Vísir - 15.05.1963, Side 5

Vísir - 15.05.1963, Side 5
VISIR . Miðvikudagur 15. maí 1963. 5 Áhucfi á að hraða Múlaveg Mikill áhugi er meðal manna út með Eyjafirði að fá heimild til lántöku til að ljúka Múla- veg, út í Ólafsfjörð. Er áhuginn helzt í Ólafsfirði og Dalvík og á Akureyri. Vilja menn að hægt verði að Ijúka verkinu á tveim ur árum. Á fjárlögum þessa árs hefur Múlavegi verið veittar 950 þús krónur, en lauslega er áætlað að 7—71/2 milljón þurfi til að fullgera hann. Á uppdrætti þeim sem hér fylgir má nokkuð sjá, hvað vega gerðinni hefur miðað áfram. Hún sýnir ströndina milli Dal- víkur og Ólafsfjarðar. Fyrir norðan Dalvík er gamall 3 km vegur að bænum Karlsá, sem notazt yrði við áfram. Þá er að mestu lokið við undirbyggingu á 9 km. vegarkafla og hefur verið unnið frá báðum endum. Heila línan sýnir þann veg sem lagður hefur verið, en brotna línan ógerðá hlutann. Það sem eftir er að gera, er að undirbyggja 6 km. kafla frá frá Sauðá að Ófærugjá, en það er lang erfiðasti og jafnframt dýrasti hluti leiðarinnar, allan þennan kafla þarf að malarbera og byggja nokkrar brýr og ræsi. Vegurinn er kallaður Múla vegur eftir Ólafsfjarðarmúla, en það er snarbratt fjall við mynni Ólafsfjarðar. Vegarstæðið er mjög hrikalegt, Iiggur utan í Múlanum og er 205 metra þver- hnípt hengiflug af vegarbrúninni og niður í sjó. Yrði þetta vissu- lega hrikalegasti vegur lands- ins og er það svo að sumir kveðast aldrei muni aka um þennan veg. En til mikils er að vinna. Þegar nýi Múlavegurinn er tek- inn í notkun yrði vegalengdin milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar aðeins 18 km., en nú er hún 246 km. þar sem aka þarf um Skaga fjörð og Fljót. Með þessum vegi kæmist hinn vaxandi kaupstað- ur í Ólafsfirði í beint vegasam- band við byggðir Eyjafjarðar, Árið 1951 var Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra sem oftar. í ræðu sem hann flutti á Alþingi þann vetur, lýsti hann því yfir að sér hefði aldrei til hugar komið að lækka skatta, menn mættu ekki halda að slíkar ráðstafanir yrðu framkvæmdar af honum. Eysteinn stóð við þau orð sín. Skattalækkanir urðu að bíða þar til í tíð núverandi ríkisstjómar. Hún hefur bæði afnumið tekjuskatta og stóra hluta söluskatta — í heild dregið úr beinum sköttum almennings. Sannarlega er hér ólíkt aðhafzt. Núverandi ríkisstjórn afnemur skatta, en Eysteinn lýsir því yfir að honum hafi aldrei til hugar komið að lækka skatta. Ummæli Eysteins þessa efnis eru birt hér orðrétt: Þessir háttvirtir þingmenn tala um fyrirheit um það að draga úr sköttunum og lækka skattana, sem ekki hafa ver- ið efnd. En í því sambandi vil ég minna þessa háttv. þing- menn á, að slíkt fyrirheit hefur aldrei komið frá mér. Ég hef aldrei imprað á því, að þetta væri mögulegt og það er af því, að mér sýndist augljóst, þegar ég tók við þess- um málum, að söluskatturinn yrði að standa áfram. Alþt. 1951, bls. 202. Geimíari Gordons Coop- ers skotið á loft í dag Uppdrátturinn sýnir Múlaveg. Geimfari Gordons Coopers mun að líkindum verða skotið í loft upp í dag slðdegis (eða milli kl. 13 og 15.30 eftir Greenwich meðaltíma). Gert er ráð fyrir, að hann fari 22 hringi um jörðu og verði á lofti 34 klst og að geimfarið lendi nálægt Midwayéy á Kyrráþafi. Atiasflaug á að flýtja það á braút um jörðu. Skjóta átti geimfarinu í loft upp í gær, en 12 mínútum áður en gera átti tilraunina, var henni frestað, og hafði Gordon þá verið 6 klst. í geimfarinu. Var hann hinn hressasti, er hann kom út úr því, glottandi