Vísir - 07.05.1963, Síða 8

Vísir - 07.05.1963, Síða 8
8 VlSIR . ÞríOjudagur 7. maí 1963. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfau VlSIR. Ritstjðrar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegl 178. Auglýsingar og »fgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. ! lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Fréttastofan i Skuggasundi Eftirfarandi setningu var að finna í Tímanum á sunnudag: „Það getur vel ráðið þvl hver framtfð ís- lands verður hverju þeir svara þeim tilmælum sem Bretar bera fram í sambandi við áðumefnda fiskveiði- ráðstefnu“. Erfitt mun að finna gleggra dæmi um óheiðar- lega blaðamennsku en þessa setningu. Hér lýsir Tíminn þvi skýrt og skorinort yfir að Bretar muni bera fram tilmæli (um leyfi til fisklöndunar og fiskverkunar hér- lendis) við 1 slendinga á næstunni. Og hver er heimildin fyrir þvi að slíkra tilmæla sé að vænta? Engin. Blaðið grípur þessi ummæli sin gjörsamlega úr lausu lofti. Það býr þau til. Og það býr ekki einungis til sjálfa ósk Breta, heldur bætir öðmm ósannindum við. Frá því er skýrt að núverandi stjómarf lokkar muni verða við tilmælum Breta, láta undan þeim! Þjóð- frelsið sé í voða, ef núverandi stjómarflokkar sitji lengur í rikisstjóm. Víst mun ekkert blað í siðmenntuðum löndum Ieyfa sér slíkt framferði sem framsóknarblað fslend- inga. En þessi atburður sýnir hve málefnasnauðir fram- sóknarmenn em við þessar kosningar. Þess vegna er gripið til slíkra óyndisúrræða. Ritstjórar Tímans vita manna bezt að sú fiskveiðiráðstefna sem blaðið ræð- ir um var aðeins ákveðin fyrir einni viku. Ekkert liggur fyrir um að Bretar muni óska sérréttinda í neinu landi um fisklöndun og fiskverkun. En Tfmamenn j halda að þeir geti gert ráðstefnuna að kosningagrýlu. Og þá er lygasagan spunnin upp um að Bretar muni biðja hér um forréttindi — og að þau muni verða veitt! Á morgun mun Tíminn halda fast við þessi um- mæli sín um forréttindaósk Breta til fslendinga. Vill þá ekki blaðið láta heimildarinnar getið? Hver er fréttastofan? Undirfellshugsjónir Nýlega flutti einn af foringjum Framsóknar, Hannes Pálsson á Undirfelli erindi í útvarpið. Hann lagði til að skógræktin yrði lögð niður, sjónvarpi ekki komið á og skólar fengju ekki rétt til þess að útskrifa stúdenta. Þannig hljóðaði sumarboðskapur framsókn- arforingjans. Sjaldan hefir heyrzt umbúðalausari íhaldsrödd í útvarpinu. Það er ánægjulegt að einstaka sinnum koma framsóknarmenn til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hannes talaði fyrir flokk sinn. Nú biður sá flokkur um vald tíl þess að framkvæma Undirfellshugsjónimar. Ofriðarhætta á Karíbahafi Elns og getlö var f fréttum í gær eru horfur hinar fskyggi- legustu á Karfbahafi, vegna á- standsins f Haiti-lýðveldinu, en nágrannarfkið á eynnl, Dom- lnikanska lýöveldiO, hótar inn- rás, og er ekki annaO sýnna, þegar þetta er skrifaO, en aO innrás getl hafizt þá og þegar þrátt fyrir þaO, aB Stofnun VesturálfulýBvelda hefOi kallað saman fund f gær, tll þess að ræða hvað gera mætti til aO koma f veg fyrir, að allt færl f bál og brand. Stofnunin hafði sent nefnd til Haiti-lýðveldisins til þess að kynna sér ástandið. Var þetta fimm manna nefnd og var henni svo illa teklð, að við borð lá, að hún yrði rekin úr landi þeg- ar eftir komuna, en það mun þó ekki hafa orðið. Þrfr nefnd- armanna flugu svo f gær til Washington til að sitja fundinn. VERSNANDI SAMtJD. Sambúð Haiti við Bandarfkin hefir farið hríðversnandi, og enn versnaði hún út af at- burði sem gerðist f gær í höfuðborginni Port-au-Prince, en með honum var bandarískur sendiráðsstarfsmaður freklega móðgaður og þar