Vísir - 29.04.1963, Qupperneq 6

Vísir - 29.04.1963, Qupperneq 6
18 V í S IR . Mánudagur 29. apríl 196£. inimiiiinrwiii'iimiii iiH«ai#mwBi«iaBBEraiaMiá i^óðir landsfundarmenn, konur og karlar. Ég vil við þetta tækifæri ræða lítillega um nokk- ur atvinnumál. Skal þá fyrst minnzt á landbúnaðarmálin. Á kjörtímabilinu hafa nokkur lög verið sett. landbúnaðinum til hagsbóta. Má þar nefna lög um breytingu á framleiðsluráðslögun- um, lög um Stofnlánadeild land- búnaðarins, lög um lausaskuldir bænda, lög um hækkun bygg- ingarstyrta til íbúðarhúsa í sveit- um, 1961, lög um hækkaðan jarð- wektarstyrk til þeirra býla, sem hafa túnstærð undir 15 ha og hækkun á byggingarstyrk til í- búðarhúsa f sveitum upp í 50 þús. krónur, lög um bændaskóla. Oft hefur verið rætt um hina geysilegu þýðingu fyrir landbún- aðinn að hafa fengið sölutrygg- ingu á allri framleiðslunni með breytingu á framleiðsluráðslögun- um í árslok 1959. Umbætur í verðlagsmálum. Skal því ekki farið nánar út í það að þessu sinni, en geta má þess, að bændur fengu aldrei áð- ur umsamið sex manna nefndar verð og létu Framsóknarmenn sér það vel líka á meðan þeir voru í ríkisstjórn. Það er sann- færing mín, að bændur hefði ekki fengið þessa tryggingu, ef Framsóknarmenn hefðu farið með málið áfram. Mætti draga fram mörg sönnunargögn fyrir þvf að Framsóknarmönnum datt ekki í hug að opna ríkiskassann í því skyni að yfirtaka hallann af út- fluttum landbúnaðarvörum, sem bændur höfðu sjálfir borið um margra ára skeið. Á búnaðar- þingi 1958 var mikið rætt um þann halla, sem bændur bæru af þeim vörum, sem út væru fluttar, en í stað þess að minnast á ábyrgð á þessum vörum ræddu Framsóknarmenn mest um það, hvemig draga mætti úr fram- leiðslunni. Það virtist vera eina bjargráðið, sem Framsóknarmenn sáu landbúnaðinum til handa á búnaðarþingi 1958. Að bændur geta nú fengið hækkun á afurða- verðinu ársfjórðungslega, er einn- ig mikil lagfæring frá því sem áð- ur var, þegar ekki var unnt að breyta verðlaginu nema einu sinni á ári eða í byrjun verðlagsársins. Hækkun landbúnaðaravara 1. marz s.l. færir bændum 10 millj. kr. tekjuauka til 1. sept. n. k. Eins og alþjóð veit, voru búnað- arsjóðirnir gjaldþrota, þegar Framsókn fór frá völdum. Með yfirfærslugjaldinu 1958 var graf- ið undan sjóðunum, þar sem þeir skulduðu hundruð milljóna er- lendis. Engar ráðstafanir reyndi Framsókn að gera sjóðunum til bjargar. Lagt var til í fjárlaga- frumvarpi, sem Eysteinn lagði fram haustið 1958, að búnað^r- sjóðirnir skyldu á árinu 1959 fá fjórar milljónir króna frá rikis- sjóði eins og þeir höfðu fengið mörg undanfarin ár. Þegar núver- andi rlkisstjóm var mynduð, var ákveðið að koma lánasjóðum at- vinnuveganna á traustan grund- völl. Sterk stofnun. Með lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur Iandbúnað- inum verið tryggð lánastofnun, sem getur veitt aukin lán ,til fram kvæmda f landbúnaðinum. Fram- sóknarmenn hafa barizt gegn end urreisn búnaðarsjóðanna vegna þess að þeir segja að bændum sé gert að greiða til deildarinnar 1% af búyorum. Á móti því gjaldi, sem bændur greiða, koma 3.50 kr. gegn hverri einni krónu, sem bændur leggja fram. Neyt- endur borga talsvert í þessu skyni og hafa ekki talið það eft- ir. Með því að tryggja Stofnlána- deildinni fasta tekjustofna, verður bændur gegn þvl, sem ekki hef- ur tekizt. Aukin fyrirgreiðsla. Á árinu 1961 var styrkur til Ibúðarhúsa I sveitum hækkaður úr 25 þúsundum I 40 þúsund og styrkurinn látinn ná til flestra íbúðarhúsa, sem I sveitum voru byggð, en áður hafði styrkur að eiris verið veittur til nýbýla. Á s. Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra flytur ræðu sína. d'eildin sterk stofnun, sem veitir stöðugt meira fjármagni í land- búnaðinn. Eftir fá ár hefur deild- in af eigin fé til útlána 100 millj. króna árlega. Eftir 10—12 ár mun deildin hafa 150 millj. króna árlega til útlána af eigin fé og eiga í höfuðstól um 500 millj. króna. Ef landbúnaðurinn hefði búið við þessi lög s.l. 15 ár, væri ekki að ræða um fjár- magnsskort 1 landbúnaðinum. Það er ekki slæmt að fá skammir fyrir mál eins og þetta, sem mun 1. þingi'var styrkurinn hækkaður upp í 50 þús. krónur og ákveðið að aukinn ræktunarstyrkur skyldi veittur á túnstærð upp að 15 ha, með sama hætti og áður gilti um 10 ha túnstærð. Er enginn vafi á að þetta ýtir undir ræktun og mun áður en langt um líður vera talið sjálfsagt að hækka þetta mark upp I 20—25 ha. Jarðrækt- arlögin hafa verið 1 endurskoðun. Skipuð var nefnd á s.l. hausti, til þess að endurskoða frum- varp, sem milliþinganefnd búnað- verði sett. Á s.l. ári voru sam- þykkt lög um lausaskuldir bænda. Gefin voru út veðdeildarbréf til 20 ára með 7% vöxtum. Bænd- um var gert mögulegt að breyta lausaskuldum, sem höfðu safnast fyrir á undanförnum árum, sér- staklega á árunum 1957 og 1958, í 20 ára lán. Margir bændur not- færðu sér þennan möguleika og munu nærri 66 millj. króna hafa verið veittar með þessum hætti úr Veðdeild Búnaðarbankans. Tryggt var að veðdeildarbréfin yrðu tekin affallalaust, svo telja má að lánskjörin séu hagstæð fyrir bændur. Að lausaskuldir söfnuðust var vitanlega vegna þess að stofnlánasjóðir landbún- aðarins höfðu allt of lítið fé til umráða og gátu ekki lánað nema brot af kostnaði við framkvæmd- imar. Eftirleiðis mun þetta breyt- ast og hefur þegar breytzt að verulegu leyti með því að lánin hafa verið hækkuð stórlega og nú er lánað út á fleira en áður var, s. s. dráttarvélar. Framsóknarmenn ræða oft um afurðamál landbúnaðariris og hafa talið að landbúnaðurinn byggi við lakari kjör en sjávar- útvegurinn. Þar sem þetta mál hefur oft verið rætt, er ekki á- stæða til að gera því skil hér, en segja má enn, það sem sagt hefur verið áður, að landbúnaður- inn fær 55% lánað út á afurðir I Seðlabankanum, eins og sjávar- útvegurinn. Auk þess fær land- búnaðurinn fyrirframlán út á dilka, eins og að undanfömu. Metingur Framsóknar við sjávar- útveginn er í samræmi við það, sem þeir tala oft um f sveitum landsins að sjávarútvegurinn fái jafnvel meira fjármagn en hann hefur þörf fyrir. Lög um bændaskóla voru sam- þykkt á siðasta þingi. Milliþinga- nefnd samdi fmmvarpið og var það sniðið eftir því sem breyttir búnaðarhættir krefjast. Verður sérstaklega lögð áherzla á kennslu I meðferð véla og annað, sem bóndinn þarf sérstaklega að þekkja f sambandi við nútíma búskap. Segja má að búskapur á nútfma vísu sé orðinn vísinda- grein og þvf óhjákvæmilegt að bændur lesi mikið og kynni sér þær nýjungar, sem koma til greina. Mikil framleiðsluaukning og bústofnsaukning hefur verið í landbúnaðinum síðustu þrjú ár- in. Er það ánægjuleg þróun og horfir vissulega f rétta átt. Rækt- unin hefur einnig verið mikil eða nærri fjögur þúsund ha. á ári. Áburðarnotkun fer stöðugt vax- andi vegna aukinnar ræktunar. Landsfundarræða Ingólfs Jóns- sonar landbúnaðarráðherra í náinni framtið verða talið eitt af þvl bezta, sem fyrir landbún- aðinn hefur verið gert. En þann- ið hefur það Iöngum verið, að góðu málin fá ekki sízt andstöðu I byrjun og hvað Stofnlánadeild landbúnaðarins snertir, hafa for- ystumenn Framsóknar reynt að gera rnálið pólitlskt og magna arþings hafði samið. Stjórnskip- aða nefndin hefur nú um þessar mundir lokið störfum og gert ýmsar breytingar á jarðræktar- lagafrumvarpinu og sniðið það við breytta búnaðarhætti. Má ætla að frumvarp þetta verði að lögum á næsta þingi, enda brýn þörf á að ný lög til jarðræktar Áburðarverksmiðjan stækkuð. Áburðarverksmiðjan er allt of litil og hafa verið gerðar ráðstaf- anir til undirbúnings á þvf að auka afköst hennar um 50%, þann ig að hún gæti framleitt árlega allt að 36 þús. tonn af köfnunar- efnisáburði. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði notkun á köfn- unarefnisáburði 26—28 þús. tonn. Það eru ekki mörg ár síðan að notkunin var innan við 20 þús. tonn. Unnið er stöðugt að aukinni sandrækt og sandgræðslu. Hefur á undanförnum árum verið dreift áburði úr flugvél og gefið góða raun. Á þessu ári munu væntan- lega verða notaðar tvær flugvél- ar til þess að dreifa áburði á afréttarlönd og auðnir til þess að flýta fyrir uppgræðslunni .Unnið er að skógræktarmálum af aukn- um krafti og hefir samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið um skógrækt, verið ákveðið að planta minnst iy2 millj. plantna árlega. Vonandi verður skógræktin árang ursrfk og til þess að bæta landið og afkomu þjóðarinnar, þótt sfðar verði. Um kornrækt hefir talsvert verið rætt og ritað og oft af litlum skilningi eða þekkingu. Ríkiss- tjómin hefur gert ráðstafanir til þess að tilraunastarfsemin við komrækt verði aukin, en það er skilyrði til þess að kornrækt verði tekin almennt upp í landinu, að ræktað verði afbrigði, sem hentar okkar stutta sumri og takmark- aða hitastigi. Það telja sérfræðingar mögu- legt að gera og þvf er ástæða til að ætla að kornræktin verði tekin upp sem atvinnugrein, þegar tíma bært þykir. í Gunnarsholti hefir verið sett á stofn fóður- og fræ- ræktarstöð, þar sem umfangsmikl ar tilraunir eru um ræktun á gras fræi, korni og fleiru, sem að rækt- un lýtur. Gert er ráð fyrir að þar verði komið upp heykögglagerð, eins og nú er algengt erlendis. Er komi blandað saman við heyið og þjappað I köggla, þannig að í flutn ingi verður fóðrið í þessu formi helmingi fyrirferðarminna en vél- bundið hey. Eru miklar vonir bundnar við starfsemina í Gunn- arsholti og gæti þar jafnvel orðið fóðurbirgðastöð fyrir land allt. 1 Gunnarsholti era á vegum Sand- græðslunnar um 200 holdanaut, auk fjárbús. Lög um holdanauta- rækt voru samþykkt á árinu 1962, en hafa ekki komizt f fram- kvæmd vegna andstöðu yfirdýra- læknis. Era bændur mjög óánægð ir með að úr því hefur ekki orðið enn sem komið er. 1 Kollafirði hef ur verið komið upp klakstöð fyrir lax- og silungeldi. Mun þessi stöð kosta allt að 16 millj. króna, þeg- ar hún er fullbúin. Er þess vænzt, að þar sé merkileg starfsemi og vísir til þess að ný atvinnugrein rísi í landinu og allar hinar mörgu ár og vötn verði fyllt með silungi og laxi. Mætti þá einnig með þessum hætti afla þjóðinni gjald' eyristekna í ríkum mæli,þvímark aður er nógur fyrir lax- og silung og verðið mjög hátt. Hér hefur verið drepið á nokkur mál land- búnaðarins, sérstaklega vegna þess að svartsýnismenn, Fram- sóknarmennimir, telja að land- búnaðurinn sé á leið til auðnar. Þeir sjá ekkert nema eyðijarðir, hvar sem þeir fara, þótt eyðijörð- um hafi ekki fjölgað svo teljandi sé sfðustu árin. Nýbýlin, sem ár- lega era stofnuð, vinna upp það sem kann að fara í eyði af af- skekktum jörðum, þannig að býla fjöldinn breytist Iftið eða ekkert. Það er svo sjálfsagt og þjóðfélags leg nauðsyn, að efla la-.dbúnaðinn og vinna að þvf að hann megi eftirleiðis eins og ávallt áður, vera máttarstoð I þjóðfélaginu og einn af aðal atvinnuvegum þess

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.