Vísir - 07.05.1963, Side 3
VlSIR . Þriðjudagur 7. maí 1963,
3
Til allra hamingju þá eru þeir
að syngja. Ef, ekki, þá yrði því
ekki neitað, að þeir kæmu all
einkennilega fyrir En svona
verða menn við söng, og það
ekki ómerkilegan söng. Þeir eru
meðiimir Karlakórs Reykjavíkur
og halda um þessar mundir
myndarlegar söngskemmtanir i
Austurbæjarbíó. k
Jafnvel blessuð litlu börnin
hrifust af söng kórsins á æfing-
unni og tóku undir. Snáðinn á
miðri myndinni tók sig meira
segja til og tók að sér stjórn
kórsins.
Sennilega njóta fá sönglög
meiri hylli um þessar mundir en
lögin úr söngleiknum „Saga
Vesturbæjarins“, „West side
story“. Hafa lögin gengið eins
og faraldur um gjörvallan hinn
vestræna heim og notið sivax-
andi vinsælda. Innlendir söng-
kraftar hafa að sjálfsögðu num-
ið sum þessara laga, og þessa
dagana efnir Karlakór Reykja-
vikur til söngskemmtana og hef
ur nokkur „Vesturbæjarlög“ á
dagskránni. Er ekki ósennilegt
að margan manninn fýsi að
heyra þann ágæta karlakór
kyrja þessi víðfrægu lög,
Margt annað er að sjálfsögðu
á söngskrá kórsins girnilegt að
heyra og á að hlýða. Má þar tll
nefna negrasöngva og tvo þætti
úr „Cantiones duarum vocum“.
Söngstjóri kórsins er Jón S.
Jónsson, en þetta eru fyrstu
opinberu samsöngvarnir, sem
hann stjómar hjá karlakómum.
Einsöngvarar eru Guðmundur
Jónsson og Eygló Viktorsdóttir,
en sú síðarnefnda tilheyrir, vel
á minnzt, ekki kómum að stað-
aldri.
Ljósmyndari Vísis og blaða-
maður bmgðu sér í fyrradag á
æfingu hjá kórnum, en fyrsta
söngskemmtunin fór fram í
gærkvöldi í Austurbæjarbíói.
Þar munu söngskemmtanirnar
verða haldnar, m. a. í kvöld og
annað kvöld, og þar fór æfingin
fram, þar sem þessar myndir *
voru teknar.
Hér sézt söngstjórinn Jón S.
Jónsson, stjórna, en í baksýn
eru einsöngvararnir, Eygló
Viktorsdóttir og Guðmundur
Jónsson.
◄
Sú nýbreytni er á söng-
skemmtan þessari að ieikið er
undir á allmörg hljóðfæri. Hljóð
færaleikararnir sem eru til að-
stoðar ,sjázt hér á myndinni, tal
ið frá vinstri, Finnur Eydal,
Hilmar Hilmarsson, Gunnar
Sveinsson og Guðmundur R.
Einarsson. — Undirleikari á
m'anó er Guðjón Pálsson.