það er áreiðanlega enginn hægðarleikur að breyta skáld- sögu t' leikrit. Þegar spyrill innti Ævar nánar eftir því, kvað hann vandann liggja í því, að Ieysa óbeina ræðu í tilsvör (replíkur)----„ . . hins vegar læt ég beinu ræð- una haldast óbreytta að mestu, því að höfundi Ofur eflis var Iagið að skrifa eðli- leg samtöl, sem minntu á góð Ieikrit.“ „Þættir framhaldsleikrits- ins verða átta eða níu — það er enn ekki fullráðið,“ sagði hann ennfremur, „við æfum bara fyrir eitt kvöld í senn, og hver þáttur er æfður þrjá daga tvo tíma á dag.“ Auðheyrt var á öllu, að Ævar ' Kvaran nálgaðist þetta marg- slungna viðfangsefni af áhuga, sem á skylt við ástríðu. Leik- listaráhugi er ástríða, sem dvín- ar aldrei, ef hún á annað borð tekur sér bólfestu ... „Ætlar dóttir þín kannski að verða leikkona?" „Nei,' ætli það“, sagði Ævar, .... ég skipti mér annars ekk- ert af því“, flýtti hann sér að bæta við. „Ætlarðu að verða leikkona?" spyr tíðindamaður. „Já“, sagði hún lágt, en ákveð ið. ' „Hún segir tvær setningar í einum þætti", sagði faðir henn- ar. „Svo hún lærir hjá þér?“ „Ég hef verið að segja henni svolítið til í skólanum mínum“. lLrandritið af leikritsútfærslu á Ofurefli lá á borðinu, og leikstjórinn opnaði það og útlist- aði í stórum dráttum vinnu- brögð sín við dramatiseringu. Hvert tilsvar er gefið leikara i handritinu með skýringum xog skilgreiningu á blæbrigðum og beitingu raddar — áhrif eru skýrð leikara fil hægðaráuka. „Hvemig fer þessi þróun f persónutúlkun fram?“ „Fyrst skilgreini ég persón- una fyrir leikaranum og færi rök fyrir skilningi mínum á persónunni — leikarinn ber fram sín sjónarmið, sem leitast er við að samræma við skoðun mína. Síðan vaki ég yfir því, að þetta komi fram í túlkuninni — og þá kem ég inn á blæ- brigði ...“. „Hefur þetta tekizt í Ofur- efli?“ „Ykkar er að dæma það“. „Af hverju réðstu í þetta verk?“ „íslenzka útvarpinu berst of lítið af fslenzkum leikritum, sem eru frambærileg. Ég lít á þetta sem tilraun í þá átt að fá eitthvað meira af íslenzku efni. Þetta er ekki sprottið af persónulegum metnaði mínum sem leikstjóra, heldur af þörf á að túlka íslenzkan höfund, sem hefur eithvað að segja ...“. „Þú ert hrifinn af sögum afa þíns?“ „Hann Iýsti aldaranda síns tíma — skapaði persónur og var gæddur réttlætiskennd. Ofurefli og Gull eru þjóðfélagslegur harmleikur, sem endurspeglar aldarfarið. Þótt hann ráðist á þröngsýni, bókstafstrú, sjálf- birgingsskap, rífur hann ekki niður, heldur Iyftir ...“. „Þekktirðu hann persónu- lega?“ „Ég var í sveit hjá honum níu ára, þegar hann bjó á Bessastöðum, eða fyrir 37,árum — maöur er orðinn gamall". „Eldast leikarar?“ „! þeim jákvæða skilningi, að þeir þroskast, og þroskinn verði ekki gífurlega mikill hluti af metnaði þeirra“. Frh. á bls. 22. Ævar R. Kvaran og 15 ára dóttir hans, Sigrún Kvaran. Viðtal við Ævar R. Kvaran tilefni af „OFUREFLI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.