Vísir - 15.05.1963, Síða 2

Vísir - 15.05.1963, Síða 2
2 V í SIR . Miðvikudagur 15. maí 1963. Óvænt frammistaða — Ungverji að baki sigrum Þróttar — Sterkur sóknarleikur — Hver skorar mark númer 1000? — Nýtt lið í 2. deild — Knattspyrnufé- lagið Dímon — 1. deild hefst á uppstigningardag. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu er um þess ar mundir einstaklega spennandi og tvísýnt, en Valur og Þróttur munu keppa um sigursætið á sunnudag, en fyrir mót- ið voru þessi tvö lið ekki talin álitleg í keppn inni, en stærri nöfnin, Bikarmeistarar og Reykjavíkurmeistarar KR og íslandsmeistarar Fram, taldir sigurstrang legir í mótinu. Leikir Fram og KR fara báðir Spennandi augnablik við Þróttarmarkið. Guttormur teygir sig eftir boltanum, en Eyjólfur Magnússon virðist hafa skallað frá. fram eftir að úrslit verða kunn, hinn fyrri daginn eftir úrslitaleik- inn, en hinn síðari síð- ast í þessum mánuði. Knattspymuliðin hafa í vor sýnt aligóða knattspyrnu og sízt verri en áður. Eitt lið hefur þó komfð á óvart og vakið mikla athygli fyrir leik sinn, en það eru leikmenn Þróttar, ungir leik menn flestir hverjir, en hafa lengi haldið hópinn og unnu m. a. landsmót 2. flokks í hitteð- fyrra í tveim spennandi úrslita- leikjum gegn Vestmannaeyjum. Þróttararnir hafa sýnt, svo ekki verður um villzt, að í þeim er góður efniviður, sem enn er ekki fullmótaður, enda þótt hinn ungverski þjálfari, Simoniy Gab- or, hafi þegar dregið margt at- hyglisvert fram í liðinu. Sérstaklega hefur sóknar- Ieikur liðsins vakið athygli, en þar hefur verið kastað fyrir borð þeim ósið að reyna í tíma og ótíma að leika inn að markteig og skjóta þaðan, því Þróttarar hafa skorað mikið af mörkum úr skotum langt að. Valsmenn verða án efa með harðsnúið lið í úrslitunum á sunnudaginn og eru þar margir leikmenn með haldgóða reynslu og vöm Vals er yfirleitt mjög sterk, þótt leikmenn hennar sÖu e. t. v. ívið þyngri á sér nú en áður. Á sunnudaginn kemur munu Valsmenn að öllum líkindum (þó ekki víst), skora 1000. — eitt þúsundasta •— markið, sem meistaraflokksmenn í Val hafa skorað frá stofnun félagsins 11. maí fyrir 52 árum síðan. Er það miðað við alla opinbera móta- leiki, afmælisleiki, gestaleiki við erlend lið o. s. frv. Verður ef- Iaust sótt hart eftir að skora það merkilega mark, enda hefur heyrzt að aðalstjórn félagsins muni heiðr.a þann sem skorar. Mjög spennandi var fyrir þá fáu, sem vissu um þetta, er Val- ur lék gegn Fram í síðustu viku en þeim leik lauk án marka, en hvað eftir annað voru Valsmenn nær búnir að skora, en aldrei virtist hægt að rjúfa þennan 1000-marka-múr. Þróttarar munu helga sig því verkefni að vinna 2 .deild, þeg- HAUKUR ÓSKARSSON MILLIRlKJALEIK DÆMIR í fyrsta skipti bregður is- lenzkur knattspyrnudómari sér út fyrir landsteinana í því skyni að dæma milliríkjaleik og hefur dómaranefnd K.S.Í. út- nefnt hinn kunna knattspyrnu- dómara Hauk Óskarsson. Sem kunnugt er af fréttum Ibárst K.S.I. beiðni frá norska knattspyrnusambandinu um að það útnefndi íslenzkan dómara til þess að dæma landsleik milli Noregs og Skotlands, sem verður Ieikinn í Bergen 4. júní n. k. Óskaði stjórn K.S.Í. «ftír því að dómaranefnd sambands- ins útnefndi dómara og hefur nefndin i tilnefnt Hauk Ósk- arrsson, en K.S.Í. á eftir að staðfesta það. Haukur tók fyrst dómarapróf í knattspyrnu fyrir tæpum 30 árum, en milliríkjadómararétt- indi fékk hann fyrir um það bil þremur árum. Fyrstur manna öðlaðist þessi réttindi Guðjón Einarsson, en nú hafa þrír ís- lenzkir dómarar réttindi til þess að dæma landsleiki í knatt- spyrnu. Haukur er kunnur af fleiru meðal knattspyrnumanna og unnenda en dómarastörfunum. Hann var á sínum tíma í fremstu röð Islenzkra knatt- spyrnumanna og hefur skorað mörg mörkin fyrir sitt gamla knattspyrnufélag, Víking. Þegar blaðið hafði tal af Hauk í morgun sagðist hann þakka dómaranefnd K.S.I. það traust sem hún hefði sýnt hon- um með því að útnefna hann og kvaðst hann vona að allt gengi vel. BBSEXEBXEsssasœaarsaæa Jens Karlsson hafði „pressað“ Hreiðar og þegar hinn síðamefndi „hreinsaði“ frá marki sínu, hrökk boltinn af afli af Jens og I fallegar (að Þróttaraáliti) boga inn I mark KR, en Gísli var staðsettur of framarlega, eins og sjá má. ar 1. deild lýkur og er haft eft- ir formanni félagsins, Jóni Ás- geirssyni, að það sé verkefni númer eitt ei,ns .og er. Önnur deild leikur tvöfalda umferð, — heima og heiman, Þróttur er I riðli með ísafirði, sem féll I fyrra úr 1. deild, Hafnarfirði og Siglufirði. Hinn riðilinn skipa Sandgerði, Vestmannaeyjar, Vík ingur og Knattspymufélagið DÍMON, sem mun vera úr Rang árvallasýslu, en alls ókurmugt félag. Er ekki ósennilegt a? Þróttur og Vestmannaeyjar berj- ist til úrslita, þótt margt geti gerzt sem kemur I veg fyrir a? svo verði. Keppni I 2. deild hefsi undir lok malmánaðar. í 1. deild verður enn meir< um leiki en I 2. deild. Þar far; Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.