Vísir - 13.05.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 13.05.1963, Blaðsíða 1
VISIR Mánudagur 13. ma'i 1963 BLAÐ II. eóB fjármálastjórn cr UNDIRSTAÐA FRAMFARANNA Eitt af því fjölmarga sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir, hefur verið að koma fjármál- um ríkisins í betra horf. Fullyrða má, að árangur- inn af þeirri viðleitni hafi orðið meiri og betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Þessa árang- urs hefur að sjálfsögðu gætt víða í þjóðfélaginu, en rétt er þó að draga saman helztu atriðin og vekja athygli manna á þeim stórfelldu breyting- um, sem orðið hafa til batnaðar. Þau atriði koma einkum fram í eftirfarandi: 1. Réttlátri og skynsamlegri tekjuöflun ríkisins. 2. Skipulagningu og hagræðingu ríkisútgjalda. 3. Hallalausum fjárlögum. 4. Auknum stuðningi við verklegar fram- kvæmdir. í stefnuskrá sinni lýsti nú- verandi ríkisstjóm því yfir, að unnlð mundi verða að fram- gangi þessara atriða, og nú þegar litið er yfir fjármáia- stjóm síðasta kjörtímabils, kemur í Ijós að þau hafa öll orðið að veruleika. Beinir skattar hafa verið af- numdir eins og frekast hefur verið kostur og tollaiækkanir átt sér stað. Hagsýsla og spamaður hafa verið aukin. Ríkisbúskapurinn hefur verið hallalaus öll ár viðreisnarinn- ar. Sjóðum atvinnuveganna hef ur verið veittur beinn stuðn- ingur. Vikið skal nú nánar að ein- stökum liðum framangreindra atriða. Kostir óbeinna skatta. 1. Það hefur ætíð verið skoðun Sjálfstæðismanna, að háir beinir skattar væru skað- samlegir á marga lund, þeir drægju úr framkvæmdum og atorku manna og sköpuðu ranglæti, sem leiddi aftur til skattsvika. Við þessa skoðun er miðað þegar talað er um réttláta og skynsamlega tekjuöflun ríkisins, því stefnt hefur verið að, að afnema beina skatta og teknir upp óbeinir skattar í ríkari mæli. Þessari stefnu hefur verið komið á með samþykki Al- þýðuflokksmanna, enda hafa jafnaðarmenn um heim allan sérstaklega á Norðurlöndum, aðhyllzt þessa stefnu á síðari ámm. Munurinn á beinum skött- um og óbeinum er sá, að með sfðamefndu aðferðinni borga menn skatta sína um leið og þeir kaupa vömmar, þeir ana, fella telvjuskattinn me* öllu niður af almennum tauna tekj’um og síðar að endur- skoða allt skattakerfið með það fyrir augum að gera at- vinnurekstrinum kleift að byggja sig upp. Þetta hefur verið gert m. a. með: a. Nýjum tekjustofni til handa sveitarféiögunum. b. Endurrtýjaðri tollskrá, sem hefur 100 millj. kr. iækkan- ir í för með sér. c. Afnám tekjuskatts af hrein um tekjum einstaklings undir 50 þús. og hjóna upd ir 70 þús. kr. og hækkaðar skattfrjálsar tekjur hjóna um 10 þús. kr. fyrir hvert bam. d. Afnámi veltuútsvars. 1 þess stóraukið fé til vega- framkvæmda. Er afleiðing þess, að vélar og mannafii hafa verið nýtt betur og stærri fjárveitingar hafa far ið á hvern stað. AHir þeir, sem með þessi mál hafa far ið, hafa viðurkennt þessa staðreynd og hagkvæmnina, sem af þessu hefur leitt. Þess skal getið að framlög til vegaframkvæmda hafa hækkað um 10.5% frá 1958 til 1963. b. Gjaldheimta skatta, útsvara, tryggingargjalda, sjúkra- samlagsgjalda o. fl. hefur ver ið sameinuð og hafa margar milljónir sparazt á því. c. Ríkisábyrgðum, bæði eftir- liti og formi veitinga ríkis- ábyrgða hefur verið breytt á Aldrei hefur ríkið veitt meira fé til húsbyggingalána en á þessu ári. Frá áramótum til aprílmánaðar höfðu 85 millj. verið lánaðar tii íbúðabygginga. Á síðasta ári vinstri stjómarinnar, 1958, voru aðeins lánaðar 34 millj. króna — allt árið. Myndin er af nýbyggingum fbúða