Vísir - 13.05.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Mánudagur 13. maí 1963.
19
Þjóðleikhúsið:
IL TROVATORE
Ópera eftir GIUSEPPE VERDI
Hljómsveitarstjóri: Gerhard Schepelern — Leikstjóri: Lars Runsten
II Trovatore mun vera þriðja
óperan eftir Verdi, sem Þjóðleik
húsið tekur til meðferðar. Hin-
ar tvær, Rigoletto og La Travi-
ata, voru fluttar við mikinn
fögnuð á fyrstu árunum, sem
leikhúsið starfaði, og minnast
menn Rigaletto uppfærslunnar
a. m. k. sem eins dýrðlegasta
kraftaverks, sem hér hefur orð-
ið á tónlistarsviðinu, og leggja
að jöfnu við óratóríustand fyrir
stríðsáranna. Allar eru þessar
þrjár óperur frá sama tíma á
löngum starfsferli Verdis. Hvað
snertir stil og byggingartækni
eru þær þvl fullkomnir þríbur-
ar, og kröfumar til flytjenda
era ósköp áþekkar I þeim öll-
um, nefnilega mjög miklar. Rigo
letto var fyrst flutt í Feneyjum
árið 1851. Án þess að hún, eða
hiriar tvær sem voru báðar frum
fluttar 1853, boði nokkra stefnu
breytingu á óperusviðinu,
marka þær viss tímamót á ferli
Verdis. Hann hafði áður sam-
ið tugi slíkra verka, sem flest
eru gleymd nú í dag, sum reynd
ar óverðskuldað, eins og Emani
sem er sízt lakara verk, en
margt sem tórir á fjölum leik-
húsanna. Þau einkenndust öll
af dæmalausri fundvísi á tjá-
andi lagllnur, sem þegar bezt
gengdi stóðu fyllilega jafnfæt-
is eða framar tilburðum Doni-
zettis og Bellinis, hans fræg-
ustu fyrirrennara. Og heildar-
formi þeirra og dramatískri þró-
un var einmitt og ekki síður
ábótavant en verka Bellinis.
Tækni Verdis var á þeim dögum
af skornum skammti, enda bjó
hann ekki að strangri og hnit-
miðaðri þjálfun, frekar en svo
margir aðrir ítalskir óperahöf-
undar á þessum tfma. En í
Rigoletto er náð þvílíkri full-
komnun innan venjubundinna
takmarka, sllkri dramatlskri
kyngi með einföldustu meðul-
um, að flókið brambolt Lohen-
grins (frumflutt þrem áram áð-
ur), virðist allt að þvl hlægi-
legt um stund. Verdi hefur ann-
ars Oft verið teflt gegn Wagner,
ekki ólíkt og Brahms og oftast
á jafn vanhugsuðum grandvelli,
þó I öðru sé. Hvemig má vera
að fyrri óperur Verdis geti skoð
azt „anti wagneriskar", þegar
sannað er að Verdi þekkti á þess
um árum ekkert til verka Wagn
ers, og varð þar að auki fyrir
miklum áhrifum af þeim, þegar
hann loksins kynntist þeim
(sbr. Falstaff, Otello)? Og sann-
leikurinn er sá, að upp frá þvl
dáði hann Wagner mest allra
þálifandi tónskálda.
Með sýningu á II Trovatore
hefur Þjóðleikhúsið gert merk-
um kafla ævistarfs Verdis full-
komin skil, 1 það minnsta að
nafninu til. Þetta viðhafnar-
mikla melodrama sækir efni I
leikrit eftir Guttierrez nokkurn,
og gerist á Spáni á 15. öld.
Óperatextinn, librettíóið, setti
Inez (Svala Nielsen) og Leonora (Ingeborg Kjellgren).
ítalinn Cammarano saman, og
er þráður hans eitthvað á þessa
leið:
Barnungur bróðir greifans
hafði orðið fyrir göldrum seið-
kerlingar af sigaunakyni. Hún
var gripin og brennd á báli.
Skömmu síðar rændu sigaunam-
ir baminu, og dóttir kerlingar,
Azucena, ákveður að brenna það
1 hefndarskyni. En fyrir mistök
kastar hún eigin hvítvoðung á
eldinn, og gengur greifabarninu
I móðurstað.
Þegar óperan hefst er
greifabamið Manrieo fullvaxinn
maður, sem þvælist um sem
„trovatore eða farancfsöngvari.
Hann og aðalsmærin Leonora
fella hugi saman, en Luna greifi
er einmitt hennar áhrifamesti
vonbiðill, og þegar hann kemst
að ástum þeirra, skorar hann
Manrico á hólm. 1 einvíginu
tekst greifanum að afvopna
Manrico, en fyrir dularfull á-
hrif, sem áhorfandinn á að
skilja vegna forsögunnar, þyrm-
ir hann lffi hans. Leonoru hef-
ur hins vegar verið talin trú um
að Manrico sé dauður, og
hyggst hún ganga 1 klaustur.
Manrico berst þetta til eyma,
og leitar hana uppi og telur
hana vitaskuld af þeim ósköp-
um. 1 þriðja þætti er Azucena
fangelsuð af geifanum, grunuð
um að vera sú sem myrti bróð-
ur hans. Manrico og Leonora
eru í þann veginn að ganga 1
það heilaga, þegar fréttist af
þessu. Manrico verður mikið
um sem von er, og rýkur frá
öllu saman til 'að bjarga móður
sinni, en er þá gripinn af mönn-
um greifans, fangelsaður og
dæmdur til dauða. Leonora lof-
ar greifanum að giftast honum,
ef hann láti Manrico lausan,
og gengur greifinn að þeim
kaupum. En fremur en lifa án
Manricos, gleypir hún eitur. Hún
finnur Manrico í fangelsinu, og
biður hann að flýja hið snar-
asta, en I miðjum klfðum tek-
ur eitrið að verka og deyr hún
með hljóðum í faðmi hans. Þar
sem greifinn hefur nú misst af
konuefninu, telur hann ekkert
til fyrirstöðu að koma Man-
rico fyrir, og lætur hann Azu-
cenu horfa upp á aftöku hans.