með- Banda- rfkin sjálf og brotin á þeim al-, þjóðalög. Lögreglan stöðvaði bifreið sendiráðsmannsins, sem var auðkennd sem sendiráðsbifreið og átti þvf að fá að fara ó- hindrað ferða sinna, miðaði á hann skammbyssu, neyddi hann til þess að stíga út úr bifreið- inni og leituðu á honum. Þá hafði og skömmu áður verið lýst yfir opinberiega í Washington, að Bandarfkin grfpi til nauðsynlegra aðgerða, ef stjóm Fidels Castro á Kúbu sendi herlið og vopn til Haiti, og er þetta tekið fram út af á- sökunum um, að f ráði sé að koma upp kúbönskum her- stöðvum í negralýðveldinu á Halti. Ásakanimar bar fram utan- rikisráðherra Dominikanska lýðveldisins, en hann kvað um þetta hafa verið samið með leynd. — Samtfmis og yfirlýs- ingin hér að ofan var birt f Washington var tekið þar fram, að engar sannanir væm fram komnar fyrir ásökunum utan- rfkisráðherra Dominikanska lýð- veldisins. Rétt fyrir mánaðamótin kast- aðist alvarlega f kekki milli Haiti og Dominikanska lýðveld- isins, er sendi Haitistjóm úr- slitakosti og herUð búið skrið- drekum til landamæranna, vegna þess að lögregla Haiti- stjómar hafði ruðzt inn f sendi- ráð D. R. f Port-au-Prince og handtekið fólk, sem þar hafði leitað hælis, eða samtals 68 mann, allt Haitifólk. Samtfmis kærði D. R. Haiti fyrir Stofnun .Vesturálfulýðvelda, sem hélt skyndifund og ákvað að senda rannsóknanefnd til Haiti og féllust báðir deiluaðllar á það, og er ljóst, að stjóm Haiti hafði lyppast niður. Forseti Haitilýðveldisins nefnist Duvalier og er um margt mikilhæfur maður, en „ræður og regerar" sem ein- valdsherra og er mjög andvfgur Bandarfkjunum, svo að þau Dr. Duvalier forseti Haiti lýðveidisins. hafa svift Haitiiýðveldið allri efnahagsaðstoð, og gengur þar nú allt á tréfótum. Forsetinn þráast við að sitja, en er f stöðugri lífshættu og hans fólk. Nýlega voru skotnir til bana þrfr verðir, sem fyigdu börnum hans í skóla, en börnin sluppu og þykir ganga kraftaverki næst. Eins og f upphafi segir mundi það kollvarpa allri jafn- vægisstöðu á Karíbahafi, ef stjóm að kúbanskri fyrirmynd yrði sett á laggirnar f Haiti- lýðveldinu, en Haitiey, þar sem era tvö ríki Haitilýðveldið og Dominikanska lýðveldið, og er aðeins yfir Windwardsund (Windward Straits) að fara frá Kúbu til eyjarinnar. Hvað sem lfður ásökunum Calventi utanríkisráðherra Dominikanska lýðveldisins um leynisamninga við Pólland og Tékkóslóvakfu við að koma upp hemaðarlegum bækistöðvum mönnuðu liði frá Kúbu f Haiti- lýðveldinu, má fullyrða, að svo mikið réttleysi, stjómleysi, fá- tækt og hungur ríki þar, að þar séu hin hagstæðusju skilyrði fyrir komúnistiskan áróður. Öllum fréttum ber saman um,, að miklar hættur séu bui\dnar við rfkjandi ástand í Haitilýð- veldinu, og örlagaríkir atburðir geti gerzt þar þá og þegar. Kúgun kommúnismans fram- kvæmd í nafni frelsisins Paul Robeson segir skilið við kommúnista Bandarfski negrasöngvarinn heimsfrægi, Paul Robeson hefur sagt skilið vlð kommúnismann. Robeson hefur verið ein hélzta skrautfjöðurin i hatti kommún- ista á ótai alþjóðamótum, hefms- friðarþingum og æskulýðssam- komum. Hann var á sífelldum ferðalögum til Rússlands og not- uðu kommúnistar hann ópart í ,friðar“ áróðri sínum. Robesen ánetjaðist kommúnist um í fyrstu för sinni til Moskvu 1934. Þá komst hann á þá skoð- un, að kommúnisminn væri eina von undirokaðra kynþátta eins og svertingjanna í Ameríku. Það er engihn vafi á þvf, að hann trúði því einlæglega, að komm- únisminn væri eina bjargræðis- vonin. En nú hafa augu Robesona opnazt fyrir eðli kommúnism- ans. Hann sagði nýlega: Framhald á bis. 5. úíl.li 1 U'íifi'í ?T; H

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.