í Reykjavík á þessu ári. eru innifaldir f vöruverðinu. Menn eru því að greiða skatta sína allt árið um kring, smám saman. Kemur það vissulega flestum betur, í stað þess að snara mörgum þúsundum út einu sinni á ári. Meðan beinu skattarnir voru hér sem hæstir, þurftu launamenn, sem urðu að borga háa skatta, oft að horfa upp á það, að nágranni þeirra, sem hafði aðstöðu til að telja ekki allt fram greiddi ekki nema brot af þeim skatti, sem á launamanninn var lagður. Þetta skapaði svo mikið ranglæti milli manna innbyrðis, að til vandræða horfði. Það var eitt af fyrstu verk um núverandi ríkisstjómar að lækka verulega beinu skatt- stað var ákveðið aðstöðu- gjald sem miðast við rekst urskostnað og Iandsútsvar, sem lagt er á ýmis ríkis- fyrirtæki og olíufélögin. e. Skattstigi félaga til tekju- skatts lækkaði úr 25% í 20%. Hér er aðeins fátt eitt talið af þvf sem gert hefur verið f skattamálum og sleppt að minnast á breytingar fram- kvæmdakerfisins sjálfs, ýmis fríðindi til handa námsmönn- um o. fl., frádrætti ýmislegum og varasjóðshlunnindum. Aukin hagræðing. 2. Skipulagning og hagræð ing ríkisbúskaparins hefur m. a. komið fram í eftirtöldu: a. í vegagerð hefur vinnustöð- um verið fækkað, þrátt fyrir þann hátt, að milljónir hafa sparazt. Fleira mætti nefna, sem auk ið og stuðlað hefur að auknum spamaði f ríkisbú- skapnum. Hallalaus fjárlög. 3. Fjárlög hafa verið af- greidd hallalaus öll ár viðreisn arinnar. Til samanburðar má geta þess, að í tíð vinstri stjórnarinnar voru þau aðeins einu sinni afgreidd hallalaus. Af hallalausum fjárlögum er augljós kostur eða kostir, sem koma fram f mörgum myndum. Af því skapast tekjuafgangur, sem hefur verið síðustu þrjú árin, sem næst 140 millj. kr. Þessum tekjuafgangi hefur m. a. verið varið til að: a. greiða upp Iausaskuldir, og sr nú svo komið að engar laussskuldir voru í árslok 1962. b. leggja fé í jöfnunarsjóð svo- kallaðan, en það er sjóður sem á að koma til nota, þeg- ar illa árar. Er það mikil og góð varúðarráðstöfun. c. byggja upp gjaldeyrisvara- sjóði þjóðarinnar. d. minnka vaxtabyrði ríkis- sjóðs. Stuðningur við atvinnuvegi. 3. Ríkissjóður hefur lagt fram tugi milljóna til stofn- lánasjóðs atvinnuveganna, og auk þess stóraukið árlegt fram lag sitt til þeirra. Nægir að benda á stofnlánasjóð landbún aðarins, sem stofnaður var á kjörtímabilinu og viðurkennd- ur er af flestum sem eitt af stærstu hagsmunamálum bændastéttarinnar. Iðnlána- sjóði hafa verið útvegaðar meiri tekjur, svo og stofnlána deild sjávarútvegsins. Gefa eftirfarandi tölur gott dæmi um þá þróun, sem orðið hefur í þessum málum: a. Úr ræktunarsjóði og bygg- ingarsjóði var lánað árið 1958 samtals 52.1 millj. kr. 1962 var lánað til ræktunar og byggingarframkvæmda f sveitum úr stofnlánadeild- inni 70.4 millj. kr. Er það yfir 18 millj. kr. hækkun. b. f febrúar s. 1. höfðu 227 út- gerðar- og fiskvinnslutækj- um verið veitt hin nýju lán stofnlánadeildar sjávarút- vegsins, að upphæð samtals 354 millj. kr. c. Stofnaður hefur verið Iðn- lánasjóður (1962) og mun hann hafa til ráðstöfunar næstu árin allt að 50 millj. krónur árlega. Slikt mun að sjálfsögðu vera ómetan- leg hjálp íslenzkum iðnaði. Af allri þessari upptaln ingu er Ijóst, hversu mik- ið og vel hefur verið að fjármálum ríklsins unnið. Hér er þó aðeins fjallað um þá hlið fjármálanna, sem inn á við snýr. Bera allar þessar að- gerðir vott um festu og framfarir og eru enn eitt dæmi hinnar jákvæðu stefnu viðreisnarstjórnar- innar á öllum sviðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.