Azucena kemur greifanum loks
I skilning um að Manrico er
bróðir hans. En of seint, og lýk
ur óperunni að Luna greifi sit-
ur uppi með heldur óhrjálegar
endurminningar.
Framsýningin á II Trovatore
í gærkvöldi var framar öllum
vonum, og nálgaðist stundum að
vera fullkomln. Til þess að koma
henni um kring, hafði Þjóðleik-
húsið fengið tvo útlenda stjórn-
endur, LARS RUNSTEN til að
sjá um leikinn, og GERHARD
SCHEPELERN um hljómsveitina
o. fl. Sú stefna Þjóðleikhússins
að fá hingað sýknt og heilagt út-
lenda leikstjóra kann að orka
tvímælis (þetta er sá þriðji eða
fjórði I vetur), en er tiltölulega
nauðsynleg þegar um ópera er
að ræða. Ekki er þó neitt að
finna I II Trovatore, sem okkar
menn hefðu ekki átt að klára
skammlaust. En verk Runstens,
sem ku hafa mikla reynslu frá
kgl. óperunni f Stokkhólmi, er
hér vel unnið miðað við allar
aðstæður, og ber auðvitað að
þakka það. Hann hefði þó að
mínu áliti mátt reyna að koma . ,,, ,
I veg fyrir þann alkunna ópera- 1\WÍR TRIÐRIICÆIQXN^OX
st”nd|r“e™' oga9s.e.“"»gií HRAFNÍ5TU344.5|MÍ 38443
nema rétt meðan þeir reka upp
rokur, en að því voru eilítil
brögð, og leiðinlegt til lengdar.
Þriðji gesturinn frá Skandinavíu
er INGEBORG KJELLGREN
sópransöngkona, einnig frá
Stokkhólmi. Hún syngur Leo-
nora, og tekst mætavel, án þess
út af þvl þurfi að gera veralegt
veður. Hér er á ferðinni þræl-
vanur leikkraftur, sem veldur
slnu hlutverki án þess að taka
sérlega mikið á. GUÐMUNDUR
JÓNSSON kemur svo sem eng-
mn á óvart I hlutverki Luna
greifa. Allir vita hvílíkur stór-
söngvari hann er, og þegar hann
vandar sig a. m. k. er enginn
kjánaskapur á ferðinnl. En fyrir
mitt leyti, held ég,að hann sé
jafnvel einum eða tveim of góð-
ur fyrir sýningu sem þessa. Það
er nefnilega dálítið óþægilegt,
þegar skúrkurinn ber svo af
öðrum persónum, að öll manns
athygli og samúð beinist að hon-
um. Það liggur við að ekki séu
efni á að hafa svona mann hér
heima, hann er á við nóbels-
skáld að auglýsingagildi fyrir
þorsk og sfld. Azucenu er vel
borgið I höndum SIGURVEIGAR
HJALTESTED. Hún er dágóður
mezzo-sopran, og virðist hafa
auga fyrir óperaleik. En öryggi
og kunnáttu skortir nokkuð, þó
tilfinningamar og þær heldur
ofkeyrðar, bjargi flestu. GUÐ-
MUNDUR GUÐJÓNSSON ten-
ór, fer með eitt aðalhlutverkið,
Manrico trúbador. Hann veldur
því ágætlega, þó rödd hans sé
ekki ýkja glæsileg, og leikur
hans ýmist of eða van. Ef hann
fær önnur tækifæri en sprett-
hlaupavinnu (sbr. blaðafréttir
frá Árósum o. s. frv.), er ég viss
um að hann á eftir að vinna
afrek á þessu sviði. JÓN SIG-
URBJÖRNSSON bassi fer með
hlutverk Ferrandós höfuðs-
manns. Leikur hann og syngur
af fágætu öryggi, og var upp-
hafsatriðið, sem mæðir allt á
honum, með miklum ágætum,
þó kórinn væri helzt til litlaus,
sem og annars staðar. (Kórinn
er talsvert hlutverk 1 þessari ó-
pera, og hefði Þjóðleikhúskór-
inn átt að geta gert þvl betri
skil). Smærri hlutverk era I
höndum Svölu Nielsen, Erlings
Vigfússonar, Gunnars Einarsson-
ar og Hjálmars Kjartanssonar,
sem eru öll prýðileg,- hvert með
sfnu lagi. Hljómsveitin, undir
stjóm SCHEPELERNS, kláraði
þá sitt ljómandi vel. Á leiktjöld-
unum hef ég ekkert vit, en þau
gerði LÁRUS INGÓLFSSON.
Óskum Þjóðleikhúsinu til ham
ingu með enn eitt velheppnað
gróðabrall.
Leifur Þórarinsson.
LESTUR • STÍLAR *TALÆFÍNGAR
VORSÝNING
Þjóðdansafélags Reykjavikur verður f Háskólabíói sunnudaginn
19. maí kl. 2 e. h. Þar koma fram nemendur úr öllum aldurs-
flokkum, sýningaflokkur unglinga, svo og sýningarflokkur, sem
fara mun á þjóðdansamót Norðurlanda í Noregi í sumar.
Aðeins þessi eina sýning. Forsala aðgöngumiða hefst I dag
(mánudag) Klapparstíg 9. Sími 12597.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur.
auiiriWMWWi;
m