og kvað leitt, að orðið hefði að hætta við áformið, þegar það sem mest var ,spennandi“ var framundan. Orsök þess, að frestað var að skjóta geimfarinu á loft, var sú, að bilun varð f ratsjárstöð á Ber- muda. í Pleoumerbodou í Frakklandi og 1 Goonhilly Downn, Bretlandi, eru móttökustöðvar fyrir sjónvarp frá Ameríku úm Telstar og Relay, náðust myndir, og voru þær leidd ar beint í sjónvarp til sjónvarps- ijotenda í Bretlandi og Frakklandi, ög þaðan tíl'Eurovision í Brussel til sýningar í sjónvarpi annars staðar í Evrópu. M. a. var sýnt er geimfarinn fór upp í geimfarið „Faith7“ 0. s. frv. Stóð þetta sjón- varp í 6 mínútur. Svipað verður í dag og fólk í Póllandi, Tékkóslóvakiu, Austur- Þýzkalandi og Ungverjalandi fær að fylgjast með geimför Gordons Coopers í sjónvarpi, — en í Sovét ríkjunum hefir ekki verið óskað eftir slíku sjónvarpi. KJARNORKUSTYRJÖLD VELDUR MANNFALLI . Þjóðviljinn birtir í morgun (og í gær reyndar Þ'ka) ákaflega merkilegar upplýsingar. Skýrir blaðið svo frá að í kjarnorku- styrjöld muni menn farast unn- vörpum — bæði af höggi og hita. Sé þar reyndar lítillar und ankomu auðið. Ef kjarnorku- sprengjum verði varpað á ís- land, muni meir en helmingur þjóðarinnar líklega Iáta lífið. Mun það vera svipað hlutfall og annars staðar í veröldinni. Síð- an fer blaðið út í tækniatriði og skýrir frá því með stærsta letri á forsíðunni í morgun að 1 Mí yfirborðssprengja muni valda miklum skaða, 2x2 Mt, og svo mætti lengi telja. GAGNMERKAR UPPLVSINGAR. Það er sérstök ástæða til þess að þakka hinu sívökula blaði fyrir þær upplýsingar að kjarn- orkustyrjöld muni haia mann- fall í för með sér. Er hér um nýjan og mjög merkan fróðleik að ræða, enda eyðir blaðið allri forsíðunni I að skýra frá þess- ari merku uppgötvun. Má ætla að kjarnorkuvísindamenn víða um heim nái sér f blaðið og kynnj sér það og greinin verði þýdd á flest heimsmálin. Skaði er aðeins að dagblöðum eru aldrei veitt Nóbelsverðlaun í eðlisfræði heldur eru þau bundin við einstaklinga. Annars mundi Þjóðviljinn verða hættu- legur keppinautur í Stokkhólmi árið 1964 um þann mikla vís- indaheiður. En Iftil þjóð, sera við íslendingar, megum þó vera hreyknir af því að eiga svo ár- vökula vísindamenn — og það í blaðamannastétt. EÐLI SANNLEIKANS. Þaó ljós virðist hins vegar ekki hafa runnið upp fyrir vp'- vakendum Þjóðviljans að bezta ráðið til þess að forðast árás eins og þá sem blaðið gerir að umtalsefni, eru einmitt varnirn- ar. Ekki hefði þó Magnús Kjart ansson þurft að gera annað en slá á þráðinn austur í Moskvu og biðja um hermálaráðherra Sovétríkjanna, Malinovski, í símann. Hann hefði sagt Magn- úsi að Sovétríkin létu sér ekki detta í hug að eyða vörnum sín- um .jafnvel þótt þeim væri kunn ugt um fróðleikinn um kjara- orkusprengjumáttinn eftir að Þjóðviljinn lagði plöggin á borðið. Og ef Magnús léti sér ekki segjast af orðum Malin- ovskis, þá gæti hann tekið upp tólið og hringt í fyrrverandi sumardvalarstað sinn, Havana á Kúbu, og spurt Kastró að þvi, hvort hann teldi vamarleysið bezt henta Kúbumönnum. Þessi tvö símtöl myndu ekki kosta Þjóðviljann nema 950 krónur samtals — og það er ekki míkið fé fyrir blað sem á von f 145 þús. krónum „fyrir næsta fimmtudag“. Það er nefnilega sígildur sann- leikur að til bess að við íslend ingar fáumst til þess að trúa sannleikanum, barf áreiðanlegur útlendingur að segja okkur hann. Gordon Cooper var seztur í geimhylkið. Verður honum skotið á ioft?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.