Vísir - 13.05.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 13.05.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 13. maí 1663. /n EFTÍR HUNAYOKE Félagsheimilið á Blönduósi: OAS letrað á aðalvegg hússins tii að minna á uppeldisáhrif þessara stofnana. Tjeir fyrir norðan bæta sér upp Iangan vetur, þegar komið er undir sumarmál. Kaþólskir í suðrænum löndum halda kjötkveðjuhátíð f i e s t a — vikuna áður en langafasta byrjar, með þeim hætti, að biðja verður heilt ár í öllum klaustrum heims fyrir sálunum vegna syndanna. Hún- vetningar og Skagfirðingar ganga á fund við guði holdsins (og andans), þegar „nóttlaus voraldarveröld“ teygir sig um Norðurland. Þeir ríða inn í birt- una á Húnavöku og Sæluviku, þegar enn er krap í Blöndu og Hér.aðsvötnum. Laugardagskvöld í fyrstu viku eftir páska — snjór í fjöll- um, Holtavörðuheiði úlfgrá með veðurhljóð, sem maður setur í samband við útburðarvæl, veg- urinn ein eðja og rigningin lemjandi. Á þessum refa- og rjúpnaslóðum, sem gera skörp skil milli tveggja ólíkra lands- hluta, kemur landvætturin — Og Húnavaka í viku stendur og vermir ylgeislum hverja sál. Gleðin er bikar, I botn skal teyg a, blessuð lyftið nú hennar skál. Þar ævintýri og ástir bíða þar ymur bára við fjörusand. Og þar er sóiskin og sunnanþýða, sólin glitrar um Norðurland. Og Húnavakar í viku stendur o. s. frv. . . . Við drekkjum okkur 1 dansins öldum, dýrlegt hnýtist þar tryggðaband. Þegar aftur svo heim við höldum, í huga geymum við Norðurland. Og Húnavaka í viku stendur o. s. frv. . . . Dansinum var slitið kl. 4 um nóttina. Þaðan barst leikurinn í einkahús. Háum sem lágum Framh. á bls. 22. verndari Norðurlande og athug- ar komumenn: Sumir eru vel- komnir og aðrir ekki. Þegar landvættur hefur skoðað plögg- in og sannfærzt um þjóðernið, er aiveg óhætt að halda lengra. I’ Staðarskála í þjóðbraut, þar sem tveir bræður annast greiða- sölu og jafnvel skemmtilegheit handa þeim, sem það kunna að meta, var borin fram saðning. Annar bróðirinn er stríðsfrétta- ritari Morgunbiaðsins í vestur- sýslunni og einkavinur Eiríks Ketilssonar, stórkauprnannsins í Garðastræti. Hann afgreiðir trukkekla á viðeigandi hátt; ofan á húnvetnska stílinn kann hann og skilur tungumái þess- ara manngerða. „Strákarnir eru búnir að slátra kálfi“. segir bílstjóri — leit út fyrir að vera kaldur karl. Kálfurinn var þegar orðinn kaldur og borðaður ofan á brauð með eggi. Síðan var far- ið sem leið liggur í Blönduós. TZ omið var langt yfir mið- nætti — förinni hafði yfirvald þar í sýslunni), sást í fordyri. Frambjóðandabros lék um varir hans. ,,Þú hér — hvað kemur til?“ „Ég var hér, ég er að fara í nótt“, segir hann. „Ertu hér kannski af tilvilj- un?“ Brosið dvein. Þögn. „Ég er að fara í Skagafjörð“, sagði þessi efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Norður- , landskjördæmi vestur. Meðreið- arsveinn hans, Skagfirðingur, maður númer tvö á lista, fylgdi honum eins og lífvörður út á planið. J fataafgreiðslunni voru kven- félagskonur, sem unnu sjálfboðavinnu. Þær seldu happ- drættismiða í ágóða fyrir félags- heimilið og fóru drottningarlega að. „Hafið þið annars nokkur efni á því að kaupa miða, strákar?" segir ein með Svart- árdal í augunum. „Ég tryggi þér vinning, ljúf- urinn", segir önnur með Holta- staða-bros í öðru munnvikinu. Miðatnir flugu út ekki síður en VW-happdrættismiðar í Austurstræti. Eitt andlit, sællar minningar úr Vatnsdalsrétt frá því í haust, bauð oð borðinu til sín — og síðan var alltaf verið að bjóða að borðum. Síðast var hafnað hjá Skagfirðingum, sem óðu um salinn og sýndu falleg- ar konur, sem þeir þóttust eiga eins og hesta á sýningu. Sauð- kræklingur hvislaði í eyru fjármálahneyksli, glæp aldar- innar og við eitt borð tóku þeir lagið til að kæfa Limbórokkið úr hljómsveitinni, sem þeir nenntu ekki að hiusta á: Til Húnabyggða vor hugur leitar, hjartað látum nú ráða för, til okkar indælu æskusveitar, þar ómar söngur með líf og fjör. Og svo tóku þeir viðlagið: Trippi lék sér á árbakkanunt og kom nú riUaiKli *>»in! .4 móti Ijósmyndavélioni. —MHU—iJlwwoaflWMWimWiw Og Húnavaka í viku stendur og vermir ylgeislum hverja sál. Gleðin er bikar, í botn skal teyga blessuð lyftið nú hennar skál. seinkað, vegna þess að drif- skaftið datt niður við Sveins- staði, tuttugu kílómetra frá plássinu, en þetta var næstsíð- asta kvöld Húnavökunnar og blótað fram á rauðan morgun Félagsheimilið nýja stendur hinum megin áriruiar, bákn, sem kostar tíu milljónir, sagði tii- tölulega óljúgfróður. Vegir þorpsins voru sundurgrafnir og pyttir á planinu fyrir framan samkunduhúsið. Allar gáttir voru opnar. Slæðingur af sveitarlögreglu og brúnstökkum úr vegaeftirlitinu vappaði á hlaðinu. Eitthvert líf virtist bærast í bílunum. Þetta söngluðu nokkrir, sem komu út úr húsinu. í skini bíl- ljósanna sást OAS letrað risa- stórum stöfum á aðalvegg húss- ins eins og til að minna á upp- eldisáhrif þessara stofnana. Ungur maður, kominn af bláaðli (afi hans hafði verið Blanda var íshröngluð og kyrrlát siðasta dag Húnavökunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.