Vísir - 07.05.1963, Qupperneq 9
V1SIR . Þriðjudagur 7. maí 1963.
9
Spjailað
við dr.
Hallgrím
Helgason
tónskáld
X-
„Það er nú eins og
hver annar lúxus að
kompónera“, segir dr.
Hallgrímur Helgason
tónskáld og einn af lærð
ustu tónlistarfræðingum
íslands. „Fyrst verður
maður að annast brauð-
stritið — svo dásamlegt
sem það er — hitt mætir
afgangi“.
„Þér vinnið við tónlistar-
deild Otvarpsins?”
„Já, það er eitt af störfunum.
En ég verð að gera meira til
að hafa sæmilega ofan af fyrir
mér. Á kvöldin kenni ég hljóm-
fræði og komposition, og auk
þess æfi ég Alþýðukórinn og
stundum Þjóðleikhúskórinn í
ígripum. Ég er alltaf í tímahraki,
það kemur sér vel, að ég er
kominn af sterkum bændaætt-
um og þoli talsverða vinnu.”
„Þér lítið að minnsta kosti
út fyrir að geta unnið á við
þrjá”.
„Ekki myndi mér veita af þvf.
En ég hef ánægju af að vinna.
sódía fyrir stóra hljómsveit.
Hún byggist bæði á gömlum
stefjum og mínum eigin. En það
er verst að hafa svona takmark-
aðan tíma til umráða”.
„Hvað mynduð þér segja, að
væri einkennandi fyrir stíl yðar
sem tónskáld?”
„Ja, ég hef gert mér far um
að vinna sem mest úr þeim
þjóðlagaefniviði, sem við eigum.
f verkum mínum er sterk pólý-
fónía — þ.e.a.s. hver rödd hefur
sjálfstætt gildi. Það hefur allt-
af vakað fyrir mér, að hver rödd
gæti komið fram sem sjálfstæð-
ur einstaklingur, ef hægt er að
orða það þannig. Ég hef yndi af
að glfma við raddfleygun og
kontrapunkt, að mynda eina
heild úr mörgum röddum . . .
það er erfitt í fyrstu, en vinn-
ur á”.
„Vinnið þér við hljóðfærið
eða eruð þér óháður þvf, þegar
þér semjið tónsmíðar?”
„Ég þarf ekkert frekar að
vinna við hljóðfærið, því að ég
heyri músfkina innra með mér.
Ég get samið tónlist hvar sem
er, hún kemur oft skyndilega
og undirbúningslaust, þegar
minnst varir. Ég get verið á
gangi eftir götunni, innan um
fólk undir ólíklegustu kringum-
stæðum, og hey presto! ailt f
einu dettur mér nýtt stef f hug.
Þá er um að gera að grípa blý-
antinn við fyrsta tækifæri og
skrifa það niður”.
Innblásturinn einn
nægir ekki.
„Hvernig lýsir það sér, þegar
þér fáið innblástur?”
„Æ, það er ómögulegt að lýsa
því á skiljanlegan hátt. Það er
eins og að sjá sýn, ég gleymi
umhverfinu á meðan, ánægju-
Dr. Hallgrimur Helgason blaðar í doktorsritgerð sinni um íslenzku
rímnalögin allt frá miðri fjórtándu öld og fram á okkar daga.
vinna úr hugmyndinni, og til
þess þarf trygga handverkslega
undirstöðu. Sumum finnst skrft-
ið að tala um tónskáld sem
handverksmann, en hann verð-
ur að vera það líka. Innblástur-
inn einn er ekki nægilegur, ef
Ég tók fiðlu sem aðalnámsgrein
í Tónlistarháskólanum þar og
lærði líka á pfanó, en annað
árið bætti ég við músíkteorí-
unni — þ.e.a.s. hljómfræði,
formfræði, komposition og
kontrapunkti. Fyrsta píanósón-
I|„Bíðaj fóruð :þér tjljSviss, var
þáð ekki?”
„Jú, ég stúderaði fjögur ár
við háskólann í Ziirich, þar er
afar góð tónlistarvísindadeild.
Ég lærði meðal annars hjá
Hindemith og sökkti mér niður
í tónlistarnám á vfsindalegum
grundvelli. Ég hafði notað tfm-
„Og hver er munurinn á þessu
tvennu? Afsakið fáfræði mína!“
„Til að verða dr. phil. habil.
þarf maður að hafa stundað
sjálfstæðar rannsóknir og koma
fram með eitthvert nýtt efni eða
efnismeðferð, sem varpar nýju
ljósi á málið, sem til athugunar
er”.
80 fyrirlestrar á
10 mánuðum.
„Hvenær lukuð þér doktors-
prófi?"
„Árið 1954 í Zíirich. Upp úr
því fór ég f fyrirlestraferð, og
á tfu mánuðum hélt ég 80 fyrir-
lestra“.
„Og jafnframt hafið þér hald-
ið áfram að semja tónverk?"
„Já, eftir þvf sem tfmi og að-
stæður leyfðu".
„Hvað þykir yður vænst um
af verkum yðar?“
„Ja, f rauninni þykir nlér ekki
nógu vænt um neitt þeirra. Það
er svona, manni finnst alltaf, að
maður hefði getað gert betur.
Kannske hef ég einna mestar
mætur á verki, sem gefið hefur
verið út’hjá Breitkopf & Hartel
og nefnist Intrada og Canzona”.
„Hafið þér samið tónverk eft-
ir 12 tóna kerfinu?”
„Já, ég hef kynnt mér kerfið
og samið ýmislegt smávegis í
þeim stfl, en það á ekki reglu
lega við mig. Það eru of mikil
höft, finnst mér, of lftið frelsi.
Að sumu leyti er auðveldara að
semja tónlist eftir ströngu kerfi,
en þá kemur sú hætta, að kerfið
drepi innblásturinn. Og músfkin
má aldrei verða of tæknileg eða
missa tengsl sfn við manninn
sjálfan".
„Hvað álítið þér um elektrón
íska tónlist?"
„Mér finnst ekki aðalatriðið,
hvað gert er, heldur hvemig það
er gert“.
„Hvað finnst yður um tónlist-
arlffið á Islandi?"
„Ja, við eigum ekki langa hefð
að baki. Vitið þér, að fyrsta ís-
lenzka, frumsamda lagið kom út
á prenti árið 1873? Og aðeins
einraddað! Ég gerði það mér til
gamans að raddsetja það fjór-
raddað f þeim stfl, sem því
Fyrsti músíkdoktor ÍSLANDS
Ég hef stundað margs konar
störf um dagana, unnið erfiðis-
vinnu, staðið í skurðgreftri, hey
vinnu og hinu og þessu. Eitt
sumar var ég þjónn á Laugar-
vatni, en nú er ég líklega far-
inn að ryðga í listinni”.
Hann hellir kaffinu í bollana
með miklum glæsibrag. Það er
ekki að sjá að honum hafi neitt
farið a^fur. Hann er líka útlærð-
ur f uppþvotti frá æskudögum.
Indælt fyrir eiginkonuna, ef
hann vill ekki týna niður þeirri
kunnáttu. En frú Valgerður er
ekki heima, svo að ég get ekki
spurt hana að þvf. Húh er önn-
um kafin við störf sín sem skrif-
stofustjóri Þjóðleikhússins.
Vinnur úr íslenzkum
efnivið.
„Eitthvað hljótið þér þó að
vera með í smíðum, dr. Hall-
grfmur?”
„Já, eiginlega er. ég með tvö
verk, sem ég vonast til að ljúka
við í sumar. Annað er partita
fyrir hljómsveit, og f henni nota
ég gamalt, fslenzkt tvísöngslag
sem uppistöðu, en hitt er rap-
honum er ekki samfara örugg
tækni og fræðileg kunnátta. Og
hversu mikla kunnáttu sem
maður hefur, nægir hún ekki,
ef enginn er innblásturinn.
Þetta tvennt verður að fara
saman. Mér finnst lslendingar
leggja of mikið upp úr inn
biæstrinum einum — jafnvel
menntaðir menn hafa spurt mig
í alvöru, hvort tónskáld þurfi
annars nokkuð að læra, hvort
þetta sé ekki allt innblástur”.
Hann andvarpar mæðulega
og hristir höfuðið.
„Jæja, þetta tekur allt sinn
tíma”, heldur hann áfram í
hressilegri tón. „íslendingar
eru ung þjóð í þessu tilliti, það
þarf margt að gera hér, áður
en við náum gömlu menningar-
þjóðunum, sem hafa rótgróna
hefð f almennri tónlistarmennt-
un”.
„Hvað um yðar eigin miklu
menntun í tónvísindum, dr.
Hallgrímur? Hvenær fór yður
fyrst að langa til að verðá tón-
skáld?”
„Ég byrjaði að læra á fiðlu
hjá Þórarni Guðmundssyni, þeg-
ar ég var átta ára gamall. En
það var ekki fyrr en ég kom út
atan mfn var gefin út í Leipzig
árið 1939, og hún er fyrsta
píanósónatan, sem samin hefur
verið af Islendingi. Þess vegna
þótti mér svolítið leiðinlegt, að
hún var ekki spiluð hér heima
á 17 ára löngu tfmabili. En frú
Jórunn Viðar hefur nýlega
spilað hana með miklum ágæt-
um á fimm konsertum, og nú
ætlar Rögnvaldur Sigurjónsson
að taka hana upp á sitt pró-
gramm”.
„Hvað voruð þér Iengi f
Leipzig?”
„Þrjú ár. Ég kom heim 1939
og átti þá mörg tónverk í hand-
ritum. En þegar ég ætlaði að
fá þau gefin út, var þvf tekið
heldur dauflega. Ég gekk á
milli allra helztu útgefendanna
og flestir neituðu, en einn sagði:
„Allt í lagi, ég skal taka hand-
ritið, ef ég fæ það gratís”. Ég
sagðist þá vera með þeim ósköp
um fæddur að þurfa að lifa eins
og aðrir menn og ákvað að gefa
verk mfn frekar út sjálfur en að
standa i þessu”.
Doktorsritgerð um
íslenzku rímnalögin.
ann, meðan ég var á íslandi,
til að fara bæ af bæ og hitta
að máli gamla menn, sem kunnu
að kveða rfmur. Þá voru segul-
bandstækin ekki komin til sög-
unnar, en ég skrifaði niður
þessa sérkennilegu músík og
viðaði að mér efni í doktors-
ritgerð um þjóðlögin fslenzku:
rímurnar allt frá þvf um miðja
fjórtándu öld og fram á okkar
daga. ísland hefur reynzt hæli
fyrir þessa fomu músfk, sem
hér er enn lifandi, þó að hún
hafi dáið út annars staðar.
Þetta hafði aldrei fyrr verið
rannsakað á vfsindalegum
grundvelli, svo að ég varð að
skapa mitt eigið rannsóknakerfi
og byggja það upp eins og mér
leizt bezt”,
„Vakti það ekki töluverða at-
hygli, þegar þér komuð með
svona nýstárlegt efni i doktors-
ritgerð?"
„Jú, það urðu mjög fjörugar
umræður um málið. Og pró-
fessorarnir vildu fá að vita,
hvort ég hefði sjálfur búið mér
til þetta kerfi. Þegar það reynd-
ist vera, var ákveðið, að ég yrði
dr. phil. habil., en ekki dr. phil.,
eins og ég hafði reiknað með“.
hæfði, og ég segi við kórinn,
þegar hann syngur það: „Nú er-
um við að syngja brot úr sögu
íslands". Nei, hér vantar miklu
vfðtækari tónlistarfræðslu f skól
um, miklu meiri almenna tón-
listarmenntun. Það tekur sinn
tfma að skilja undirstöðuatriði
f þessum hlutum, en við getum
ekki talið okkur raunverulega
menningarþjóð, meðan allflestir
landsmenn eru músfkalskir
analfabetar.”
Fólkið þarf sjálft að
iðka tónlist.
„Og hvað mynduð þér segja,
að bezt væri að gera til að
mennta þjóðina í tónlist?"
„Ef hér á að spretta upp frjótt
músfklíf, þurfa sem allra flestir
að iðka sjálfir tónlist. Það skipt-
ir ekki máli, þó að fólk syngi
eða spili ekki mjög vel, en hitt
er mikilvægt, að það láti sér
ekki nægja að hlusta á útvarp
eða grammófón. Því fleiri sem
færir eru um að miðla ein-
hverju, því fleiri geta vaxið upp
og gert betur. Við leitum að
snillingum, en gleymum þvl, að
einn snillingur sprettur upp úr
Framhald á bls. 10.